Íslenska fótboltalandsliðið með mestu yfirburðina á Norðurlöndum í sjö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2016 11:30 Birkir Bjarnason og Theódór Elmar Bjarnason eftir sigurleikinn á móti Englandi. Vísir/Getty Ísland er ekki aðeins með besta landslið Norðurlanda í karlaflokki heldur það langbesta ef marka má styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Íslenska liðið hækkar sig um tólf sæti og er í 22. sæti á nýja FIFA-listanum sem var gefinn út í morgun. Ísland er um leið átján sætum ofar en næsta Norðurlandaþjóð sem er Svíþjóð. Það þarf að fara alla leið aftur til september 2009 til að finna aðra eins yfirburði meðal Norðurlandaþjóðanna. Fyrir sjö árum síðan voru Danir í sextánda sæti FIFA-listans en næstir komu Svíar í 41. sæti og Norðmenn í 43. sæti. Danir voru þar með 25 sæta forskot. Íslenska liðið var þá í 96. sæti listans. 81 listi hefur verið gefinn út hjá FIFA síðan í septembermánuði 2009 en nú fyrst hefur þjóð verið með jafnmikið forskot og Danirnir höfðu fyrir sjö árum síðan. Íslenska liðið var líka með besta lið Norðurlanda á júnílistanum en þá var forskotið aðeins eitt sæti. Ísland var þá í 34. sæti en Svíar í 35. sæti og Danir í því 38. Á nýja listanum fóru þessar þjóðir aftur á móti í sitthvora áttina. Ísland hækkaði sig um tólf sæti en á meðan fóru Svíar niður um fimm sæti og Danir niður um sex sæti. Norðmenn og Finnar hækkuðu sig reyndar eins og Ísland en aðeins um tvö sæti. Norðmenn eru í 49. sæti og Finnar eru í 65. sæti. Færeyingar hröpuðu hinsvegar niður um heil 47 sæti á listanum og sitja í 136. sæti. Fram að því höfðu allar Norðurlandaþjóðirnar verið inn á topp hundrað á tólf listum í röð.Mesta forskot meðal Norðurlandaþjóða frá 2012:+18 sæti Ísland í júlí 2016 (Ísland í 22. sæti - Svíþjóð í 40. sæti)+10 sæti Danmörk í apríl 2015 (Danmörk í 28. sæti - Ísland í 38. sæti)+9 sæti Danmörk í júní 2014 (Danmörk í 23. sæti - Svíþjóð í 32. sæti) Danmörk í maí 2015 (Danmörk í 29. sæti - Ísland í 38. sæti) Danmörk í febrúar 2015 (Danmörk í 28. sæti - Ísland í 37. sæti)+8 sæti Danmörk í febrúar 2012 (Danmörk í 10. sæti - Svíþjóð í 18. sæti) Danmörk í apríl 2012 (Danmörk í 9. sæti - Svíþjóð í 17. sæti) Danmörk í júní 2012 (Danmörk í 9. sæti - Svíþjóð í 17. sæti) Danmörk í september 2012 (Danmörk í 10. sæti - Svíþjóð í 18. sæti) Danmörk í júní 2015 (Danmörk í 29. sæti - Ísland í 37. sæti) EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ísland ekki bara besta lið Norðurlanda heldur það langbesta Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun hoppa upp um heil tólf sæti á nýjum FIFA-lista sem verður gefinn út á fimmtudaginn en þetta kemur fram í spá spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. 11. júlí 2016 09:00 Íslenska víkingaklappið komið alla leið til Papúa Nýju-Gíneu Frábær framganga íslenska landsliðsins með stuðningsmönnum sínum í leikslok hefur ýtt undir mikinn áhuga heimsins á íslenska fótboltalandsliðinu. 11. júlí 2016 16:00 Tólf sæta stökk strákanna okkar á FIFA-listanum staðfest Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 22. sæti á nýjasta FIFA-listanum sem var formlega gefinn út í morgun en Ísland hefur aldrei verið ofar á heimslista karlafótboltans. 14. júlí 2016 08:45 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
Ísland er ekki aðeins með besta landslið Norðurlanda í karlaflokki heldur það langbesta ef marka má styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Íslenska liðið hækkar sig um tólf sæti og er í 22. sæti á nýja FIFA-listanum sem var gefinn út í morgun. Ísland er um leið átján sætum ofar en næsta Norðurlandaþjóð sem er Svíþjóð. Það þarf að fara alla leið aftur til september 2009 til að finna aðra eins yfirburði meðal Norðurlandaþjóðanna. Fyrir sjö árum síðan voru Danir í sextánda sæti FIFA-listans en næstir komu Svíar í 41. sæti og Norðmenn í 43. sæti. Danir voru þar með 25 sæta forskot. Íslenska liðið var þá í 96. sæti listans. 81 listi hefur verið gefinn út hjá FIFA síðan í septembermánuði 2009 en nú fyrst hefur þjóð verið með jafnmikið forskot og Danirnir höfðu fyrir sjö árum síðan. Íslenska liðið var líka með besta lið Norðurlanda á júnílistanum en þá var forskotið aðeins eitt sæti. Ísland var þá í 34. sæti en Svíar í 35. sæti og Danir í því 38. Á nýja listanum fóru þessar þjóðir aftur á móti í sitthvora áttina. Ísland hækkaði sig um tólf sæti en á meðan fóru Svíar niður um fimm sæti og Danir niður um sex sæti. Norðmenn og Finnar hækkuðu sig reyndar eins og Ísland en aðeins um tvö sæti. Norðmenn eru í 49. sæti og Finnar eru í 65. sæti. Færeyingar hröpuðu hinsvegar niður um heil 47 sæti á listanum og sitja í 136. sæti. Fram að því höfðu allar Norðurlandaþjóðirnar verið inn á topp hundrað á tólf listum í röð.Mesta forskot meðal Norðurlandaþjóða frá 2012:+18 sæti Ísland í júlí 2016 (Ísland í 22. sæti - Svíþjóð í 40. sæti)+10 sæti Danmörk í apríl 2015 (Danmörk í 28. sæti - Ísland í 38. sæti)+9 sæti Danmörk í júní 2014 (Danmörk í 23. sæti - Svíþjóð í 32. sæti) Danmörk í maí 2015 (Danmörk í 29. sæti - Ísland í 38. sæti) Danmörk í febrúar 2015 (Danmörk í 28. sæti - Ísland í 37. sæti)+8 sæti Danmörk í febrúar 2012 (Danmörk í 10. sæti - Svíþjóð í 18. sæti) Danmörk í apríl 2012 (Danmörk í 9. sæti - Svíþjóð í 17. sæti) Danmörk í júní 2012 (Danmörk í 9. sæti - Svíþjóð í 17. sæti) Danmörk í september 2012 (Danmörk í 10. sæti - Svíþjóð í 18. sæti) Danmörk í júní 2015 (Danmörk í 29. sæti - Ísland í 37. sæti)
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ísland ekki bara besta lið Norðurlanda heldur það langbesta Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun hoppa upp um heil tólf sæti á nýjum FIFA-lista sem verður gefinn út á fimmtudaginn en þetta kemur fram í spá spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. 11. júlí 2016 09:00 Íslenska víkingaklappið komið alla leið til Papúa Nýju-Gíneu Frábær framganga íslenska landsliðsins með stuðningsmönnum sínum í leikslok hefur ýtt undir mikinn áhuga heimsins á íslenska fótboltalandsliðinu. 11. júlí 2016 16:00 Tólf sæta stökk strákanna okkar á FIFA-listanum staðfest Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 22. sæti á nýjasta FIFA-listanum sem var formlega gefinn út í morgun en Ísland hefur aldrei verið ofar á heimslista karlafótboltans. 14. júlí 2016 08:45 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
Ísland ekki bara besta lið Norðurlanda heldur það langbesta Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun hoppa upp um heil tólf sæti á nýjum FIFA-lista sem verður gefinn út á fimmtudaginn en þetta kemur fram í spá spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. 11. júlí 2016 09:00
Íslenska víkingaklappið komið alla leið til Papúa Nýju-Gíneu Frábær framganga íslenska landsliðsins með stuðningsmönnum sínum í leikslok hefur ýtt undir mikinn áhuga heimsins á íslenska fótboltalandsliðinu. 11. júlí 2016 16:00
Tólf sæta stökk strákanna okkar á FIFA-listanum staðfest Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 22. sæti á nýjasta FIFA-listanum sem var formlega gefinn út í morgun en Ísland hefur aldrei verið ofar á heimslista karlafótboltans. 14. júlí 2016 08:45