Er reynsla og menntun minna virði ef ég er kona? Sigurborg Arnarsdóttir skrifar 21. júní 2016 11:42 Ég hef stundum velt því fyrir mér hversu fljót við erum að mynda okkur skoðun á einstaklingum út frá staðalímyndum og oft án þess að velta því í raun fyrir okkur fyrir hvað fólk stendur. Hversu oft höfum við til að mynda ekki heyrt þessi orð sögð um unga og vel menntaða menn „Þetta er flottur strákur, kraftmikill og hugmyndaríkur. Við þurfum að passa upp á að halda í hann og sjá til þess að hann fái tækifæri við hæfi“. Ef þessi flotti og kraftmikli strákur væri stelpa, værum við líklegri til að heyra „þetta er hörku stelpa, klár og hefur allt, það verður spennandi að fylgjast með henni“. Já og hver er munurinn? Jú stelpan þarf að sanna sig áður en hún fær tækifæri meðan það er passað upp á að strákurinn fái tækifæri við hæfi til þess að geta sannað sig. Auðvitað er þetta alhæfing og sem betur fer ekki alltaf svona, en því miður verðum við ennþá vör við þetta viðhorf, þrátt fyrir að við séum fremst þjóða hvað varðar janfrétti. Þessar vangaveltur geta verið mjög áhugaverðar og gaman að vinna að hugarfarsbreytingu sem er yfirleitt velkomin því að sem betur fer erum við flest búin að átta okkur á því að fyrirtækin okkar og samfélagið í heild verður miklu betra þar sem allir fá jöfn tækifæri og allar raddir fá að heyrast. Þess vegna veldur það mér áhyggjum að í aðdraganda forsetakostninganna heyrðist mikið um það rætt af álitsgjöfum að það væri mikilvægt að fá sterkann mann, reynslumikinn mann, yfirburðar mann í embættið og dæmi tekin af sterkum karlkynsleiðtogum. Og svo var þessi umræða gæðavottuð af fráfarandi forseta þar sem að hann staðfesti að það væru komnir fram tveir kalmenn sem gætu tekið við embættinu og því gæti hann blessunarlega dregið sig í hlé. Ég átta mig ekki alveg á því hvers vegna þessir tveir aðilar séu taldir hafa bestu reynsluna. Af þeim sem eru í framboði tel ég að nokkrir skari þar framúr, þar á meðal þessir tveir. En þegar maður ber samam reynslu frambjóðenda eins og þeim er lýst á opinberum síðum framboðanna, þá finnst mér það blasa við að Halla Tómasdóttir hefur viðtækustu reynsluna af öllum þeim sem eru í framboði til forseta Íslands. Hún hefur fjölbreytta reynslu bæði á Íslandi og erlendis. Hún hefur byggt upp háskóla, sinnt kennslu, verið starfsmannastjóri og stjórnandi í stórum alþjóðlegum fyrirtækjum auk þess að vera einn af frumkvöðlunum sem kom að þjóðfundinum 2009. Þess utan hefur hún um árabil verið eftirsóttur fyrirlesari á alþjóðlegum ráðstefnum sem fjalla um jafnréttismál og það hvernig við getum byggt upp réttlátt og sanngjarnt samfélag. Halla hefur komið sér áfram á eigin verðleikum, hún hefur ekki bara nýtt þau tækifæri sem hafa gefist heldur hefur hún einnig skapað tækifæri bæði fyrir sig og aðra í samfélaginu. En erum við í alvöru að tala um að hún sé ennþá á sama stað og stelpan hér ofar í greininni? „Spennandi að fylgjast með henni“ en hún þarf að gera aðeins betur til þess að vera metin til jafns á við aðra karlkyns frambjóðendur sem hafa janfvel minni reynslu eða einhæfari. Ég styð Höllu Tómasdóttur og er stolt af því að bæði konur og karlar og ekki síst ungt fólk á Íslandi hafi fyrirmyndir eins og Höllu Tómasdóttur. Ég veit að hún hefur veitt mörgum innblástur til að taka skrefið, trúa á eigin verðleika og láta drauma sína rætast og það er þannig forseti sem ég vil fá – forseta sem hvetur okkur áfram og fær okkur til að sjá allt það jákvæða og góða sem einkennir okkur sem þjóð og fær okkur til þess að trúa á framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Sjá meira
Ég hef stundum velt því fyrir mér hversu fljót við erum að mynda okkur skoðun á einstaklingum út frá staðalímyndum og oft án þess að velta því í raun fyrir okkur fyrir hvað fólk stendur. Hversu oft höfum við til að mynda ekki heyrt þessi orð sögð um unga og vel menntaða menn „Þetta er flottur strákur, kraftmikill og hugmyndaríkur. Við þurfum að passa upp á að halda í hann og sjá til þess að hann fái tækifæri við hæfi“. Ef þessi flotti og kraftmikli strákur væri stelpa, værum við líklegri til að heyra „þetta er hörku stelpa, klár og hefur allt, það verður spennandi að fylgjast með henni“. Já og hver er munurinn? Jú stelpan þarf að sanna sig áður en hún fær tækifæri meðan það er passað upp á að strákurinn fái tækifæri við hæfi til þess að geta sannað sig. Auðvitað er þetta alhæfing og sem betur fer ekki alltaf svona, en því miður verðum við ennþá vör við þetta viðhorf, þrátt fyrir að við séum fremst þjóða hvað varðar janfrétti. Þessar vangaveltur geta verið mjög áhugaverðar og gaman að vinna að hugarfarsbreytingu sem er yfirleitt velkomin því að sem betur fer erum við flest búin að átta okkur á því að fyrirtækin okkar og samfélagið í heild verður miklu betra þar sem allir fá jöfn tækifæri og allar raddir fá að heyrast. Þess vegna veldur það mér áhyggjum að í aðdraganda forsetakostninganna heyrðist mikið um það rætt af álitsgjöfum að það væri mikilvægt að fá sterkann mann, reynslumikinn mann, yfirburðar mann í embættið og dæmi tekin af sterkum karlkynsleiðtogum. Og svo var þessi umræða gæðavottuð af fráfarandi forseta þar sem að hann staðfesti að það væru komnir fram tveir kalmenn sem gætu tekið við embættinu og því gæti hann blessunarlega dregið sig í hlé. Ég átta mig ekki alveg á því hvers vegna þessir tveir aðilar séu taldir hafa bestu reynsluna. Af þeim sem eru í framboði tel ég að nokkrir skari þar framúr, þar á meðal þessir tveir. En þegar maður ber samam reynslu frambjóðenda eins og þeim er lýst á opinberum síðum framboðanna, þá finnst mér það blasa við að Halla Tómasdóttir hefur viðtækustu reynsluna af öllum þeim sem eru í framboði til forseta Íslands. Hún hefur fjölbreytta reynslu bæði á Íslandi og erlendis. Hún hefur byggt upp háskóla, sinnt kennslu, verið starfsmannastjóri og stjórnandi í stórum alþjóðlegum fyrirtækjum auk þess að vera einn af frumkvöðlunum sem kom að þjóðfundinum 2009. Þess utan hefur hún um árabil verið eftirsóttur fyrirlesari á alþjóðlegum ráðstefnum sem fjalla um jafnréttismál og það hvernig við getum byggt upp réttlátt og sanngjarnt samfélag. Halla hefur komið sér áfram á eigin verðleikum, hún hefur ekki bara nýtt þau tækifæri sem hafa gefist heldur hefur hún einnig skapað tækifæri bæði fyrir sig og aðra í samfélaginu. En erum við í alvöru að tala um að hún sé ennþá á sama stað og stelpan hér ofar í greininni? „Spennandi að fylgjast með henni“ en hún þarf að gera aðeins betur til þess að vera metin til jafns á við aðra karlkyns frambjóðendur sem hafa janfvel minni reynslu eða einhæfari. Ég styð Höllu Tómasdóttur og er stolt af því að bæði konur og karlar og ekki síst ungt fólk á Íslandi hafi fyrirmyndir eins og Höllu Tómasdóttur. Ég veit að hún hefur veitt mörgum innblástur til að taka skrefið, trúa á eigin verðleika og láta drauma sína rætast og það er þannig forseti sem ég vil fá – forseta sem hvetur okkur áfram og fær okkur til að sjá allt það jákvæða og góða sem einkennir okkur sem þjóð og fær okkur til þess að trúa á framtíðina.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun