Afdrifaríkt tap fyrir Spánverja í kvöld | Erfið leið framundan á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2016 21:27 Sergio Ramos horfir á Króata fagna eftir að hann klikkaði á vítaspyrnu. Vísir/EPA Evrópumeistarar Spánverja þurfa að fara erfiðu leiðina að þriðja Evrópumeistaratitlinum í röð eftir að þeir misstu efsta sæti riðilsins til Króatíu í kvöld. Spánn komst í 1-0 á móti Króatíu og þurfti bara jafntefli til þess að vinna riðilinn. Króatarnir jöfnuðu fyrir hlé og nýtt sér síðan vel að Sergio Ramos lét verja frá sér vítaspyrnu í seinni hálfleiknum. Það var síðan Ivan Perisic sem skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok og tryggði Króatíu efsta sætið í D-riðlinum. Þetta var fyrsta tap Spánar í úrslitakeppni EM í tólf ár eða síðan á EM í Portúgal 2004. Króatarnir léku án stórstjarnanna Luka Modric og Mario Mandzukic en sýndu gríðarlegan styrk og karakter að koma til baka á móti svona sterku liði. Tapið þýðir hinsvegar að í stað þess að mæta einu af liðunum sem endaði í 3. sæti í sínum riðli þá bíður Spánverja leikur á móti Ítölum í sextán liða úrslitunum. Það er ekki nóg með það því takist Spánverjum að vinna Ítali á mánudaginn kemur mætir liðið væntanlega Þýskalandi í átta liða úrslitunum. Þýskaland mætir einu af liðunum úr þriðja sæti í sextán liða úrslitunum og síðan bíður leikur á móti annaðhvort Ítalíu eða Spáni. Í undanúrslitaleiknum mæta þessi lið síðan annaðhvort heimamönnum í Frakklandi eða Englandi sem eru líkleg til að mætast í átta liða úrslitunum. Frakkar mæta einu af liðunum úr þriðja sæti en Englendinga bíður leikur á móti liðinu í öðru sæti í riðli Íslands. Það gæti orðið Ísland. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Sjá meira
Evrópumeistarar Spánverja þurfa að fara erfiðu leiðina að þriðja Evrópumeistaratitlinum í röð eftir að þeir misstu efsta sæti riðilsins til Króatíu í kvöld. Spánn komst í 1-0 á móti Króatíu og þurfti bara jafntefli til þess að vinna riðilinn. Króatarnir jöfnuðu fyrir hlé og nýtt sér síðan vel að Sergio Ramos lét verja frá sér vítaspyrnu í seinni hálfleiknum. Það var síðan Ivan Perisic sem skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok og tryggði Króatíu efsta sætið í D-riðlinum. Þetta var fyrsta tap Spánar í úrslitakeppni EM í tólf ár eða síðan á EM í Portúgal 2004. Króatarnir léku án stórstjarnanna Luka Modric og Mario Mandzukic en sýndu gríðarlegan styrk og karakter að koma til baka á móti svona sterku liði. Tapið þýðir hinsvegar að í stað þess að mæta einu af liðunum sem endaði í 3. sæti í sínum riðli þá bíður Spánverja leikur á móti Ítölum í sextán liða úrslitunum. Það er ekki nóg með það því takist Spánverjum að vinna Ítali á mánudaginn kemur mætir liðið væntanlega Þýskalandi í átta liða úrslitunum. Þýskaland mætir einu af liðunum úr þriðja sæti í sextán liða úrslitunum og síðan bíður leikur á móti annaðhvort Ítalíu eða Spáni. Í undanúrslitaleiknum mæta þessi lið síðan annaðhvort heimamönnum í Frakklandi eða Englandi sem eru líkleg til að mætast í átta liða úrslitunum. Frakkar mæta einu af liðunum úr þriðja sæti en Englendinga bíður leikur á móti liðinu í öðru sæti í riðli Íslands. Það gæti orðið Ísland.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Sjá meira