Fótbolti

Diego útskrifaður sem íþróttakennari

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Diego er núna atvinnumaður í fótbolta með landsleik á bakinu og menntaður íþróttakennari.
Diego er núna atvinnumaður í fótbolta með landsleik á bakinu og menntaður íþróttakennari. vísir/ernir
Diego Jóhannesson, spænski Íslendingurinn sem spilar með Real Oviedo í B-deildinni á Spáni, útskrifaðist sem íþróttakennari frá Oviedo-háskólanum í dag. Frá þessu er greint á vefsíðunni lne.es.

Þessi 22 ára gamli bakvörður fór eftir tímabilið á Spáni með föður sínum Jóni til Íslands í stutt sumarfrí þar sem hann slakaði meðal annars á í Bláa lóninu.

Hann fór svo aftur til Oviedo fyrir helgi og tók við viðurkenningu sinni fyrir að hafa klárað námið í sal háskólans í gær. Diego hefur stundað námið samhliða æfingum með Oviedo.

 
Últimos dos días en Islandia!!

A photo posted by Diego Johannesson Pando (@diegui_johan) on Jun 20, 2016 at 5:11am PDT

Diego kom óvænt inn í lið Oviedo á síðustu leiktíð og stóð sig frábærlega. Hann spilaði hvern einasta leik frá lokum október fram í mars þegar liðið var í baráttu um að komast upp um deild.

Hann var svo ekki í leikmannahópnum síðustu fimmtán leiki deildarinnar þegar Oviedo missti heldur betur flugið og hafnaði í áttunda sæti deildarinnar.

Diego lýsti því yfir í viðtali við Fréttablaðið að hann þráir að spila fyrir íslenska landsliðsins og hann fékk sitt fyrsta tækifæri í vináttuleik gegn Bandaríkjunum í lok janúar á þessu ár þegar hann var í byrjunarliðinu gegn Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×