Hefðbundinn skotgrafahernaður Oddný G. Harðardóttir skrifar 1. júlí 2016 07:00 Í grein í Fréttablaðinu 29. júní ítrekar iðnaðar- og viðskiptaráðherra áhugaleysi sitt á opinberri þjónustu við almenning. Ég og ráðherrann erum sammála um jákvæð áhrif ferðaþjónustunnar á þjóðarbúið, en það skilur á milli þegar kemur að því að afla tekna af ferðamönnum til að standa undir notkun þeirra á almannaþjónustu. Ráðherrann vill meina að ég standi fyrir hefðbundinni vinstrimennsku þegar ég legg til að við öflum meiri tekna til að standa undir nauðsynlegri uppbyggingu. Ég tel hins vegar að um heilbrigða skynsemi sé að ræða og að með tillögunni sé gætt að brýnum hagsmunum þjóðarinnar. Ráðherra segist hafa mótað stefnu og stofnsett Stjórnstöð ferðamála. Það er bara ekki nóg til að takast á við áður óþekkta fjölgun ferðamanna. Við þurfum aðgerðir til að mæta gjörbreyttum aðstæðum. Aðgerðarleysi iðnaðar- og viðskiptaráðherra býður upp á aukinn átroðning, skort á hreinlætisaðstöðu, aukið álag á bráðamóttöku, sjúkraflutninga, lögreglu og hjálparsveitir og hærri slysatíðni bæði á vegum og á ferðamannastöðum. Það er í raun undarlegt að ráðherrann telji að það þurfi ekki að afla frekari tekna því hún mælti sjálf fyrir náttúrupassanum sáluga einmitt til að afla frekari tekna af ferðamönnum. Gjaldtakan sem Ragnheiður Elín mælti fyrir var flókin og óaðgengileg enda komst frumvarpið ekki einu sinni til 2. umræðu í þinginu. Hugmynd mín um að færa virðisaukaskatt á gistingu úr neðra þrepi í almennt þrep er einföld aðgerð með skýru lagaumhverfi sem gæti skilað 10 milljörðum árlega í auknar tekjur. Stærsta atvinnugrein þjóðarinnar sem byggir afkomu á einstakri náttúru Íslands þarf að leggja sitt af mörkum til þjóðfélagsins. Öðruvísi verður ekki sátt um starfsumhverfi hennar. Ný ríkistjórn verður að tryggja betri vegi, sterkari heilbrigðisþjónustu og ekki síst öryggi og ánægju ferðamanna. Staðan er alvarleg en núverandi ráðherra ferðamála býður okkur upp á hefðbundinn skotgrafahernað í stað raunhæfra lausna.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu 29. júní ítrekar iðnaðar- og viðskiptaráðherra áhugaleysi sitt á opinberri þjónustu við almenning. Ég og ráðherrann erum sammála um jákvæð áhrif ferðaþjónustunnar á þjóðarbúið, en það skilur á milli þegar kemur að því að afla tekna af ferðamönnum til að standa undir notkun þeirra á almannaþjónustu. Ráðherrann vill meina að ég standi fyrir hefðbundinni vinstrimennsku þegar ég legg til að við öflum meiri tekna til að standa undir nauðsynlegri uppbyggingu. Ég tel hins vegar að um heilbrigða skynsemi sé að ræða og að með tillögunni sé gætt að brýnum hagsmunum þjóðarinnar. Ráðherra segist hafa mótað stefnu og stofnsett Stjórnstöð ferðamála. Það er bara ekki nóg til að takast á við áður óþekkta fjölgun ferðamanna. Við þurfum aðgerðir til að mæta gjörbreyttum aðstæðum. Aðgerðarleysi iðnaðar- og viðskiptaráðherra býður upp á aukinn átroðning, skort á hreinlætisaðstöðu, aukið álag á bráðamóttöku, sjúkraflutninga, lögreglu og hjálparsveitir og hærri slysatíðni bæði á vegum og á ferðamannastöðum. Það er í raun undarlegt að ráðherrann telji að það þurfi ekki að afla frekari tekna því hún mælti sjálf fyrir náttúrupassanum sáluga einmitt til að afla frekari tekna af ferðamönnum. Gjaldtakan sem Ragnheiður Elín mælti fyrir var flókin og óaðgengileg enda komst frumvarpið ekki einu sinni til 2. umræðu í þinginu. Hugmynd mín um að færa virðisaukaskatt á gistingu úr neðra þrepi í almennt þrep er einföld aðgerð með skýru lagaumhverfi sem gæti skilað 10 milljörðum árlega í auknar tekjur. Stærsta atvinnugrein þjóðarinnar sem byggir afkomu á einstakri náttúru Íslands þarf að leggja sitt af mörkum til þjóðfélagsins. Öðruvísi verður ekki sátt um starfsumhverfi hennar. Ný ríkistjórn verður að tryggja betri vegi, sterkari heilbrigðisþjónustu og ekki síst öryggi og ánægju ferðamanna. Staðan er alvarleg en núverandi ráðherra ferðamála býður okkur upp á hefðbundinn skotgrafahernað í stað raunhæfra lausna.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun