Vigdís Hauks: „Mikið að á Alþingi Íslendinga“ Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. júlí 2016 19:02 Það er eitthvað mikið að Alþingi Íslendinga og ég sem lögfræðingur get ekki boðið sjálfri mér upp á þetta. Þetta segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, en hún tilkynnti í dag að hún muni láta af þingmennsku í haust. Vigdís var kjörin á þing árið 2009 sem þingmaður í Reykjavíkurkjördæmi suður og hefur frá árinu 2013 verið formaður fjárlaganefndar. Hún segist hafa viljað breyta til og hafi þegar klárað þau stóru verkefni sem hennar hugsjónir ganga út á og nefnir Icesave, ESB umsóknina og aðförina að stjórnarskránni í því samhengi. „Ég er afar stolt af því hvernig ég gat beitt mér í þeim málum. Sem sýnir það að einstakir þingmenn geta haft áhrif,“ segir Vigdís.Stórar upplýsingar í sumarlok Hún segir sitt síðasta stóra verkefni áður en hún lætur af þingmennsku verða að leiða fram staðreyndir um afhendingu stóru bankanna til kröfuhafa. Þau gögn liggi nú fyrir og upplýst verði um þau í sumarlok. „Svo stórar upplýsingar hafa ekki komið fram áður, myndi ég halda, er snúa að ríkinu og undanlátssemi við erlenda aðila, og þá er ég að vísa í kröfuhafanna þegar þeim voru færðir bankarnir gefins á einni nóttu.“Skammast sín fyrir að vera þingmaður Hún segir þá staðreynd að hafa ekki verið skipuð ráðherra ekki hafa nein áhrif á þessa ákvörðun. Hún muni ekki sakna þess sérstaklega að vera alþingismaður.Mælir þú með Alþingi sem vinnustað?„Ekki eins og staðan er núna. Það er eitthvað mikið að í þinginu sem að ég á eftir að tjá mig um eftir næstu alþingiskosningar. En við þetta verður ekki búið lengur.“Hvað áttu við, hvað er að Alþingi? „Ég meina, ég get kannski ekkert sagt það akkúrat núna, borgar sig ekki að vera að tjá sig mikið um það fyrir kosningar, en það er mikið að á Alþingi sem að þarf að laga,“ segir Vigdís. Alþingi sé komið í miklar ógöngur og hún hafi mörgum sinnum skammast sín fyrir að vera þingmaður. „Því að svona náttúrulega, þetta er orðið svo mikil vitleysa. Ég er búinn að læra lögfræði, ég get ekki boðið sjálfri mér upp á þetta.“ Hún kveðst ekki vita hvað tekur við hjá sér. Segir að þegar einar dyr lokast opnist 20 aðrar.Fyrst og fremst að lækka flugiðKemur til greina að fara aftur í pólitík?„Það veit ég ekkert. Núna er ég bara, eins og ég segi, að fagna þessum fyrsta sumardegi hérna í Reykjavík og bara, er að njóta þess að vera frjáls. Ég er fyrst og fremst að lækka flugið, eins og er,“ segir Vigdís. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Það er eitthvað mikið að Alþingi Íslendinga og ég sem lögfræðingur get ekki boðið sjálfri mér upp á þetta. Þetta segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, en hún tilkynnti í dag að hún muni láta af þingmennsku í haust. Vigdís var kjörin á þing árið 2009 sem þingmaður í Reykjavíkurkjördæmi suður og hefur frá árinu 2013 verið formaður fjárlaganefndar. Hún segist hafa viljað breyta til og hafi þegar klárað þau stóru verkefni sem hennar hugsjónir ganga út á og nefnir Icesave, ESB umsóknina og aðförina að stjórnarskránni í því samhengi. „Ég er afar stolt af því hvernig ég gat beitt mér í þeim málum. Sem sýnir það að einstakir þingmenn geta haft áhrif,“ segir Vigdís.Stórar upplýsingar í sumarlok Hún segir sitt síðasta stóra verkefni áður en hún lætur af þingmennsku verða að leiða fram staðreyndir um afhendingu stóru bankanna til kröfuhafa. Þau gögn liggi nú fyrir og upplýst verði um þau í sumarlok. „Svo stórar upplýsingar hafa ekki komið fram áður, myndi ég halda, er snúa að ríkinu og undanlátssemi við erlenda aðila, og þá er ég að vísa í kröfuhafanna þegar þeim voru færðir bankarnir gefins á einni nóttu.“Skammast sín fyrir að vera þingmaður Hún segir þá staðreynd að hafa ekki verið skipuð ráðherra ekki hafa nein áhrif á þessa ákvörðun. Hún muni ekki sakna þess sérstaklega að vera alþingismaður.Mælir þú með Alþingi sem vinnustað?„Ekki eins og staðan er núna. Það er eitthvað mikið að í þinginu sem að ég á eftir að tjá mig um eftir næstu alþingiskosningar. En við þetta verður ekki búið lengur.“Hvað áttu við, hvað er að Alþingi? „Ég meina, ég get kannski ekkert sagt það akkúrat núna, borgar sig ekki að vera að tjá sig mikið um það fyrir kosningar, en það er mikið að á Alþingi sem að þarf að laga,“ segir Vigdís. Alþingi sé komið í miklar ógöngur og hún hafi mörgum sinnum skammast sín fyrir að vera þingmaður. „Því að svona náttúrulega, þetta er orðið svo mikil vitleysa. Ég er búinn að læra lögfræði, ég get ekki boðið sjálfri mér upp á þetta.“ Hún kveðst ekki vita hvað tekur við hjá sér. Segir að þegar einar dyr lokast opnist 20 aðrar.Fyrst og fremst að lækka flugiðKemur til greina að fara aftur í pólitík?„Það veit ég ekkert. Núna er ég bara, eins og ég segi, að fagna þessum fyrsta sumardegi hérna í Reykjavík og bara, er að njóta þess að vera frjáls. Ég er fyrst og fremst að lækka flugið, eins og er,“ segir Vigdís.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira