Öfugsnúin mjólkurhagfræði Þórólfur Matthíasson skrifar 13. júlí 2016 07:00 Þann 23. júní 2016 kynnti verðlagsnefnd landbúnaðarafurða ákvörðun sína um lágmarks heildsöluverð á nokkrum mjólkurvörum og um verð til bænda. Þessi ákvörðun er allrar athygli verð og jafnframt afhjúpandi fyrir það kerfi sem mjólkurframleiðslunni er búið. Í fyrsta lagi tilkynnti verðlagsnefndin ákvörðun sína um að lækka verð á nýmjólkur- og undanrennudufti um 20%. Í öðru lagi tilkynnti nefndin ákvörðun um að hækka heildsöluverð á flestum neytendaafurðum (nýmjólk í fernum, rjóma, ostum, skyri) um 2,5%. Í þriðja lagi kynnti nefndin hækkun greiðslna vegna vinnslu- og dreifingarkostnaðar mjólkur um rúm 2% (en þær greiðslur renna óskiptar til Mjólkursamsölunnar) og í fjórða lagi hækkaði nefndin verð til bænda um 2%. Iðulega hefur verðlagsnefndin tilkynnt árlegar breytingar á verðlagningu mjólkurvara í aðdraganda verslunarmannahelgar. Nú er tilkynningin send heilum mánuði fyrr en vaninn er, kannski til að láta umfjöllun um hana „kafna“ í allri umfjölluninni um Evrópumeistaramót í knattspyrnu fremur en verslunarmannahelgarfréttum. Víkjum nú að lærdómunum sem hafa má af þessum tilfærslum: Nýmjólkur- og undanrennuduft eru notuð í matvælaframleiðslu, m.a. sælgætisframleiðslu. Heimsmarkaðsverð á nýmjólkur- og undanrennudufti hefur lækkað mikið frá því það var hvað hæst á árunum 2013-14 (úr ríflega 3.000 evrum á tonn af undanrennudufti 2013-14 í ríflega 1.500 evrur á tonn nú). Fríverslunarsamningar gera sælgætisframleiðendum (og sumum öðrum matvælaframleiðendum) kleift að skjóta sér undan okri á þessu hráefni með því að flytja framleiðslu sína úr landi eða með því að flytja inn erlent duft á fullum tollum. Lækkun verðlagsnefndarinnar á mjólkurdufti er augljóslega viðbrögð við samkeppnisstöðu dufts frá erlendum framleiðendum. Væntanlega njóta matvælaframleiðendur ekki lágs duftverðs lengi því samkvæmt nýgerðum búvörusamningi stendur til að hækka tolla á dufti og ostum um 50% eða meira. Þegar sú breyting hefur gengið í gegn mun verðið á dufti væntanlega hækka aftur!Velt yfir á neytendur Afhjúpandi er einnig að verð á mjólk og mjólkurvöru er hækkað um 2,5% meðan verð hrámjólkur til bænda hækkar um 2%. Þannig er hluta af kostnaðinum sem mjólkuriðnaðurinn hefur af samkeppninni við erlendu mjólkurduftframleiðendurna velt yfir á hinn almenna neytanda! Þarna er mjólkuriðnaðurinn, í krafti lagafyrirmæla, í stöðu sem fáir ef nokkrir aðrir vöruframleiðendur á landinu eru. Og verðlagsnefndin skirrist ekki við að nýta sér þessa stöðu til að senda neytendum reikninginn fyrir samkeppniskostnaði sínum. Lækkun á verði nýmjólkur- og undanrennudufts á heimsmarkaði endurspeglar almenna lækkun á þessum vörutegundum. Væri allt með felldu stæðu neytendur nýmjólkur og osta á Íslandi frammi fyrir viðlíka lækkun á verði á þessum afurðum og notendur duftsins njóta. En neytendur nýmjólkur og osta eiga þess ekki kost að flytja viðskipti sín til annarra landa eða annarra framleiðenda nema í takmörkuðum mæli. Verðlagsnefndin sendir því þessum neytendum reikninginn fyrir lækkuninni á heimsmarkaðsverði á mjólkurdufti! Sagt með öðrum orðum: Landbúnaðarkerfið á Íslandi er þannig samansett að þegar verð á mjólkurvörum á heimsmarkaði lækkar er sú lækkun sjálfstætt tilefni til þess að verð á neyslumjólk og ostum til neytenda á Íslandi hækkar! Og varðmenn kerfisins eru svo stoltir af þessari hugarsmíð sinni að þeir vilja festa það í sessi um ókomna tíð. Er annað hægt en að segja Huh og taka víkingaklapp fyrir þessum snillingum?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Þann 23. júní 2016 kynnti verðlagsnefnd landbúnaðarafurða ákvörðun sína um lágmarks heildsöluverð á nokkrum mjólkurvörum og um verð til bænda. Þessi ákvörðun er allrar athygli verð og jafnframt afhjúpandi fyrir það kerfi sem mjólkurframleiðslunni er búið. Í fyrsta lagi tilkynnti verðlagsnefndin ákvörðun sína um að lækka verð á nýmjólkur- og undanrennudufti um 20%. Í öðru lagi tilkynnti nefndin ákvörðun um að hækka heildsöluverð á flestum neytendaafurðum (nýmjólk í fernum, rjóma, ostum, skyri) um 2,5%. Í þriðja lagi kynnti nefndin hækkun greiðslna vegna vinnslu- og dreifingarkostnaðar mjólkur um rúm 2% (en þær greiðslur renna óskiptar til Mjólkursamsölunnar) og í fjórða lagi hækkaði nefndin verð til bænda um 2%. Iðulega hefur verðlagsnefndin tilkynnt árlegar breytingar á verðlagningu mjólkurvara í aðdraganda verslunarmannahelgar. Nú er tilkynningin send heilum mánuði fyrr en vaninn er, kannski til að láta umfjöllun um hana „kafna“ í allri umfjölluninni um Evrópumeistaramót í knattspyrnu fremur en verslunarmannahelgarfréttum. Víkjum nú að lærdómunum sem hafa má af þessum tilfærslum: Nýmjólkur- og undanrennuduft eru notuð í matvælaframleiðslu, m.a. sælgætisframleiðslu. Heimsmarkaðsverð á nýmjólkur- og undanrennudufti hefur lækkað mikið frá því það var hvað hæst á árunum 2013-14 (úr ríflega 3.000 evrum á tonn af undanrennudufti 2013-14 í ríflega 1.500 evrur á tonn nú). Fríverslunarsamningar gera sælgætisframleiðendum (og sumum öðrum matvælaframleiðendum) kleift að skjóta sér undan okri á þessu hráefni með því að flytja framleiðslu sína úr landi eða með því að flytja inn erlent duft á fullum tollum. Lækkun verðlagsnefndarinnar á mjólkurdufti er augljóslega viðbrögð við samkeppnisstöðu dufts frá erlendum framleiðendum. Væntanlega njóta matvælaframleiðendur ekki lágs duftverðs lengi því samkvæmt nýgerðum búvörusamningi stendur til að hækka tolla á dufti og ostum um 50% eða meira. Þegar sú breyting hefur gengið í gegn mun verðið á dufti væntanlega hækka aftur!Velt yfir á neytendur Afhjúpandi er einnig að verð á mjólk og mjólkurvöru er hækkað um 2,5% meðan verð hrámjólkur til bænda hækkar um 2%. Þannig er hluta af kostnaðinum sem mjólkuriðnaðurinn hefur af samkeppninni við erlendu mjólkurduftframleiðendurna velt yfir á hinn almenna neytanda! Þarna er mjólkuriðnaðurinn, í krafti lagafyrirmæla, í stöðu sem fáir ef nokkrir aðrir vöruframleiðendur á landinu eru. Og verðlagsnefndin skirrist ekki við að nýta sér þessa stöðu til að senda neytendum reikninginn fyrir samkeppniskostnaði sínum. Lækkun á verði nýmjólkur- og undanrennudufts á heimsmarkaði endurspeglar almenna lækkun á þessum vörutegundum. Væri allt með felldu stæðu neytendur nýmjólkur og osta á Íslandi frammi fyrir viðlíka lækkun á verði á þessum afurðum og notendur duftsins njóta. En neytendur nýmjólkur og osta eiga þess ekki kost að flytja viðskipti sín til annarra landa eða annarra framleiðenda nema í takmörkuðum mæli. Verðlagsnefndin sendir því þessum neytendum reikninginn fyrir lækkuninni á heimsmarkaðsverði á mjólkurdufti! Sagt með öðrum orðum: Landbúnaðarkerfið á Íslandi er þannig samansett að þegar verð á mjólkurvörum á heimsmarkaði lækkar er sú lækkun sjálfstætt tilefni til þess að verð á neyslumjólk og ostum til neytenda á Íslandi hækkar! Og varðmenn kerfisins eru svo stoltir af þessari hugarsmíð sinni að þeir vilja festa það í sessi um ókomna tíð. Er annað hægt en að segja Huh og taka víkingaklapp fyrir þessum snillingum?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun