Kínverska gengissigið lars christensen skrifar 13. júlí 2016 11:00 Í fyrrasumar olli það verulegum taugatitringi á mörkuðum um allan heim þegar vangaveltur um gengisfall hins kínverska renminbis fóru vaxandi. En það sem hefur vakið miklu minni athygli er að kínverski seðlabankinn – Alþýðubanki Kína (PBoC) – virðist á síðustu tíu mánuðum eða svo hafa tekið upp þá stefnu að láta kínverskt renminbi síga hægt. Þannig er það mjög greinilegt að PBoC bindur nú ekki gengi renminbis við bandaríska dollarann og hann heldur ekki einu sinni gjaldmiðlinum stöðugum gagnvart myntkörfu eins og sumir höfðu getið sér til að yrði nýja stefnan fyrir ekki svo löngu. Ef við lítum á nafnvirði vegins meðalgengis renminbis gagnvart myntkörfunni sjáum við að kínverski gjaldmiðillinn hefur veikst um 5-6% síðan í október á síðasta ári. Það virðist kannski ekki mikið en ef gengissigið heldur áfram með sama hraða jafngildir það árlegu gengissigi kínverska gjaldmiðilsins um meira en 10% og þessa stundina eru engin merki um að PBoC ætli að hægja á gengissiginu. Reyndar lítur út fyrir að hraði gengissigsins hafi aukist nokkuð á síðustu vikum.Það ætti að vegsama renminbiSumir kynnu að halda því fram að Kínverjar séu nú í hættulegu „gjaldmiðlastríði“ og að það séu engir sigurvegarar í keppni um að veikja gjaldmiðla. En þeir líta fram hjá mikilvægu atriði – að Kína þarf lausbeislaðri peningamálastefnu til að tryggja að niðursveiflan í kínverska hagkerfinu breytist ekki í algera efnahagslægð. Þannig er gengislækkun renminbis aðeins afleiðing þess að kínverski seðlabankinn er að losa um peningamálastefnuna og er sem slík jákvæð fyrir öll hagkerfi heimsins, sem myndu skaðast verulega ef kínverska hagkerfið – það næststærsta í heimi – félli niður í efnahagslægð. Í verðhjöðnunarheimi ættum við að taka „gjaldmiðlastríðum“ fagnandi – í þeim skilningi að heimskeppni í að prenta peninga er einmitt það sem þarf til að halda aftur af verðhjöðnunarþrýstingi. Heimurinn í dag líkist fjórða áratugnum meira en þeim áttunda. Vandamálið á heimsvísu er ekki of mikil verðbólga heldur of mikil verðhjöðnun. Auk þess ættu menn að athuga að PBoC er að reyna að vega upp á móti áhrifum hertari peningamarkaðsskilyrða í Bandaríkjunum á kínverska hagkerfið. Þannig er það sennilega ekki tilviljun að eftir á að hyggja virðist PBoC hafa hafið gengissigsstefnu sína um sama leyti og seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti í október í fyrra að hann ætlaði að hækka stýrivexti nokkrum sinnum á árinu 2016. Hnattræna hagkerfið hefur hægt verulega á sér síðasta árið og á meðan áhyggjur af hagkerfi Bretlands og evrusvæðisins fara vaxandi er það rétt af PBoC að halda áfram að leyfa renminbi að veikjast. Reyndar gæti hraðara gengisfall renminbis átt rétt á sér og það gæti komið til þess fyrr en seinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Í fyrrasumar olli það verulegum taugatitringi á mörkuðum um allan heim þegar vangaveltur um gengisfall hins kínverska renminbis fóru vaxandi. En það sem hefur vakið miklu minni athygli er að kínverski seðlabankinn – Alþýðubanki Kína (PBoC) – virðist á síðustu tíu mánuðum eða svo hafa tekið upp þá stefnu að láta kínverskt renminbi síga hægt. Þannig er það mjög greinilegt að PBoC bindur nú ekki gengi renminbis við bandaríska dollarann og hann heldur ekki einu sinni gjaldmiðlinum stöðugum gagnvart myntkörfu eins og sumir höfðu getið sér til að yrði nýja stefnan fyrir ekki svo löngu. Ef við lítum á nafnvirði vegins meðalgengis renminbis gagnvart myntkörfunni sjáum við að kínverski gjaldmiðillinn hefur veikst um 5-6% síðan í október á síðasta ári. Það virðist kannski ekki mikið en ef gengissigið heldur áfram með sama hraða jafngildir það árlegu gengissigi kínverska gjaldmiðilsins um meira en 10% og þessa stundina eru engin merki um að PBoC ætli að hægja á gengissiginu. Reyndar lítur út fyrir að hraði gengissigsins hafi aukist nokkuð á síðustu vikum.Það ætti að vegsama renminbiSumir kynnu að halda því fram að Kínverjar séu nú í hættulegu „gjaldmiðlastríði“ og að það séu engir sigurvegarar í keppni um að veikja gjaldmiðla. En þeir líta fram hjá mikilvægu atriði – að Kína þarf lausbeislaðri peningamálastefnu til að tryggja að niðursveiflan í kínverska hagkerfinu breytist ekki í algera efnahagslægð. Þannig er gengislækkun renminbis aðeins afleiðing þess að kínverski seðlabankinn er að losa um peningamálastefnuna og er sem slík jákvæð fyrir öll hagkerfi heimsins, sem myndu skaðast verulega ef kínverska hagkerfið – það næststærsta í heimi – félli niður í efnahagslægð. Í verðhjöðnunarheimi ættum við að taka „gjaldmiðlastríðum“ fagnandi – í þeim skilningi að heimskeppni í að prenta peninga er einmitt það sem þarf til að halda aftur af verðhjöðnunarþrýstingi. Heimurinn í dag líkist fjórða áratugnum meira en þeim áttunda. Vandamálið á heimsvísu er ekki of mikil verðbólga heldur of mikil verðhjöðnun. Auk þess ættu menn að athuga að PBoC er að reyna að vega upp á móti áhrifum hertari peningamarkaðsskilyrða í Bandaríkjunum á kínverska hagkerfið. Þannig er það sennilega ekki tilviljun að eftir á að hyggja virðist PBoC hafa hafið gengissigsstefnu sína um sama leyti og seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti í október í fyrra að hann ætlaði að hækka stýrivexti nokkrum sinnum á árinu 2016. Hnattræna hagkerfið hefur hægt verulega á sér síðasta árið og á meðan áhyggjur af hagkerfi Bretlands og evrusvæðisins fara vaxandi er það rétt af PBoC að halda áfram að leyfa renminbi að veikjast. Reyndar gæti hraðara gengisfall renminbis átt rétt á sér og það gæti komið til þess fyrr en seinna.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun