Hannes einn af þeim sem UEFA telur að hafi breytt lífi sínu á EM í Frakklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2016 15:30 Hannes Þór Halldórsson á góðri stundu á EM í Frakklandi. Vísir/Getty Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska fótboltalandsliðsins, átti mjög flott Evrópumót og var einn allra besti markvörður mótsins í Frakklandi. Hannes er einn af hetjum íslenska liðsins enda bjargaði hann margoft með glæsilegum hætti þegar pressan var hvað mest á íslenska liðið á mótinu. Hannes komst kannski ekki í úrvalslið UEFA en hann varði flest skot allra markvarða og er líka einn af átta leikmönnum á EM sem UEFA hefur valið í grein sinni um þá leikmenn sem sprungu út á Evrópumótinu í Frakklandi. UEFA nefnir þar leikmenn sem gerbreyttu lífi sínu með frammistöðu sinni á mótinu sem lauk með sigri Portúgals á sunnudagskvöldið. Hannes er ekki bara einn af þessum átta leikmönnum því auk þess að telja hann með í þessum hóp þá er aðalmynd greinarinnar tilfinningarík mynd af okkar manni. Einn annar markvörður er í hópnum eða norður-írski landsliðsmarkvörðurinn Michael McGovern sem átti meðal annars ótrúlegan leik á móti heimsmeisturum Þjóðverja. Hinir sex eru 22 ára bakvörður frá Portúgal (Raphaël Guerreiro), 27 ára framhjá frá Wales (Hal Robson-Kanu), 29 ára kantmaður frá Spáni (Nolito), 22 ára varnarmaður frá Albaníu (Arlind Ajeti), 28 ára pólskur miðvörður (Michal Pazdan) og 24 ára hægri bakvörður frá Belgíu (Thomas Meunier). Í umfjölluninni um Hannes segir að þessi kvikmyndaleikstjóri í hlutastarfi hafi aðeins orðið atvinnumaður fyrir þremur árum síðan en á EM hafi hann sýnt að hann sé klár á stóra sviðið með því að koma í veg fyrir að menn eins og Cristiano Ronaldo, David Alaba og Harry Kane skoruðu hjá íslenska liðinu. Íslenska liðið fór síðan alla leið í átta liða úrslitin og Hannes varði fleiri skot en nokkur annar markvörður á Evrópumótinu.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyEight players whose lives may never be the same again after impressing in France: https://t.co/trnQiVxbYk #EURO2016 pic.twitter.com/NvxFYYVt7d— UEFA EURO 2016 (@UEFAEURO) July 12, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska fótboltalandsliðsins, átti mjög flott Evrópumót og var einn allra besti markvörður mótsins í Frakklandi. Hannes er einn af hetjum íslenska liðsins enda bjargaði hann margoft með glæsilegum hætti þegar pressan var hvað mest á íslenska liðið á mótinu. Hannes komst kannski ekki í úrvalslið UEFA en hann varði flest skot allra markvarða og er líka einn af átta leikmönnum á EM sem UEFA hefur valið í grein sinni um þá leikmenn sem sprungu út á Evrópumótinu í Frakklandi. UEFA nefnir þar leikmenn sem gerbreyttu lífi sínu með frammistöðu sinni á mótinu sem lauk með sigri Portúgals á sunnudagskvöldið. Hannes er ekki bara einn af þessum átta leikmönnum því auk þess að telja hann með í þessum hóp þá er aðalmynd greinarinnar tilfinningarík mynd af okkar manni. Einn annar markvörður er í hópnum eða norður-írski landsliðsmarkvörðurinn Michael McGovern sem átti meðal annars ótrúlegan leik á móti heimsmeisturum Þjóðverja. Hinir sex eru 22 ára bakvörður frá Portúgal (Raphaël Guerreiro), 27 ára framhjá frá Wales (Hal Robson-Kanu), 29 ára kantmaður frá Spáni (Nolito), 22 ára varnarmaður frá Albaníu (Arlind Ajeti), 28 ára pólskur miðvörður (Michal Pazdan) og 24 ára hægri bakvörður frá Belgíu (Thomas Meunier). Í umfjölluninni um Hannes segir að þessi kvikmyndaleikstjóri í hlutastarfi hafi aðeins orðið atvinnumaður fyrir þremur árum síðan en á EM hafi hann sýnt að hann sé klár á stóra sviðið með því að koma í veg fyrir að menn eins og Cristiano Ronaldo, David Alaba og Harry Kane skoruðu hjá íslenska liðinu. Íslenska liðið fór síðan alla leið í átta liða úrslitin og Hannes varði fleiri skot en nokkur annar markvörður á Evrópumótinu.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyEight players whose lives may never be the same again after impressing in France: https://t.co/trnQiVxbYk #EURO2016 pic.twitter.com/NvxFYYVt7d— UEFA EURO 2016 (@UEFAEURO) July 12, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti