Mikilvægasta kosningamálið Vigfús Bjarni Albertsson skrifar 14. júlí 2016 07:00 Kæri stjórnmálamaður/stjórnmálakona. Nú styttist í kosningar. Það eru krefjandi tímar fram undan hjá þér. Mig langar að biðja þig verðandi leiðtogi að kynna þér sérstaklega heilbrigðismálin í landinu og þá ekki síst Þjóðarsjúkrahúsið og mikilvægi þess fyrir heill landsins. Ég er með nokkrar hugmyndir fyrir þig sem gæti verið gott veganesti út í kosningarnar sem vonandi verða í haust. Ég held að það væri gott ráð fyrir þig að hitta sem flest heilbrigðisstarfsfólk og sjá og heyra í þeim beint hvernig vinnuaðstæður eru. Það væri mikilvægt fyrir þig að heyra hvernig vinnuálaginu er háttað, hvernig aðstæður eru. Gott væri að spyrja þetta starfsfólk hvernig því líður og hvað það telur að sé mikilvægast að gera til að varðveita mannauðinn í þessum störfum. Ég held að þú munir heyra að margt af þessu fólki er þreytt og undir allt of miklu álagi. Það er mikilvægt fyrir þig, kæri leiðtogi, að huga að þessu. Annað mikilvægt atriði væri að þú talaðir beint við sjúklingahópa, það fólk sem þarf að nota heilbrigðiskerfið. Að þú spyrðir hvernig það er vera þiggjandi heilbrigðisþjónustunnar. Það væri mikilvægt fyrir þig að heyra hverjar áhyggjurnar eru þegar kemur að því að vera þiggjandi þjónustunnar. Þú gætir líka hitt aðstandendur og spurt hvernig það er að vera með fólki í þeim aðstæðum sem heilbrigðiskerfið býður upp á því með hverjum sjúkling eru margir einstaklingar sem teljast til fjölskyldu viðkomandi. Það er gott fyrir þig, verðandi leiðtogi, að heyra sögurnar beint. Þú veist jafnvel og ég að að baki öllum tölum og umræðum um peninga eru persónulegar sögur. Sögur sem geyma tilfinningar, lífsreynslu, von og ótta. Það batna allir við að heyra slíkar sögur. Ég veit að þú vilt vel með framboði þínu, og að þekkja til lífsreynslu fólks eykur samúð þína sem er ekki síðri viska en hagvísindi. Það er ósk mín að þið, stjórnmálafólk þessa lands, gerið heilbrigðismálin að forgangsmáli og þá ekki síst Þjóðarsjúkrahúsið okkar. Gangi ykkur vel og varðveitið vel þá sýn að þið eruð í þjónustu við okkur almenning í því að búa til betra samfélag. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Vigfús Bjarni Albertsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri stjórnmálamaður/stjórnmálakona. Nú styttist í kosningar. Það eru krefjandi tímar fram undan hjá þér. Mig langar að biðja þig verðandi leiðtogi að kynna þér sérstaklega heilbrigðismálin í landinu og þá ekki síst Þjóðarsjúkrahúsið og mikilvægi þess fyrir heill landsins. Ég er með nokkrar hugmyndir fyrir þig sem gæti verið gott veganesti út í kosningarnar sem vonandi verða í haust. Ég held að það væri gott ráð fyrir þig að hitta sem flest heilbrigðisstarfsfólk og sjá og heyra í þeim beint hvernig vinnuaðstæður eru. Það væri mikilvægt fyrir þig að heyra hvernig vinnuálaginu er háttað, hvernig aðstæður eru. Gott væri að spyrja þetta starfsfólk hvernig því líður og hvað það telur að sé mikilvægast að gera til að varðveita mannauðinn í þessum störfum. Ég held að þú munir heyra að margt af þessu fólki er þreytt og undir allt of miklu álagi. Það er mikilvægt fyrir þig, kæri leiðtogi, að huga að þessu. Annað mikilvægt atriði væri að þú talaðir beint við sjúklingahópa, það fólk sem þarf að nota heilbrigðiskerfið. Að þú spyrðir hvernig það er vera þiggjandi heilbrigðisþjónustunnar. Það væri mikilvægt fyrir þig að heyra hverjar áhyggjurnar eru þegar kemur að því að vera þiggjandi þjónustunnar. Þú gætir líka hitt aðstandendur og spurt hvernig það er að vera með fólki í þeim aðstæðum sem heilbrigðiskerfið býður upp á því með hverjum sjúkling eru margir einstaklingar sem teljast til fjölskyldu viðkomandi. Það er gott fyrir þig, verðandi leiðtogi, að heyra sögurnar beint. Þú veist jafnvel og ég að að baki öllum tölum og umræðum um peninga eru persónulegar sögur. Sögur sem geyma tilfinningar, lífsreynslu, von og ótta. Það batna allir við að heyra slíkar sögur. Ég veit að þú vilt vel með framboði þínu, og að þekkja til lífsreynslu fólks eykur samúð þína sem er ekki síðri viska en hagvísindi. Það er ósk mín að þið, stjórnmálafólk þessa lands, gerið heilbrigðismálin að forgangsmáli og þá ekki síst Þjóðarsjúkrahúsið okkar. Gangi ykkur vel og varðveitið vel þá sýn að þið eruð í þjónustu við okkur almenning í því að búa til betra samfélag. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun