WOW air kaupir fjórar nýjar vélar Sæunn Gísladóttir skrifar 12. júlí 2016 11:35 Floti WOW air stækkar nú úr 11 flugvélum í 17 á næsta ári. Vísir/Steingrímur Þórðarson Flugfélagið WOW air hefur fest kaup á fjórum nýjum Airbus A321 flugvélum beint frá framleiðenda Airbus. Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air og Fabrice Brégier forstjóri Airbus skrifuðu undir samninginn í dag á flugvélasýningunni Farnborough í Bretlandi. Listaverð vélanna er 55 milljarðar íslenskra króna eða 459,6 milljón bandaríkjadala og verða nýju flugvélarnar afhentar árð 2017 og 2018, segir í tilkynningu. Floti WOW air, sem eingöngu samanstendur af Airbus flugvélum, stækkar nú úr 11 flugvélum í 17 á næsta ári með þessum kaupum auk annarra flugvélasamninga sem þegar hafa verið kynntir. Átta af þessum 17 vélum verða alfarið í eigu WOW air. „Við erum ánægð með að bæta glænýjum Airbus A321 flugvélum við okkar sívaxandi flota. WOW air er að verða eitt öflugasta lággjaldaflugfélag heims og við hlökkum til að halda áfram að vaxa og dafna í samstarfi við Airbus,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air í tilkynningu. Floti WOW air er ungur að árum en meðalaldur flugvélanna er aðeins tvö og hálft ár. Skammt er síðan keyptar voru þrjár nýjar Airbus A330-300 breiðþotur sem bera 350 farþega og hafa drægni upp á sex þúsund sjómílur. Þá eru sætabil í vélunum 31-35 tommur sem er meira en hefðbundin farrými hjá flestum flugfélögum sem eru oftast 29-31 tommur. Airbus A330-300 breiðþoturnar bera nöfnin TF-GAY, TF-LUV og TF-WOW. WOW air rekur einnig tvær Airbus A320-200 flugvélar sem skráðar eru undir heitinu TF-BRO og TF-SIS auk sex Airbus A321 flugvéla sem bera nöfnin TF-MOM, TF-DAD, TF-SON, TF-KID, TF-GMA og TF-GPA. Flugfélagið kaus að fjölga Airbus A321 flugvélunum í flota sínum vegna rýmra farþegarýmis, lágs viðhaldskostnaðs og það hversu sparneytnar þær eru. Flugvélarnar verða notaðar í flugi bæði innan Evrópu og til Norður-Ameríku. Fréttir af flugi Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Flugfélagið WOW air hefur fest kaup á fjórum nýjum Airbus A321 flugvélum beint frá framleiðenda Airbus. Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air og Fabrice Brégier forstjóri Airbus skrifuðu undir samninginn í dag á flugvélasýningunni Farnborough í Bretlandi. Listaverð vélanna er 55 milljarðar íslenskra króna eða 459,6 milljón bandaríkjadala og verða nýju flugvélarnar afhentar árð 2017 og 2018, segir í tilkynningu. Floti WOW air, sem eingöngu samanstendur af Airbus flugvélum, stækkar nú úr 11 flugvélum í 17 á næsta ári með þessum kaupum auk annarra flugvélasamninga sem þegar hafa verið kynntir. Átta af þessum 17 vélum verða alfarið í eigu WOW air. „Við erum ánægð með að bæta glænýjum Airbus A321 flugvélum við okkar sívaxandi flota. WOW air er að verða eitt öflugasta lággjaldaflugfélag heims og við hlökkum til að halda áfram að vaxa og dafna í samstarfi við Airbus,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air í tilkynningu. Floti WOW air er ungur að árum en meðalaldur flugvélanna er aðeins tvö og hálft ár. Skammt er síðan keyptar voru þrjár nýjar Airbus A330-300 breiðþotur sem bera 350 farþega og hafa drægni upp á sex þúsund sjómílur. Þá eru sætabil í vélunum 31-35 tommur sem er meira en hefðbundin farrými hjá flestum flugfélögum sem eru oftast 29-31 tommur. Airbus A330-300 breiðþoturnar bera nöfnin TF-GAY, TF-LUV og TF-WOW. WOW air rekur einnig tvær Airbus A320-200 flugvélar sem skráðar eru undir heitinu TF-BRO og TF-SIS auk sex Airbus A321 flugvéla sem bera nöfnin TF-MOM, TF-DAD, TF-SON, TF-KID, TF-GMA og TF-GPA. Flugfélagið kaus að fjölga Airbus A321 flugvélunum í flota sínum vegna rýmra farþegarýmis, lágs viðhaldskostnaðs og það hversu sparneytnar þær eru. Flugvélarnar verða notaðar í flugi bæði innan Evrópu og til Norður-Ameríku.
Fréttir af flugi Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira