Af hverju Guðna Th. sem forseta? Hörður J. Oddfríðarson skrifar 21. júní 2016 09:55 Ég ætla að kjósa Guðna þrátt fyrir að hann sé MR-ingur, hafi æft handbolta, stundað aðrar íþróttir, sé fráskilinn, eigi erlenda konu, eigi börn, sé úr Garðabænum, hafi góðan smekk á sokkum og fyrrverandi eiginkona hans sé hans helsti stuðningsmaður. Þó Guðni hafi búið erlendis, gengið í háskóla bæði hér heima og erlendis, sé glimrandi góður fræðimaður, alþýðlegur í allri framgöngu og blátt áfram, ætla ég að kjósa hann. Ég ætla að kjósa hann þó svo að meirihluti íslensku þjóðarinnar virðist ætla að gera það sama. Ég læt það ekki stöðva mig í að kjósa Guðna, að konan hans er sjálfstæður einstaklingur, vel menntuð og virðist vera þokkalega á jörðinni. Það hindrar mig ekki að kjósa Guðna, að hann búi yfir meiri þekkingu á forsetaembættinu en flestir sem ég þekki og hafi einstaka hæfileika að ná sambandi við það fólk sem hann talar við. Ekki dregur það úr löngun minni að kjósa Guðna þó hann hafi tekið þátt í umræðum og skrifað um ESB, Icesave eða þorskastríðin á yfirvegaðan og þroskaðan hátt, hafi verið kallaður til sem álitsgjafi í sjónvarpi af og til og að hann þyki góður og skemmtilegur kennari. Ég efast ekki um val mitt þó Guðni sé fljótur að setja sig inn í málefni þeirra sem hann á samskipti við né heldur efast ég þó hann virðist útsjónarsamur og hugsandi persóna. Ekki heldur þó hann sé skemmtilegur, hafi húmor og ærslist stundum meðal vina, ég ætla samt að kjósa hann. Þó Guðni virðist vera víðsýnn einstaklingur sem hefur sjálfstæðar skoðanir og komi vel fram í fjölmiðlum, vel ég að kjósa hann. Val mitt haggast ekki þó ég geti ekki fullyrt að Guðni sé ekki gallalaus og ekki dýrðlingur og líklega mannlegur. Eins og fram kemur af upptalningunni hér að framan ætla ég að kjósa Guðna Th. Jóhannesson í embætti Forseta Íslands. Ég ætla að kjósa Guðna vegna þess að hann er í mínum huga langbesti kosturinn fyrir embættið, hann talar fyrir fordómalausu samfélagi, hann hefur áhuga á því sem þjóðin er að gera og hann er alþýðlegur í allri sinni framgöngu. Ég ætla að kjósa Guðna vegna þess að hann er venjulegur maður sem setur sig ekki á stall. Vegna þess að ég hef kynnt mér manninn og það sem hann vill standa fyrir. Ég tel að íslenska þjóðin þarfnist einstaklings í forsetaembættið sem er jarðbundinn, vel menntaður og víðsýnn, vel máli farinn, silgdur, heiðarlegur, getur talað máli þjóðarinnar bæði út á við og inn á við og er umvafinn ástríki og hlýju. Þess vegna ætla ég að kjósa Guðna Th. Jóhannesson og hvet ykkur hin til að gera slíkt hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Ég ætla að kjósa Guðna þrátt fyrir að hann sé MR-ingur, hafi æft handbolta, stundað aðrar íþróttir, sé fráskilinn, eigi erlenda konu, eigi börn, sé úr Garðabænum, hafi góðan smekk á sokkum og fyrrverandi eiginkona hans sé hans helsti stuðningsmaður. Þó Guðni hafi búið erlendis, gengið í háskóla bæði hér heima og erlendis, sé glimrandi góður fræðimaður, alþýðlegur í allri framgöngu og blátt áfram, ætla ég að kjósa hann. Ég ætla að kjósa hann þó svo að meirihluti íslensku þjóðarinnar virðist ætla að gera það sama. Ég læt það ekki stöðva mig í að kjósa Guðna, að konan hans er sjálfstæður einstaklingur, vel menntuð og virðist vera þokkalega á jörðinni. Það hindrar mig ekki að kjósa Guðna, að hann búi yfir meiri þekkingu á forsetaembættinu en flestir sem ég þekki og hafi einstaka hæfileika að ná sambandi við það fólk sem hann talar við. Ekki dregur það úr löngun minni að kjósa Guðna þó hann hafi tekið þátt í umræðum og skrifað um ESB, Icesave eða þorskastríðin á yfirvegaðan og þroskaðan hátt, hafi verið kallaður til sem álitsgjafi í sjónvarpi af og til og að hann þyki góður og skemmtilegur kennari. Ég efast ekki um val mitt þó Guðni sé fljótur að setja sig inn í málefni þeirra sem hann á samskipti við né heldur efast ég þó hann virðist útsjónarsamur og hugsandi persóna. Ekki heldur þó hann sé skemmtilegur, hafi húmor og ærslist stundum meðal vina, ég ætla samt að kjósa hann. Þó Guðni virðist vera víðsýnn einstaklingur sem hefur sjálfstæðar skoðanir og komi vel fram í fjölmiðlum, vel ég að kjósa hann. Val mitt haggast ekki þó ég geti ekki fullyrt að Guðni sé ekki gallalaus og ekki dýrðlingur og líklega mannlegur. Eins og fram kemur af upptalningunni hér að framan ætla ég að kjósa Guðna Th. Jóhannesson í embætti Forseta Íslands. Ég ætla að kjósa Guðna vegna þess að hann er í mínum huga langbesti kosturinn fyrir embættið, hann talar fyrir fordómalausu samfélagi, hann hefur áhuga á því sem þjóðin er að gera og hann er alþýðlegur í allri sinni framgöngu. Ég ætla að kjósa Guðna vegna þess að hann er venjulegur maður sem setur sig ekki á stall. Vegna þess að ég hef kynnt mér manninn og það sem hann vill standa fyrir. Ég tel að íslenska þjóðin þarfnist einstaklings í forsetaembættið sem er jarðbundinn, vel menntaður og víðsýnn, vel máli farinn, silgdur, heiðarlegur, getur talað máli þjóðarinnar bæði út á við og inn á við og er umvafinn ástríki og hlýju. Þess vegna ætla ég að kjósa Guðna Th. Jóhannesson og hvet ykkur hin til að gera slíkt hið sama.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun