Brexit hefur ekki áhrif á stefnu Easyjet varðandi Ísland Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. júlí 2016 08:43 Easyjet hóf flugferðir til Íslands árið 2012 og hefur þeim farið ört fjölgandi. Vísir/Pjetur Andy Cockburn, talsmaður Easy Jet, segir stefnu flugfélagsins hvað varðar flugferðir til Íslands ekki hafa breyst í kjölfar þess að Bretar kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu að fara út úr Evrópusambandinu. Búist var við því að í kjölfar ákvörðunarinnar myndi eftirspurn Breta eftir ferðum til Íslands, og ferðalögum almennt, minnka vegna lækkunar breska pundsins. Frá þessu er greint á vef Túrista. Easy Jet flýgur mikið til Íslands og er í raun stærsta erlenda flugfélagið hér á landi. Komu hingað til lands 149 Easy Jet þotur í mars síðastliðnum. Enn sem komið er virðast Bretar ekki hafa látið Brexit, en það hefur þjóðaratkvæðagreiðslan verið kölluð, haft áhrif á ferðaáætlanir sínar. „Eftirspurn eftir flugi okkar til Íslands heldur áfram að vera mikil. Síðustu ár höfum bætt við nýjum flugleiðum til Íslands og Reykjavík er ennþá ört vaxandi markaður fyrir easyJet. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar mun ekki hafa nein efnisleg áhrif á stefnu okkar sem byggist á því að fókusera á leiðandi flugvelli og svæði sem mikil eftirspurn er eftir,” segir Andy Cockburn. Enn er þó tiltölulega stutt síðan gengið var til kosninga um Brexit eða um þrjár vikur og því erfitt að segja með fullri vissu hvort Brexit hafi letjandi áhrif á ferðahug Breta. Fjölmargir Bretar hafa lagt leið sína til Íslands á undanförnum árum. Bretar voru 33 prósent ferðamanna sem komu til Íslands í febrúar á þessu ári eða rúmlega 43 þúsund samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Bretar hafa undanfarin ár verið hvað duglegastir allra þjóðerna við að koma til Íslands á vetrarmánuðum. Á sama tíma komu rúmlega 16 þúsund Bandaríkjamenn sem var sú þjóð sem átti flesta ferðamenn á Íslandi á eftir Bretum. Því eru breskir ferðamenn afar mikilvægir ferðaþjónustunni, sérstaklega utan háannatíma. Brexit Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Theresa May tekur við af Cameron í dag Theresa May, nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands, er sögð ótúreiknanleg og erfið viðureignar. 13. júlí 2016 06:00 Þjóðverjar setja pressu á nýjan forsætisráðherra Bretlands Angela Merkel vill að Bretar drífi sig í því að hefja viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 12. júlí 2016 17:58 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Andy Cockburn, talsmaður Easy Jet, segir stefnu flugfélagsins hvað varðar flugferðir til Íslands ekki hafa breyst í kjölfar þess að Bretar kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu að fara út úr Evrópusambandinu. Búist var við því að í kjölfar ákvörðunarinnar myndi eftirspurn Breta eftir ferðum til Íslands, og ferðalögum almennt, minnka vegna lækkunar breska pundsins. Frá þessu er greint á vef Túrista. Easy Jet flýgur mikið til Íslands og er í raun stærsta erlenda flugfélagið hér á landi. Komu hingað til lands 149 Easy Jet þotur í mars síðastliðnum. Enn sem komið er virðast Bretar ekki hafa látið Brexit, en það hefur þjóðaratkvæðagreiðslan verið kölluð, haft áhrif á ferðaáætlanir sínar. „Eftirspurn eftir flugi okkar til Íslands heldur áfram að vera mikil. Síðustu ár höfum bætt við nýjum flugleiðum til Íslands og Reykjavík er ennþá ört vaxandi markaður fyrir easyJet. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar mun ekki hafa nein efnisleg áhrif á stefnu okkar sem byggist á því að fókusera á leiðandi flugvelli og svæði sem mikil eftirspurn er eftir,” segir Andy Cockburn. Enn er þó tiltölulega stutt síðan gengið var til kosninga um Brexit eða um þrjár vikur og því erfitt að segja með fullri vissu hvort Brexit hafi letjandi áhrif á ferðahug Breta. Fjölmargir Bretar hafa lagt leið sína til Íslands á undanförnum árum. Bretar voru 33 prósent ferðamanna sem komu til Íslands í febrúar á þessu ári eða rúmlega 43 þúsund samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Bretar hafa undanfarin ár verið hvað duglegastir allra þjóðerna við að koma til Íslands á vetrarmánuðum. Á sama tíma komu rúmlega 16 þúsund Bandaríkjamenn sem var sú þjóð sem átti flesta ferðamenn á Íslandi á eftir Bretum. Því eru breskir ferðamenn afar mikilvægir ferðaþjónustunni, sérstaklega utan háannatíma.
Brexit Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Theresa May tekur við af Cameron í dag Theresa May, nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands, er sögð ótúreiknanleg og erfið viðureignar. 13. júlí 2016 06:00 Þjóðverjar setja pressu á nýjan forsætisráðherra Bretlands Angela Merkel vill að Bretar drífi sig í því að hefja viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 12. júlí 2016 17:58 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Theresa May tekur við af Cameron í dag Theresa May, nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands, er sögð ótúreiknanleg og erfið viðureignar. 13. júlí 2016 06:00
Þjóðverjar setja pressu á nýjan forsætisráðherra Bretlands Angela Merkel vill að Bretar drífi sig í því að hefja viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 12. júlí 2016 17:58