Hver verður varaforsetaefni Hillary Clinton? Birgir Örn Steinarsson skrifar 16. júlí 2016 21:35 Það er gífurlega mikilvæg ákvörðun hvern Hillary velur sem varaforsetaefni sitt og gæti skipt sköpum í keppninni um Hvíta húsið. Vísir/Getty Nú þegar Donald Trump hefur kynnt Mike Pence sem varaforsetaefni sitt í komandi kosningum velta margir fyrir sér hverjum Hillary Clinton muni bjóða stöðuna. Búist er við því að hún tilkynni um varaforsetaefni sitt í næstu viku. Haft er eftir fjölda fólks innan demókrataflokksins að fjórir karlmenn og ein kona þykja líklegri en aðrir til þess að hreppa stöðuna.Tim KaineVísir/GettyMikilvægt að sigra í VirginíuFyrstur á lista er Tim Kaine þingmaður Virginia fylkis sem hefur tekið virkan þátt í kosningabaráttunni fyrir Clinton í sínu fylki. Hann er ötull stuðningsmaður Clinton þegar kemur að heilsumálum. Virginia fylki er eitt af fjólubláu fylkjunum svokölluðu en það eru þau fylki sem mjótt er á mununum á milli demókrataflokksins og repúblikana flokksins. Það gæti því verið mjög hagstætt fyrir Clinton að varaforsetaefni hennar komi þaðan. Kaine er kaþólskur og talar reiprennandi spænsku.Sherrod Brown.Vísir/GettyÞingsæti í hættuNæstur er Sherrod Brown þingmaður Ohio sem er annað fylki þar sem mjótt er á mununum. Talið er að baráttan gæti orðið hörð þar og því gæti það einnig verið heppilegt fyrir Clinton að hafa hann um borð í skútunni. Það spilar á móti honum að ef hann verður varaforseti þá þarf hann að hætta á þingi. Næstur inn þar er repúblikani sem þýðir að staða demókrataflokksins yrði veikari fyrir vikið. Einnig var hann mótfallinn NAFTA viðskiptasamningnum á sínum tíma sem Clinton studdi.Cory Booker.Vísir/GettyFyrrum borgarstjóri Newark er líklegurCory Booker er einn þeirra sem þykir líklegur en hann er þingmaður New Jersey og fyrrum borgarstjóri Newark. Hann þykir höfða vel til yngri kjósenda sem og þeldökkra. Hann þykir góður ræðumaður og kemur iðullega vel fyrir í fjölmiðlum. Honum hefur verið líkt við sjálfan Obama þegar kemur að rökræðum og hefur alla tíð notið mikils trausts á meðal fólksins.Tom Vilsac landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna.Vísir/GettyReynsluboltinnTom Vilsac núverandi landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna hefur einnig verið orðaður sem varaforsetaefni flokksins. Hann býr yfir mikilli reynslu af stjórnsýslunni og þyrfti því ekki mikinn aðlögunartíma í starfi. Clinton er sögð bera mikið traust til hans enda hefur hann alla tíð sýnt henni mikinn stuðning. Talað er um hann sem öruggasta valkostinn en líklegt þykir að hann verði aðeins fyrir valinu ef aðrir kostir bregðast.Elisabeth Warren.Vísir/GettyHörð í horn að taka og full af eldmóðiEina konan á listanum er Elisabeth Warren. Hún er þingmaður Massachusetts og er staðráðinn í því að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að sigra Donald Trump. Hún þykir mjög hörð á stefnumálum sínum og er Hillary sögð dást af eldmóði hennar. Af sama skapi er hún sögð of fljótfær til þess að tjá sig um einstaka mál. Af þeim sökum er nú talin vera ólíklegasti kosturinn. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump staðfestir að Mike Pence verður varaforsetaefni Staðfesti á Twitter í dag en heldur blaðamannafund á morgun. 15. júlí 2016 15:12 Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Sanders veitir Clinton stuðning sinn Vill gera allt til að koma í veg fyrir að Donald Trump verði forseti. 12. júlí 2016 16:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Nú þegar Donald Trump hefur kynnt Mike Pence sem varaforsetaefni sitt í komandi kosningum velta margir fyrir sér hverjum Hillary Clinton muni bjóða stöðuna. Búist er við því að hún tilkynni um varaforsetaefni sitt í næstu viku. Haft er eftir fjölda fólks innan demókrataflokksins að fjórir karlmenn og ein kona þykja líklegri en aðrir til þess að hreppa stöðuna.Tim KaineVísir/GettyMikilvægt að sigra í VirginíuFyrstur á lista er Tim Kaine þingmaður Virginia fylkis sem hefur tekið virkan þátt í kosningabaráttunni fyrir Clinton í sínu fylki. Hann er ötull stuðningsmaður Clinton þegar kemur að heilsumálum. Virginia fylki er eitt af fjólubláu fylkjunum svokölluðu en það eru þau fylki sem mjótt er á mununum á milli demókrataflokksins og repúblikana flokksins. Það gæti því verið mjög hagstætt fyrir Clinton að varaforsetaefni hennar komi þaðan. Kaine er kaþólskur og talar reiprennandi spænsku.Sherrod Brown.Vísir/GettyÞingsæti í hættuNæstur er Sherrod Brown þingmaður Ohio sem er annað fylki þar sem mjótt er á mununum. Talið er að baráttan gæti orðið hörð þar og því gæti það einnig verið heppilegt fyrir Clinton að hafa hann um borð í skútunni. Það spilar á móti honum að ef hann verður varaforseti þá þarf hann að hætta á þingi. Næstur inn þar er repúblikani sem þýðir að staða demókrataflokksins yrði veikari fyrir vikið. Einnig var hann mótfallinn NAFTA viðskiptasamningnum á sínum tíma sem Clinton studdi.Cory Booker.Vísir/GettyFyrrum borgarstjóri Newark er líklegurCory Booker er einn þeirra sem þykir líklegur en hann er þingmaður New Jersey og fyrrum borgarstjóri Newark. Hann þykir höfða vel til yngri kjósenda sem og þeldökkra. Hann þykir góður ræðumaður og kemur iðullega vel fyrir í fjölmiðlum. Honum hefur verið líkt við sjálfan Obama þegar kemur að rökræðum og hefur alla tíð notið mikils trausts á meðal fólksins.Tom Vilsac landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna.Vísir/GettyReynsluboltinnTom Vilsac núverandi landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna hefur einnig verið orðaður sem varaforsetaefni flokksins. Hann býr yfir mikilli reynslu af stjórnsýslunni og þyrfti því ekki mikinn aðlögunartíma í starfi. Clinton er sögð bera mikið traust til hans enda hefur hann alla tíð sýnt henni mikinn stuðning. Talað er um hann sem öruggasta valkostinn en líklegt þykir að hann verði aðeins fyrir valinu ef aðrir kostir bregðast.Elisabeth Warren.Vísir/GettyHörð í horn að taka og full af eldmóðiEina konan á listanum er Elisabeth Warren. Hún er þingmaður Massachusetts og er staðráðinn í því að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að sigra Donald Trump. Hún þykir mjög hörð á stefnumálum sínum og er Hillary sögð dást af eldmóði hennar. Af sama skapi er hún sögð of fljótfær til þess að tjá sig um einstaka mál. Af þeim sökum er nú talin vera ólíklegasti kosturinn.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump staðfestir að Mike Pence verður varaforsetaefni Staðfesti á Twitter í dag en heldur blaðamannafund á morgun. 15. júlí 2016 15:12 Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Sanders veitir Clinton stuðning sinn Vill gera allt til að koma í veg fyrir að Donald Trump verði forseti. 12. júlí 2016 16:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Trump staðfestir að Mike Pence verður varaforsetaefni Staðfesti á Twitter í dag en heldur blaðamannafund á morgun. 15. júlí 2016 15:12
Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00
Sanders veitir Clinton stuðning sinn Vill gera allt til að koma í veg fyrir að Donald Trump verði forseti. 12. júlí 2016 16:00