Cantona syngur "Let it go“ og er ekki í vafa: Ísland átti lið Evrópumótsins 2016 | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2016 08:30 Eric Cantona, eða „Commissioner of Football" eins og hann hefur kallað sig á Eurosport á meðan Evrópukeppnin í fótbolta hefur verið í gangi, er nú búinn að gera upp EM í Frakklandi. Cantona hefur slegið í gegn í myndböndum sínum á Eurosport. Eric Cantona hefur oftast verið nefndur Kóngurinn af Manchester þar sem hann fór á kostum með United-liðinu á fimm sigursælum tímabilum en Frakkinn hefur einnig farið á kostum í þessari skemmtilegu myndbandaseríu á Eurosport. Cantona lék með Manchester United á árunum 1992 til 1997, skoraði 70 mörk í 156 deildarleikjum og vann sex stóra titla með félaginu.Eric Cantona náði aðeins að taka þátt í einu Evrópumóti með Frökkum en það var EM 1992 í Svíþjóð þar sem franska liðið sat eftir riðlinum. Cantona kom hinsvegar að nýloknu Evrópumóti í heimalandi sínu með stafinn og grínið að vopni þar sem hann fór reglulega yfir það sem gerðist á mótinu og setti atburðina í samhengi við sinn feril og sitt sjónarhorn á fótboltann. Í síðasta þætti sínum gerir Cantona upp úrslitaleikinn á milli Portúgal og Frakklands og síðan í framhaldinu deilir hann út verðlaunum sínum í uppgjöri þáttarins á EM 2016. Húmorinn er þarna í fyrirrúmi og það vantar ekki sjálftraustið í Cantona eins og vanalega Hann hefur eitthvað dundað sér við að leika í myndum síðustu árin og sú æfing hefur greinilega skilað sér. Cristiano Ronaldo og fiðrildin fá sem dæmi sitt pláss í þættinum sem og að hann notar enn einu sinni tækifæri til að gera grín að enska landsliðinu sem datt svo óvænt út á móti því íslenska í sextán liða úrslitunum. Það er hinsvegar ekkert nýtt við það að Frakkinn njóti sín vel í sviðsljósinu og fyrir framan myndavélarnar. Okkur Íslendingum þykir vænst um það að sjá að Eric Cantona valdi Ísland besta lið mótsins en hér fyrir neðan má sjá hvernig hann blandar saman strákunum okkar og laginu „Let it go" úr Disney-teiknimyndinni Frozen. Það er hægt að sjá þetta stórskemmtilega myndband hér fyrir neðan."Let it go…"Eric Cantona's farewell to Euro 2016 features a Disney sing-along!https://t.co/JBaTfNVZL8— Eurosport UK (@Eurosport_UK) July 12, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Cantona segir Gumma Ben hafa fengið fullnægingu: „Vonandi vakti hann ekki eldfjöll með öskrunum“ Eric Cantona lætur gamminn geysa í nýju myndbandi Eurosport. 25. júní 2016 11:30 Cantona vill taka við Englandi og lofar tapa aldrei fyrir lítilli frosinni Eyju Eric Cantona tapar ekki fyrir liði þar sem markvörðurinn er leikstjóri og þjálfarinn tannlæknir. 2. júlí 2016 08:32 EM-dagbókin: Frá jafnteflissigrum yfir í tröllatrú á hið ómögulega Elstu minningar mínar af landsleikjum í fótbolta eru af leikjum gegn Frökkum. 2. júlí 2016 06:00 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Sjá meira
Eric Cantona, eða „Commissioner of Football" eins og hann hefur kallað sig á Eurosport á meðan Evrópukeppnin í fótbolta hefur verið í gangi, er nú búinn að gera upp EM í Frakklandi. Cantona hefur slegið í gegn í myndböndum sínum á Eurosport. Eric Cantona hefur oftast verið nefndur Kóngurinn af Manchester þar sem hann fór á kostum með United-liðinu á fimm sigursælum tímabilum en Frakkinn hefur einnig farið á kostum í þessari skemmtilegu myndbandaseríu á Eurosport. Cantona lék með Manchester United á árunum 1992 til 1997, skoraði 70 mörk í 156 deildarleikjum og vann sex stóra titla með félaginu.Eric Cantona náði aðeins að taka þátt í einu Evrópumóti með Frökkum en það var EM 1992 í Svíþjóð þar sem franska liðið sat eftir riðlinum. Cantona kom hinsvegar að nýloknu Evrópumóti í heimalandi sínu með stafinn og grínið að vopni þar sem hann fór reglulega yfir það sem gerðist á mótinu og setti atburðina í samhengi við sinn feril og sitt sjónarhorn á fótboltann. Í síðasta þætti sínum gerir Cantona upp úrslitaleikinn á milli Portúgal og Frakklands og síðan í framhaldinu deilir hann út verðlaunum sínum í uppgjöri þáttarins á EM 2016. Húmorinn er þarna í fyrirrúmi og það vantar ekki sjálftraustið í Cantona eins og vanalega Hann hefur eitthvað dundað sér við að leika í myndum síðustu árin og sú æfing hefur greinilega skilað sér. Cristiano Ronaldo og fiðrildin fá sem dæmi sitt pláss í þættinum sem og að hann notar enn einu sinni tækifæri til að gera grín að enska landsliðinu sem datt svo óvænt út á móti því íslenska í sextán liða úrslitunum. Það er hinsvegar ekkert nýtt við það að Frakkinn njóti sín vel í sviðsljósinu og fyrir framan myndavélarnar. Okkur Íslendingum þykir vænst um það að sjá að Eric Cantona valdi Ísland besta lið mótsins en hér fyrir neðan má sjá hvernig hann blandar saman strákunum okkar og laginu „Let it go" úr Disney-teiknimyndinni Frozen. Það er hægt að sjá þetta stórskemmtilega myndband hér fyrir neðan."Let it go…"Eric Cantona's farewell to Euro 2016 features a Disney sing-along!https://t.co/JBaTfNVZL8— Eurosport UK (@Eurosport_UK) July 12, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Cantona segir Gumma Ben hafa fengið fullnægingu: „Vonandi vakti hann ekki eldfjöll með öskrunum“ Eric Cantona lætur gamminn geysa í nýju myndbandi Eurosport. 25. júní 2016 11:30 Cantona vill taka við Englandi og lofar tapa aldrei fyrir lítilli frosinni Eyju Eric Cantona tapar ekki fyrir liði þar sem markvörðurinn er leikstjóri og þjálfarinn tannlæknir. 2. júlí 2016 08:32 EM-dagbókin: Frá jafnteflissigrum yfir í tröllatrú á hið ómögulega Elstu minningar mínar af landsleikjum í fótbolta eru af leikjum gegn Frökkum. 2. júlí 2016 06:00 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Sjá meira
Cantona segir Gumma Ben hafa fengið fullnægingu: „Vonandi vakti hann ekki eldfjöll með öskrunum“ Eric Cantona lætur gamminn geysa í nýju myndbandi Eurosport. 25. júní 2016 11:30
Cantona vill taka við Englandi og lofar tapa aldrei fyrir lítilli frosinni Eyju Eric Cantona tapar ekki fyrir liði þar sem markvörðurinn er leikstjóri og þjálfarinn tannlæknir. 2. júlí 2016 08:32
EM-dagbókin: Frá jafnteflissigrum yfir í tröllatrú á hið ómögulega Elstu minningar mínar af landsleikjum í fótbolta eru af leikjum gegn Frökkum. 2. júlí 2016 06:00