Rottur og sökkvandi skip Stjórnarmaðurinn skrifar 6. júlí 2016 09:30 Óhætt er að segja að ekki séu enn öll kurl komin til grafar varðandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Pundið heldur áfram að hríðfalla og hefur ekki verið veikara gagnvart Bandaríkjadal í þrjátíu ár. Sömu sögu er að segja af hlutabréfamörkuðum. Á tímum sem þessum er nauðsynlegt að til staðar sé styrk pólitísk forysta til að leiða þjóðina gegnum óvissuna. Sú er þó aldeilis ekki raunin í Bretlandi. David Cameron forsætisráðherra var aðaltalsmaður aðildarsinna og sagði af sér um leið og úrslitin urðu ljós. George Osbourne fjármálaráðherra, sem hefur leitt breska hagkerfið með prýði gegnum öldudal eftirhrunsáranna, var sömuleiðis aðildarsinni. Þeir félagar sitja því allt að því umboðslausir þar til Íhaldsflokkurinn hefur kosið sér nýjan leiðtoga. Markaðir eru ekki hrifnir af óvissu, og umboðslausir landsfeður eru ekki líklegir til að slá á ástandið. Þá er vikið að „sigurvegurum“ kosninganna; þeim Boris Johnson, Micheal Gove og Nigel Farage. Johnson og Gove tókst með ótrúlegum hætti að eyðileggja pólitíska framtíð hvor annars með kæruleysislegum viðbrögðum (Johnson) og klækjabrögðum sem keyrðu úr hófi (Gove). Farage, formaður hins rasíska breska þjóðernisflokks, var svo síðastur til að flýja hið sökkvandi skip. Staðan er því sú að þeir sem með hálfsannleik og prettum komu Bretum í þá stöðu að vera á leið út úr Evrópusambandinu hafa allir stokkið frá borði. Það kemur því í hlut annarra að reisa skútuna við. Sennilegast er að Theresa May innanríkisráðherra verði fyrir valinu. Churchill sagði að lýðræðið væri versta stjórnkerfi sem fundið hefði verið upp, fyrir utan öll hin. Hann sagði jafnframt að stærstu mótrökin gegn lýðræði væru fimm mínútna spjall við hinn almenna kjósanda. Freistandi er að segja að Brexit undirstriki hversu stórt sannleikskorn var í ummælum Churchills. Bretar létu lýðskrumara plata sig og sitja nú eftir leiðtogalausir. Því miður er enginn Churchill í sjónmáli. Brexit Stjórnarmaðurinn Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Óhætt er að segja að ekki séu enn öll kurl komin til grafar varðandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Pundið heldur áfram að hríðfalla og hefur ekki verið veikara gagnvart Bandaríkjadal í þrjátíu ár. Sömu sögu er að segja af hlutabréfamörkuðum. Á tímum sem þessum er nauðsynlegt að til staðar sé styrk pólitísk forysta til að leiða þjóðina gegnum óvissuna. Sú er þó aldeilis ekki raunin í Bretlandi. David Cameron forsætisráðherra var aðaltalsmaður aðildarsinna og sagði af sér um leið og úrslitin urðu ljós. George Osbourne fjármálaráðherra, sem hefur leitt breska hagkerfið með prýði gegnum öldudal eftirhrunsáranna, var sömuleiðis aðildarsinni. Þeir félagar sitja því allt að því umboðslausir þar til Íhaldsflokkurinn hefur kosið sér nýjan leiðtoga. Markaðir eru ekki hrifnir af óvissu, og umboðslausir landsfeður eru ekki líklegir til að slá á ástandið. Þá er vikið að „sigurvegurum“ kosninganna; þeim Boris Johnson, Micheal Gove og Nigel Farage. Johnson og Gove tókst með ótrúlegum hætti að eyðileggja pólitíska framtíð hvor annars með kæruleysislegum viðbrögðum (Johnson) og klækjabrögðum sem keyrðu úr hófi (Gove). Farage, formaður hins rasíska breska þjóðernisflokks, var svo síðastur til að flýja hið sökkvandi skip. Staðan er því sú að þeir sem með hálfsannleik og prettum komu Bretum í þá stöðu að vera á leið út úr Evrópusambandinu hafa allir stokkið frá borði. Það kemur því í hlut annarra að reisa skútuna við. Sennilegast er að Theresa May innanríkisráðherra verði fyrir valinu. Churchill sagði að lýðræðið væri versta stjórnkerfi sem fundið hefði verið upp, fyrir utan öll hin. Hann sagði jafnframt að stærstu mótrökin gegn lýðræði væru fimm mínútna spjall við hinn almenna kjósanda. Freistandi er að segja að Brexit undirstriki hversu stórt sannleikskorn var í ummælum Churchills. Bretar létu lýðskrumara plata sig og sitja nú eftir leiðtogalausir. Því miður er enginn Churchill í sjónmáli.
Brexit Stjórnarmaðurinn Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira