Hafa unnið sér inn traust þjóðarinnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júní 2016 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson, Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason fagna marki Gylfa á móti Ungverjalandi. Vísir/EPA Strákarnir okkar munu vita það fyrir stórleikinn gegn Austurríki á Stade de France í lokaumferð riðlakeppni EM 2016 hvort þeir þurfi sigur eða eitt stig til að komast í 16 liða úrslitin. Leikaðferð liðsins gæti farið eftir því hvað það þarf til að komast áfram en strákarnir ætla sér í útsláttarkeppnina. Ari Freyr Skúlason og Ragnar Sigurðsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í Annecy í gær ásamt þjálfaranum Heimi Hallgrímssyni. Það hefur verið furðu létt yfir hópnum eftir svekkelsið í Marseille þar sem Ungverjar stálu stigi af okkar mönnum á síðustu mínútum leiksins.Heimir Hallgrímsson.Vísir/EPASólin skín líka á okkur „Allt í allt er þetta góður dagur í þessum fallega bæ, Annecy. Sólin skín og líka á okkur. Við erum frekar glaðir. Það var svekkjandi að fá á sig mark á síðustu mínútunum gegn Ungverjalandi en staða okkar er þannig að við erum með tvö stig og með örlögin í eigin höndum. Við erum mjög ánægðir þessa stundina. Ef einhver hefði boðið okkur þessa stöðu fyrir mótið hefðum við tekið henni. Við förum samt inn í leikinn gegn Austurríki til að vinna hann,“ sagði Heimir skælbrosandi á blaðamannafundinum í gær. Leikmenn íslenska liðsins hafa varla brugðist þjóðinni í alvöru leik síðan liðið tapaði gegn Króatíu í frægum umspilsleik í Zagreb í nóvember 2013. Þeir felldu hvern risann á fætur öðrum á leið sinni á EM og hófu frumraun sína á stórmóti með því að gera jafntefli við Portúgal, fjórða besta lið álfunnar. Vissulega voru úrslitin gegn Ungverjalandi svekkjandi og spilamennskan ekki góð en liðið er enn ósigrað og með örlögin í eigin höndum.Ari Freyr Skúlason í Ungverjalandi.Vísir/EPAVitlaus spurning Strákarnir hafa unnið sér inn það traust hjá íslensku þjóðinni að henni er eiginlega skylt að trúa og treysta því að Íslandi nái þeim úrslitum sem þarf gegn Austurríki þar til annað kemur í ljós. Og það finnst strákunum líka. Þeir höfðu mjög svo takmarkaðan húmor fyrir spurningu þess efnis hvort þeir væru búnir að jafna sig á jafnteflinu gegn Ungverjalandi. „Já, og við höfum tvo daga í viðbót til að gera það. Það sást hvað við gerðum eftir tapið gegn Króatíu Þá fórum við í undankeppni EM og kláruðum hana,“ sagði Ragnar Sigurðsson, en Ari Freyr Skúlason setti upp víkingasvip og svaraði eiginlega reiður: „Þetta finnst mér vitlaus spurning, þú þekkir okkur og hvernig við erum. Það voru allir svekktir eftir leikinn gegn Ungverjalandi en það er nýr dagur á morgun. Við erum það góðir vinir að við getum talað hreint út ef eitthvað er að,“ sagði Ari Freyr Skúlason. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Strákarnir okkar munu vita það fyrir stórleikinn gegn Austurríki á Stade de France í lokaumferð riðlakeppni EM 2016 hvort þeir þurfi sigur eða eitt stig til að komast í 16 liða úrslitin. Leikaðferð liðsins gæti farið eftir því hvað það þarf til að komast áfram en strákarnir ætla sér í útsláttarkeppnina. Ari Freyr Skúlason og Ragnar Sigurðsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í Annecy í gær ásamt þjálfaranum Heimi Hallgrímssyni. Það hefur verið furðu létt yfir hópnum eftir svekkelsið í Marseille þar sem Ungverjar stálu stigi af okkar mönnum á síðustu mínútum leiksins.Heimir Hallgrímsson.Vísir/EPASólin skín líka á okkur „Allt í allt er þetta góður dagur í þessum fallega bæ, Annecy. Sólin skín og líka á okkur. Við erum frekar glaðir. Það var svekkjandi að fá á sig mark á síðustu mínútunum gegn Ungverjalandi en staða okkar er þannig að við erum með tvö stig og með örlögin í eigin höndum. Við erum mjög ánægðir þessa stundina. Ef einhver hefði boðið okkur þessa stöðu fyrir mótið hefðum við tekið henni. Við förum samt inn í leikinn gegn Austurríki til að vinna hann,“ sagði Heimir skælbrosandi á blaðamannafundinum í gær. Leikmenn íslenska liðsins hafa varla brugðist þjóðinni í alvöru leik síðan liðið tapaði gegn Króatíu í frægum umspilsleik í Zagreb í nóvember 2013. Þeir felldu hvern risann á fætur öðrum á leið sinni á EM og hófu frumraun sína á stórmóti með því að gera jafntefli við Portúgal, fjórða besta lið álfunnar. Vissulega voru úrslitin gegn Ungverjalandi svekkjandi og spilamennskan ekki góð en liðið er enn ósigrað og með örlögin í eigin höndum.Ari Freyr Skúlason í Ungverjalandi.Vísir/EPAVitlaus spurning Strákarnir hafa unnið sér inn það traust hjá íslensku þjóðinni að henni er eiginlega skylt að trúa og treysta því að Íslandi nái þeim úrslitum sem þarf gegn Austurríki þar til annað kemur í ljós. Og það finnst strákunum líka. Þeir höfðu mjög svo takmarkaðan húmor fyrir spurningu þess efnis hvort þeir væru búnir að jafna sig á jafnteflinu gegn Ungverjalandi. „Já, og við höfum tvo daga í viðbót til að gera það. Það sást hvað við gerðum eftir tapið gegn Króatíu Þá fórum við í undankeppni EM og kláruðum hana,“ sagði Ragnar Sigurðsson, en Ari Freyr Skúlason setti upp víkingasvip og svaraði eiginlega reiður: „Þetta finnst mér vitlaus spurning, þú þekkir okkur og hvernig við erum. Það voru allir svekktir eftir leikinn gegn Ungverjalandi en það er nýr dagur á morgun. Við erum það góðir vinir að við getum talað hreint út ef eitthvað er að,“ sagði Ari Freyr Skúlason.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira