Eiður Smári verður ekki aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2016 12:00 Eiður Smári Guðjohnsen var gestur „Í bítinu" á Bylgjunni í morgun og þar kom fram að hann sækist ekki eftir því að verða aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar í íslenska landsliðinu. Eiður Smári var nefndur sem mögulegur aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar en Heimir er nú eini þjálfari íslenska liðsins eftir að Lars Lagerbäck hætti með liðið eftir EM 2016. Eiður Smári ræddi um knattspyrnuskóla Barcelona í útvarpsviðtalinu en skólinn hefur farið fram hér á landi á síðustu dögum. Eiður Smári var að þjálfa í skólanum en hann er nýkominn heim úr frábærri för íslenska landsliðsins til Frakklands. Heimir hefur ekki ráðið sér aðstoðarmann og talað um það sjálfur út í Frakklandi að það kæmi alveg til greina að fá Eið Smára inn í þjálfarateymið. Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki gefið það formlega út að hann sé hættur í landsliðinu eða hættur að spila fótbolta en margir sjá það sem flottan endapunkt á frábærum ferli að spila síðasta leikinn í átta liða úrslitum á EM. „Ég upplifði mig svolítið sem þjálfara á tímabili í Frakklandi af því að margir voru að spyrja af því hvað ég hafði sagt á fundum og hvað ég hefði sagt við leikmenn til að halda ró þeirra eða taka burtu einhvern taugastrekking," sagði Eiður í viðtalinu og bætti við: „Ég gerði þetta bara sem eldri leikmaður. Ég var í engu þjálfarahlutverki og var ekkert byrjaður í að setja mig inn í það. Ég er leikmaður með reynslu og róaði aðeins mannskapinn niður. Ég gaf bara af mér sem mér fannst ég þurfa og gat gefið," sagði Eiður Smári. „Ég er ekki á leiðinni að verða þjálfari eða á leiðinni inn í þjálfarateymið. Ég vona samt að það sem ég gerði hafi virkað. Ég sé mig alveg verða þjálfara í framtíðinni en ekki á næstunni," sagði Eiður Smári. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var gestur „Í bítinu" á Bylgjunni í morgun og þar kom fram að hann sækist ekki eftir því að verða aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar í íslenska landsliðinu. Eiður Smári var nefndur sem mögulegur aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar en Heimir er nú eini þjálfari íslenska liðsins eftir að Lars Lagerbäck hætti með liðið eftir EM 2016. Eiður Smári ræddi um knattspyrnuskóla Barcelona í útvarpsviðtalinu en skólinn hefur farið fram hér á landi á síðustu dögum. Eiður Smári var að þjálfa í skólanum en hann er nýkominn heim úr frábærri för íslenska landsliðsins til Frakklands. Heimir hefur ekki ráðið sér aðstoðarmann og talað um það sjálfur út í Frakklandi að það kæmi alveg til greina að fá Eið Smára inn í þjálfarateymið. Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki gefið það formlega út að hann sé hættur í landsliðinu eða hættur að spila fótbolta en margir sjá það sem flottan endapunkt á frábærum ferli að spila síðasta leikinn í átta liða úrslitum á EM. „Ég upplifði mig svolítið sem þjálfara á tímabili í Frakklandi af því að margir voru að spyrja af því hvað ég hafði sagt á fundum og hvað ég hefði sagt við leikmenn til að halda ró þeirra eða taka burtu einhvern taugastrekking," sagði Eiður í viðtalinu og bætti við: „Ég gerði þetta bara sem eldri leikmaður. Ég var í engu þjálfarahlutverki og var ekkert byrjaður í að setja mig inn í það. Ég er leikmaður með reynslu og róaði aðeins mannskapinn niður. Ég gaf bara af mér sem mér fannst ég þurfa og gat gefið," sagði Eiður Smári. „Ég er ekki á leiðinni að verða þjálfari eða á leiðinni inn í þjálfarateymið. Ég vona samt að það sem ég gerði hafi virkað. Ég sé mig alveg verða þjálfara í framtíðinni en ekki á næstunni," sagði Eiður Smári. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Sjá meira