Veganesti kjararáðs í komandi kjarasamninga kennara Guðríður Arnardóttir skrifar 18. júlí 2016 07:00 Nýlegur úrskurður kjararáðs hefur vakið talsverða umræðu í samfélaginu og ekki að ósekju. Þar hafa nokkrir æðstu stjórnendur hjá stofnunum ríkisins verið hækkaðir í launum umfram þær almennu launahækkanir sem ráðið hafði áður úrskurðað þeim til handa. Það sem vekur athygli mína varðandi þessa ákvörðun kjararáðs er annars vegar sú staðreynd að nú þegar aðilar vinnumarkaðarins, fyrir utan Kennarasamband Íslands og BHM, hafa sett ramma um launahækkanir almennings til næstu ára þá telur kjararáð forsendur til þess að hækka tiltekna hópa umfram aðra. Leggur ráðið þar til grundvallar þau sjónarmið að álag í starfi þessara einstaklinga hafi aukist svo mikið á síðustu misserum að það beri að meta til launa. Nú liggur fyrir að álag á kennara hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Kennarar búa við þann veruleika að nemendur þeirra sitja í kennslustundum með snjallsímana sína, sem eru ekki bara símar, heldur kvikmyndatökuvélar. Orð og athafnir kennarans geta þannig verið tekin upp, „editeruð“ og slitin úr samhengi og send þannig út í kosmósið. Nemendur geta tekið myndir af kennaranum sínum og sent á samfélagsmiðlana með niðrandi ummælum. Gerð er sú krafa að kennarinn sé til taks utan dagvinnumarka á fésbók eða svari tölvupóstum. Kennarinn má búa við opinbera umræðu um störf sín á samfélagsmiðlunum án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér og er oft fundinn sekur af dómstóli götunnar. Að vera kennari er ekkert endilega þægilegri innivinna en að vera forstjóri Útlendingastofnunar eða fangelsismálastjóri. Álag á kennara hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum sem og umsvif starfsins, líkt og þeirra sérfræðinga hjá hinu opinbera sem kjararáð telur rétt að hækka í launum. Við framhaldsskólakennarar munum halda þessu til haga í haust þegar við setjumst að samningaborðinu, kjararáð hefur lagt okkur til gott veganesti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Nýlegur úrskurður kjararáðs hefur vakið talsverða umræðu í samfélaginu og ekki að ósekju. Þar hafa nokkrir æðstu stjórnendur hjá stofnunum ríkisins verið hækkaðir í launum umfram þær almennu launahækkanir sem ráðið hafði áður úrskurðað þeim til handa. Það sem vekur athygli mína varðandi þessa ákvörðun kjararáðs er annars vegar sú staðreynd að nú þegar aðilar vinnumarkaðarins, fyrir utan Kennarasamband Íslands og BHM, hafa sett ramma um launahækkanir almennings til næstu ára þá telur kjararáð forsendur til þess að hækka tiltekna hópa umfram aðra. Leggur ráðið þar til grundvallar þau sjónarmið að álag í starfi þessara einstaklinga hafi aukist svo mikið á síðustu misserum að það beri að meta til launa. Nú liggur fyrir að álag á kennara hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Kennarar búa við þann veruleika að nemendur þeirra sitja í kennslustundum með snjallsímana sína, sem eru ekki bara símar, heldur kvikmyndatökuvélar. Orð og athafnir kennarans geta þannig verið tekin upp, „editeruð“ og slitin úr samhengi og send þannig út í kosmósið. Nemendur geta tekið myndir af kennaranum sínum og sent á samfélagsmiðlana með niðrandi ummælum. Gerð er sú krafa að kennarinn sé til taks utan dagvinnumarka á fésbók eða svari tölvupóstum. Kennarinn má búa við opinbera umræðu um störf sín á samfélagsmiðlunum án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér og er oft fundinn sekur af dómstóli götunnar. Að vera kennari er ekkert endilega þægilegri innivinna en að vera forstjóri Útlendingastofnunar eða fangelsismálastjóri. Álag á kennara hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum sem og umsvif starfsins, líkt og þeirra sérfræðinga hjá hinu opinbera sem kjararáð telur rétt að hækka í launum. Við framhaldsskólakennarar munum halda þessu til haga í haust þegar við setjumst að samningaborðinu, kjararáð hefur lagt okkur til gott veganesti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun