Er reynsla og menntun minna virði ef ég er kona? Sigurborg Arnarsdóttir skrifar 21. júní 2016 11:42 Ég hef stundum velt því fyrir mér hversu fljót við erum að mynda okkur skoðun á einstaklingum út frá staðalímyndum og oft án þess að velta því í raun fyrir okkur fyrir hvað fólk stendur. Hversu oft höfum við til að mynda ekki heyrt þessi orð sögð um unga og vel menntaða menn „Þetta er flottur strákur, kraftmikill og hugmyndaríkur. Við þurfum að passa upp á að halda í hann og sjá til þess að hann fái tækifæri við hæfi“. Ef þessi flotti og kraftmikli strákur væri stelpa, værum við líklegri til að heyra „þetta er hörku stelpa, klár og hefur allt, það verður spennandi að fylgjast með henni“. Já og hver er munurinn? Jú stelpan þarf að sanna sig áður en hún fær tækifæri meðan það er passað upp á að strákurinn fái tækifæri við hæfi til þess að geta sannað sig. Auðvitað er þetta alhæfing og sem betur fer ekki alltaf svona, en því miður verðum við ennþá vör við þetta viðhorf, þrátt fyrir að við séum fremst þjóða hvað varðar janfrétti. Þessar vangaveltur geta verið mjög áhugaverðar og gaman að vinna að hugarfarsbreytingu sem er yfirleitt velkomin því að sem betur fer erum við flest búin að átta okkur á því að fyrirtækin okkar og samfélagið í heild verður miklu betra þar sem allir fá jöfn tækifæri og allar raddir fá að heyrast. Þess vegna veldur það mér áhyggjum að í aðdraganda forsetakostninganna heyrðist mikið um það rætt af álitsgjöfum að það væri mikilvægt að fá sterkann mann, reynslumikinn mann, yfirburðar mann í embættið og dæmi tekin af sterkum karlkynsleiðtogum. Og svo var þessi umræða gæðavottuð af fráfarandi forseta þar sem að hann staðfesti að það væru komnir fram tveir kalmenn sem gætu tekið við embættinu og því gæti hann blessunarlega dregið sig í hlé. Ég átta mig ekki alveg á því hvers vegna þessir tveir aðilar séu taldir hafa bestu reynsluna. Af þeim sem eru í framboði tel ég að nokkrir skari þar framúr, þar á meðal þessir tveir. En þegar maður ber samam reynslu frambjóðenda eins og þeim er lýst á opinberum síðum framboðanna, þá finnst mér það blasa við að Halla Tómasdóttir hefur viðtækustu reynsluna af öllum þeim sem eru í framboði til forseta Íslands. Hún hefur fjölbreytta reynslu bæði á Íslandi og erlendis. Hún hefur byggt upp háskóla, sinnt kennslu, verið starfsmannastjóri og stjórnandi í stórum alþjóðlegum fyrirtækjum auk þess að vera einn af frumkvöðlunum sem kom að þjóðfundinum 2009. Þess utan hefur hún um árabil verið eftirsóttur fyrirlesari á alþjóðlegum ráðstefnum sem fjalla um jafnréttismál og það hvernig við getum byggt upp réttlátt og sanngjarnt samfélag. Halla hefur komið sér áfram á eigin verðleikum, hún hefur ekki bara nýtt þau tækifæri sem hafa gefist heldur hefur hún einnig skapað tækifæri bæði fyrir sig og aðra í samfélaginu. En erum við í alvöru að tala um að hún sé ennþá á sama stað og stelpan hér ofar í greininni? „Spennandi að fylgjast með henni“ en hún þarf að gera aðeins betur til þess að vera metin til jafns á við aðra karlkyns frambjóðendur sem hafa janfvel minni reynslu eða einhæfari. Ég styð Höllu Tómasdóttur og er stolt af því að bæði konur og karlar og ekki síst ungt fólk á Íslandi hafi fyrirmyndir eins og Höllu Tómasdóttur. Ég veit að hún hefur veitt mörgum innblástur til að taka skrefið, trúa á eigin verðleika og láta drauma sína rætast og það er þannig forseti sem ég vil fá – forseta sem hvetur okkur áfram og fær okkur til að sjá allt það jákvæða og góða sem einkennir okkur sem þjóð og fær okkur til þess að trúa á framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef stundum velt því fyrir mér hversu fljót við erum að mynda okkur skoðun á einstaklingum út frá staðalímyndum og oft án þess að velta því í raun fyrir okkur fyrir hvað fólk stendur. Hversu oft höfum við til að mynda ekki heyrt þessi orð sögð um unga og vel menntaða menn „Þetta er flottur strákur, kraftmikill og hugmyndaríkur. Við þurfum að passa upp á að halda í hann og sjá til þess að hann fái tækifæri við hæfi“. Ef þessi flotti og kraftmikli strákur væri stelpa, værum við líklegri til að heyra „þetta er hörku stelpa, klár og hefur allt, það verður spennandi að fylgjast með henni“. Já og hver er munurinn? Jú stelpan þarf að sanna sig áður en hún fær tækifæri meðan það er passað upp á að strákurinn fái tækifæri við hæfi til þess að geta sannað sig. Auðvitað er þetta alhæfing og sem betur fer ekki alltaf svona, en því miður verðum við ennþá vör við þetta viðhorf, þrátt fyrir að við séum fremst þjóða hvað varðar janfrétti. Þessar vangaveltur geta verið mjög áhugaverðar og gaman að vinna að hugarfarsbreytingu sem er yfirleitt velkomin því að sem betur fer erum við flest búin að átta okkur á því að fyrirtækin okkar og samfélagið í heild verður miklu betra þar sem allir fá jöfn tækifæri og allar raddir fá að heyrast. Þess vegna veldur það mér áhyggjum að í aðdraganda forsetakostninganna heyrðist mikið um það rætt af álitsgjöfum að það væri mikilvægt að fá sterkann mann, reynslumikinn mann, yfirburðar mann í embættið og dæmi tekin af sterkum karlkynsleiðtogum. Og svo var þessi umræða gæðavottuð af fráfarandi forseta þar sem að hann staðfesti að það væru komnir fram tveir kalmenn sem gætu tekið við embættinu og því gæti hann blessunarlega dregið sig í hlé. Ég átta mig ekki alveg á því hvers vegna þessir tveir aðilar séu taldir hafa bestu reynsluna. Af þeim sem eru í framboði tel ég að nokkrir skari þar framúr, þar á meðal þessir tveir. En þegar maður ber samam reynslu frambjóðenda eins og þeim er lýst á opinberum síðum framboðanna, þá finnst mér það blasa við að Halla Tómasdóttir hefur viðtækustu reynsluna af öllum þeim sem eru í framboði til forseta Íslands. Hún hefur fjölbreytta reynslu bæði á Íslandi og erlendis. Hún hefur byggt upp háskóla, sinnt kennslu, verið starfsmannastjóri og stjórnandi í stórum alþjóðlegum fyrirtækjum auk þess að vera einn af frumkvöðlunum sem kom að þjóðfundinum 2009. Þess utan hefur hún um árabil verið eftirsóttur fyrirlesari á alþjóðlegum ráðstefnum sem fjalla um jafnréttismál og það hvernig við getum byggt upp réttlátt og sanngjarnt samfélag. Halla hefur komið sér áfram á eigin verðleikum, hún hefur ekki bara nýtt þau tækifæri sem hafa gefist heldur hefur hún einnig skapað tækifæri bæði fyrir sig og aðra í samfélaginu. En erum við í alvöru að tala um að hún sé ennþá á sama stað og stelpan hér ofar í greininni? „Spennandi að fylgjast með henni“ en hún þarf að gera aðeins betur til þess að vera metin til jafns á við aðra karlkyns frambjóðendur sem hafa janfvel minni reynslu eða einhæfari. Ég styð Höllu Tómasdóttur og er stolt af því að bæði konur og karlar og ekki síst ungt fólk á Íslandi hafi fyrirmyndir eins og Höllu Tómasdóttur. Ég veit að hún hefur veitt mörgum innblástur til að taka skrefið, trúa á eigin verðleika og láta drauma sína rætast og það er þannig forseti sem ég vil fá – forseta sem hvetur okkur áfram og fær okkur til að sjá allt það jákvæða og góða sem einkennir okkur sem þjóð og fær okkur til þess að trúa á framtíðina.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun