Öfugsnúin mjólkurhagfræði Þórólfur Matthíasson skrifar 13. júlí 2016 07:00 Þann 23. júní 2016 kynnti verðlagsnefnd landbúnaðarafurða ákvörðun sína um lágmarks heildsöluverð á nokkrum mjólkurvörum og um verð til bænda. Þessi ákvörðun er allrar athygli verð og jafnframt afhjúpandi fyrir það kerfi sem mjólkurframleiðslunni er búið. Í fyrsta lagi tilkynnti verðlagsnefndin ákvörðun sína um að lækka verð á nýmjólkur- og undanrennudufti um 20%. Í öðru lagi tilkynnti nefndin ákvörðun um að hækka heildsöluverð á flestum neytendaafurðum (nýmjólk í fernum, rjóma, ostum, skyri) um 2,5%. Í þriðja lagi kynnti nefndin hækkun greiðslna vegna vinnslu- og dreifingarkostnaðar mjólkur um rúm 2% (en þær greiðslur renna óskiptar til Mjólkursamsölunnar) og í fjórða lagi hækkaði nefndin verð til bænda um 2%. Iðulega hefur verðlagsnefndin tilkynnt árlegar breytingar á verðlagningu mjólkurvara í aðdraganda verslunarmannahelgar. Nú er tilkynningin send heilum mánuði fyrr en vaninn er, kannski til að láta umfjöllun um hana „kafna“ í allri umfjölluninni um Evrópumeistaramót í knattspyrnu fremur en verslunarmannahelgarfréttum. Víkjum nú að lærdómunum sem hafa má af þessum tilfærslum: Nýmjólkur- og undanrennuduft eru notuð í matvælaframleiðslu, m.a. sælgætisframleiðslu. Heimsmarkaðsverð á nýmjólkur- og undanrennudufti hefur lækkað mikið frá því það var hvað hæst á árunum 2013-14 (úr ríflega 3.000 evrum á tonn af undanrennudufti 2013-14 í ríflega 1.500 evrur á tonn nú). Fríverslunarsamningar gera sælgætisframleiðendum (og sumum öðrum matvælaframleiðendum) kleift að skjóta sér undan okri á þessu hráefni með því að flytja framleiðslu sína úr landi eða með því að flytja inn erlent duft á fullum tollum. Lækkun verðlagsnefndarinnar á mjólkurdufti er augljóslega viðbrögð við samkeppnisstöðu dufts frá erlendum framleiðendum. Væntanlega njóta matvælaframleiðendur ekki lágs duftverðs lengi því samkvæmt nýgerðum búvörusamningi stendur til að hækka tolla á dufti og ostum um 50% eða meira. Þegar sú breyting hefur gengið í gegn mun verðið á dufti væntanlega hækka aftur!Velt yfir á neytendur Afhjúpandi er einnig að verð á mjólk og mjólkurvöru er hækkað um 2,5% meðan verð hrámjólkur til bænda hækkar um 2%. Þannig er hluta af kostnaðinum sem mjólkuriðnaðurinn hefur af samkeppninni við erlendu mjólkurduftframleiðendurna velt yfir á hinn almenna neytanda! Þarna er mjólkuriðnaðurinn, í krafti lagafyrirmæla, í stöðu sem fáir ef nokkrir aðrir vöruframleiðendur á landinu eru. Og verðlagsnefndin skirrist ekki við að nýta sér þessa stöðu til að senda neytendum reikninginn fyrir samkeppniskostnaði sínum. Lækkun á verði nýmjólkur- og undanrennudufts á heimsmarkaði endurspeglar almenna lækkun á þessum vörutegundum. Væri allt með felldu stæðu neytendur nýmjólkur og osta á Íslandi frammi fyrir viðlíka lækkun á verði á þessum afurðum og notendur duftsins njóta. En neytendur nýmjólkur og osta eiga þess ekki kost að flytja viðskipti sín til annarra landa eða annarra framleiðenda nema í takmörkuðum mæli. Verðlagsnefndin sendir því þessum neytendum reikninginn fyrir lækkuninni á heimsmarkaðsverði á mjólkurdufti! Sagt með öðrum orðum: Landbúnaðarkerfið á Íslandi er þannig samansett að þegar verð á mjólkurvörum á heimsmarkaði lækkar er sú lækkun sjálfstætt tilefni til þess að verð á neyslumjólk og ostum til neytenda á Íslandi hækkar! Og varðmenn kerfisins eru svo stoltir af þessari hugarsmíð sinni að þeir vilja festa það í sessi um ókomna tíð. Er annað hægt en að segja Huh og taka víkingaklapp fyrir þessum snillingum?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Þann 23. júní 2016 kynnti verðlagsnefnd landbúnaðarafurða ákvörðun sína um lágmarks heildsöluverð á nokkrum mjólkurvörum og um verð til bænda. Þessi ákvörðun er allrar athygli verð og jafnframt afhjúpandi fyrir það kerfi sem mjólkurframleiðslunni er búið. Í fyrsta lagi tilkynnti verðlagsnefndin ákvörðun sína um að lækka verð á nýmjólkur- og undanrennudufti um 20%. Í öðru lagi tilkynnti nefndin ákvörðun um að hækka heildsöluverð á flestum neytendaafurðum (nýmjólk í fernum, rjóma, ostum, skyri) um 2,5%. Í þriðja lagi kynnti nefndin hækkun greiðslna vegna vinnslu- og dreifingarkostnaðar mjólkur um rúm 2% (en þær greiðslur renna óskiptar til Mjólkursamsölunnar) og í fjórða lagi hækkaði nefndin verð til bænda um 2%. Iðulega hefur verðlagsnefndin tilkynnt árlegar breytingar á verðlagningu mjólkurvara í aðdraganda verslunarmannahelgar. Nú er tilkynningin send heilum mánuði fyrr en vaninn er, kannski til að láta umfjöllun um hana „kafna“ í allri umfjölluninni um Evrópumeistaramót í knattspyrnu fremur en verslunarmannahelgarfréttum. Víkjum nú að lærdómunum sem hafa má af þessum tilfærslum: Nýmjólkur- og undanrennuduft eru notuð í matvælaframleiðslu, m.a. sælgætisframleiðslu. Heimsmarkaðsverð á nýmjólkur- og undanrennudufti hefur lækkað mikið frá því það var hvað hæst á árunum 2013-14 (úr ríflega 3.000 evrum á tonn af undanrennudufti 2013-14 í ríflega 1.500 evrur á tonn nú). Fríverslunarsamningar gera sælgætisframleiðendum (og sumum öðrum matvælaframleiðendum) kleift að skjóta sér undan okri á þessu hráefni með því að flytja framleiðslu sína úr landi eða með því að flytja inn erlent duft á fullum tollum. Lækkun verðlagsnefndarinnar á mjólkurdufti er augljóslega viðbrögð við samkeppnisstöðu dufts frá erlendum framleiðendum. Væntanlega njóta matvælaframleiðendur ekki lágs duftverðs lengi því samkvæmt nýgerðum búvörusamningi stendur til að hækka tolla á dufti og ostum um 50% eða meira. Þegar sú breyting hefur gengið í gegn mun verðið á dufti væntanlega hækka aftur!Velt yfir á neytendur Afhjúpandi er einnig að verð á mjólk og mjólkurvöru er hækkað um 2,5% meðan verð hrámjólkur til bænda hækkar um 2%. Þannig er hluta af kostnaðinum sem mjólkuriðnaðurinn hefur af samkeppninni við erlendu mjólkurduftframleiðendurna velt yfir á hinn almenna neytanda! Þarna er mjólkuriðnaðurinn, í krafti lagafyrirmæla, í stöðu sem fáir ef nokkrir aðrir vöruframleiðendur á landinu eru. Og verðlagsnefndin skirrist ekki við að nýta sér þessa stöðu til að senda neytendum reikninginn fyrir samkeppniskostnaði sínum. Lækkun á verði nýmjólkur- og undanrennudufts á heimsmarkaði endurspeglar almenna lækkun á þessum vörutegundum. Væri allt með felldu stæðu neytendur nýmjólkur og osta á Íslandi frammi fyrir viðlíka lækkun á verði á þessum afurðum og notendur duftsins njóta. En neytendur nýmjólkur og osta eiga þess ekki kost að flytja viðskipti sín til annarra landa eða annarra framleiðenda nema í takmörkuðum mæli. Verðlagsnefndin sendir því þessum neytendum reikninginn fyrir lækkuninni á heimsmarkaðsverði á mjólkurdufti! Sagt með öðrum orðum: Landbúnaðarkerfið á Íslandi er þannig samansett að þegar verð á mjólkurvörum á heimsmarkaði lækkar er sú lækkun sjálfstætt tilefni til þess að verð á neyslumjólk og ostum til neytenda á Íslandi hækkar! Og varðmenn kerfisins eru svo stoltir af þessari hugarsmíð sinni að þeir vilja festa það í sessi um ókomna tíð. Er annað hægt en að segja Huh og taka víkingaklapp fyrir þessum snillingum?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar