Frakkar opna heimili sín fyrir Íslendingum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. júlí 2016 18:58 Delphine með eiginmanni sínum og syni. Fánann teiknaði drengurinn í gærkvöldi, og er afar spenntur fyrir gestum helgarinnar. mynd/delphine Frakkar virðast ólmir í að fá að kynnast keppinautum sínum og hafa þeir margir hverjir ákveðið að opna heimili sín og bjóða Íslendingum fría gistingu um helgina. Þjóðirnar tvær munu etja kappi í átta liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu á þjóðarleikvangi Frakka, Stade de France, í París á sunnudag. Delphine Lalire er frönsk kona sem býr rétt fyrir utan París. Hún leitaði uppi íslenska hópinn „Ferðagrúppa fyrir EM“ á Facebook á dögunum þar sem hún bauð upp á gistipláss fyrir tvo Íslendinga. „Þetta var í raun hugmynd eiginmanns míns, en ég er víst sú sem kemur hlutunum í verk í fjölskyldunni. Síðan er sonur okkar, sjö ára, alltaf spenntur fyrir að fá að hitta útlendinga,“ segir Delphine í samtali við Vísi. Delphine segir líf sitt meira og minna hafa einkennst af ferðalögum. Móðurmál hennar sé franska en að hún tali fjögur önnur tungumál til viðbótar.Vill endurgjalda greiðann „Það er einmitt líka ástæðan fyrir því að mér líkaði þessi hugmynd eiginmanns míns, að bjóða Íslendingum að koma. Ég starfaði í Brasilíu þegar heimsmeistaramótið fór þar fram árið 1998 og það kom mér verulega á óvart hversu góð viðbrögð fólks gagnvart mér voru, bæði eftir að Frakkar komust áfram í undanúrslitin, og eftir að þeir unnu. Þannig að það gleður mig að geta endurgoldið þetta núna,“ segir Delphine. Hún segist uppnumin yfir samstöðu íslenska liðsins, stuðningsmanna þess og íslensku þjóðarinnar. „Það er svo gaman að sjá hvað liðið og stuðningsmennirnir spila með mikilli ánægju og hvað gleðin er ósvikin. Það er eitthvað sem ætti alltaf að vera til staðar í íþróttum.“ Delphine segist þó ekki ætla að styðja íslenska liðið á sunnudag. „Ég get ekki sagt að ég sé stuðningsmaður íslenska liðsins, en eiginmaður minn og sonur minn, eru miklir stuðningsmenn okkar landsliðs. Þeir reyndu að fá miða á leiki á mótinu en tókst það því miður ekki,“ segir hún. Þegar hún er spurð út í spá sína fyrir leikinn á sunnudag segir hún: „Sonur minn er sá sem vanalega spáir fyrir um leikina (og er oftast með spárnar réttar), en hann segir 2-1 fyrir Frakklandi. Ég hins vegar held það verði akkúrat öfugt.“Of mikil rigning á Íslandi Aðspurð segist Delphine aldrei hafa komið til Íslands. „Ég þekki heldur enga Íslendinga! Mig hefur alltaf langað til þess að koma til Íslands en aldrei komið því í verk því ég er hrædd um að það sé of mikil rigning þar. Kjánaleg hugsun, ekki satt?“ Delphine segir að enn séu laus tvö svefnpláss. „Ég er búin að fá fjölmörg „læk“ á færsluna mína (259 sem er það mesta sem ég hef fengið!) en einungis ein manneskja hefur sýnt þessu áhuga. Sú fékk síðan pláss hjá vinum sínum sem ætla að leigja hús. Ég vona að einhver komi á endanum, það gæti orðið frábær skemmtun,“ segir hún að lokum. Fleiri Frakkar hafa sett inn sambærilegar færslur á hópinn, og víðar á veraldarvefnum. EM 2016 í Frakklandi EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Frakkar virðast ólmir í að fá að kynnast keppinautum sínum og hafa þeir margir hverjir ákveðið að opna heimili sín og bjóða Íslendingum fría gistingu um helgina. Þjóðirnar tvær munu etja kappi í átta liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu á þjóðarleikvangi Frakka, Stade de France, í París á sunnudag. Delphine Lalire er frönsk kona sem býr rétt fyrir utan París. Hún leitaði uppi íslenska hópinn „Ferðagrúppa fyrir EM“ á Facebook á dögunum þar sem hún bauð upp á gistipláss fyrir tvo Íslendinga. „Þetta var í raun hugmynd eiginmanns míns, en ég er víst sú sem kemur hlutunum í verk í fjölskyldunni. Síðan er sonur okkar, sjö ára, alltaf spenntur fyrir að fá að hitta útlendinga,“ segir Delphine í samtali við Vísi. Delphine segir líf sitt meira og minna hafa einkennst af ferðalögum. Móðurmál hennar sé franska en að hún tali fjögur önnur tungumál til viðbótar.Vill endurgjalda greiðann „Það er einmitt líka ástæðan fyrir því að mér líkaði þessi hugmynd eiginmanns míns, að bjóða Íslendingum að koma. Ég starfaði í Brasilíu þegar heimsmeistaramótið fór þar fram árið 1998 og það kom mér verulega á óvart hversu góð viðbrögð fólks gagnvart mér voru, bæði eftir að Frakkar komust áfram í undanúrslitin, og eftir að þeir unnu. Þannig að það gleður mig að geta endurgoldið þetta núna,“ segir Delphine. Hún segist uppnumin yfir samstöðu íslenska liðsins, stuðningsmanna þess og íslensku þjóðarinnar. „Það er svo gaman að sjá hvað liðið og stuðningsmennirnir spila með mikilli ánægju og hvað gleðin er ósvikin. Það er eitthvað sem ætti alltaf að vera til staðar í íþróttum.“ Delphine segist þó ekki ætla að styðja íslenska liðið á sunnudag. „Ég get ekki sagt að ég sé stuðningsmaður íslenska liðsins, en eiginmaður minn og sonur minn, eru miklir stuðningsmenn okkar landsliðs. Þeir reyndu að fá miða á leiki á mótinu en tókst það því miður ekki,“ segir hún. Þegar hún er spurð út í spá sína fyrir leikinn á sunnudag segir hún: „Sonur minn er sá sem vanalega spáir fyrir um leikina (og er oftast með spárnar réttar), en hann segir 2-1 fyrir Frakklandi. Ég hins vegar held það verði akkúrat öfugt.“Of mikil rigning á Íslandi Aðspurð segist Delphine aldrei hafa komið til Íslands. „Ég þekki heldur enga Íslendinga! Mig hefur alltaf langað til þess að koma til Íslands en aldrei komið því í verk því ég er hrædd um að það sé of mikil rigning þar. Kjánaleg hugsun, ekki satt?“ Delphine segir að enn séu laus tvö svefnpláss. „Ég er búin að fá fjölmörg „læk“ á færsluna mína (259 sem er það mesta sem ég hef fengið!) en einungis ein manneskja hefur sýnt þessu áhuga. Sú fékk síðan pláss hjá vinum sínum sem ætla að leigja hús. Ég vona að einhver komi á endanum, það gæti orðið frábær skemmtun,“ segir hún að lokum. Fleiri Frakkar hafa sett inn sambærilegar færslur á hópinn, og víðar á veraldarvefnum.
EM 2016 í Frakklandi EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira