Tólf sæta stökk strákanna okkar á FIFA-listanum staðfest Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2016 08:45 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. Vísir/EPA Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 22. sæti á nýjasta FIFA-listanum sem var formlega gefinn út í morgun en Ísland hefur aldrei verið ofar á heimslista karlafótboltans. Vísir sagði frá þessu stóra stökki strákanna okkar strax á mánudaginn þar sem farið var eftir áreiðanlegu útreikninum spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Gamla metið var 23. sæti sem liðið hefur þrisvar komist í áður eða í júlí, september og október 2015. Íslenska liðið hoppar upp um tólf sæti þökk sé frábærum árangri liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem strákarnir okkar komust alla leið í átta liða úrslitin. Íslands vann bæði Austurríki og England á EM í Frakklandi en báðar þjóðirnar eru enn fyrir ofan Ísland á listanum þótt að Austurríkismenn falli niður um ellefu sæti og sitji nú í næsta sæti fyrir ofan Ísland. Íslenska liðið fékk 1692.9 stig fyrir sigurinn á Austurríki og 1683.99 fyrir sigurinn á Englandi en í samanburði fékk Ísland aðeins 148.5 stig fyrir sigurinn á Liechtenstein. Meðal þjóða sem Ísland fór upp fyrir eru Slóvakía, Rúmenía, Bandaríkin, Holland, Kosta Ríka, Norður-Írland, Bosnía, Úkraína og Írland. Ísland er nú langefst af Norðurlandaþjóðunum en næstir koma Svíar í 40. sæti eða 18 sætum neðar en Ísland. Danir eru síðan í 44. sætinu. Argentína er áfram í efsta sæti FIFA-listans og fimm efstu sætin breytast ekkert. Næst koma því Belgía, Kólumbía, Þýskaland og Síle. Nýkrýndir Evrópumeistarar Portúgals fara upp um tvö sæti og upp í sjötta sæti. Frakkar eru í sjöunda sæti en þeir hækkuðu sig um heil tíu sæti. Spánn og Brasilía detta næði niður um tvö sæti en eru þó áfram inn á topp tíu. Ítalir eru í tíunda sætinu en í næsta sæti fyrir neðan er Wales sem hækkar sig um fimmtán sæti og fer upp í 11. sæti. Króatar (upp um 12. sæti í 15. sætið) og Pólverjar (upp um 11. sæti í 16. sætið) hækka sig líka mikið á þessum nýjasta lista en hér fyrir neðan má sjá 50 efstu sætin. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 22. sæti á nýjasta FIFA-listanum sem var formlega gefinn út í morgun en Ísland hefur aldrei verið ofar á heimslista karlafótboltans. Vísir sagði frá þessu stóra stökki strákanna okkar strax á mánudaginn þar sem farið var eftir áreiðanlegu útreikninum spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Gamla metið var 23. sæti sem liðið hefur þrisvar komist í áður eða í júlí, september og október 2015. Íslenska liðið hoppar upp um tólf sæti þökk sé frábærum árangri liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem strákarnir okkar komust alla leið í átta liða úrslitin. Íslands vann bæði Austurríki og England á EM í Frakklandi en báðar þjóðirnar eru enn fyrir ofan Ísland á listanum þótt að Austurríkismenn falli niður um ellefu sæti og sitji nú í næsta sæti fyrir ofan Ísland. Íslenska liðið fékk 1692.9 stig fyrir sigurinn á Austurríki og 1683.99 fyrir sigurinn á Englandi en í samanburði fékk Ísland aðeins 148.5 stig fyrir sigurinn á Liechtenstein. Meðal þjóða sem Ísland fór upp fyrir eru Slóvakía, Rúmenía, Bandaríkin, Holland, Kosta Ríka, Norður-Írland, Bosnía, Úkraína og Írland. Ísland er nú langefst af Norðurlandaþjóðunum en næstir koma Svíar í 40. sæti eða 18 sætum neðar en Ísland. Danir eru síðan í 44. sætinu. Argentína er áfram í efsta sæti FIFA-listans og fimm efstu sætin breytast ekkert. Næst koma því Belgía, Kólumbía, Þýskaland og Síle. Nýkrýndir Evrópumeistarar Portúgals fara upp um tvö sæti og upp í sjötta sæti. Frakkar eru í sjöunda sæti en þeir hækkuðu sig um heil tíu sæti. Spánn og Brasilía detta næði niður um tvö sæti en eru þó áfram inn á topp tíu. Ítalir eru í tíunda sætinu en í næsta sæti fyrir neðan er Wales sem hækkar sig um fimmtán sæti og fer upp í 11. sæti. Króatar (upp um 12. sæti í 15. sætið) og Pólverjar (upp um 11. sæti í 16. sætið) hækka sig líka mikið á þessum nýjasta lista en hér fyrir neðan má sjá 50 efstu sætin.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira