Hlustendur Útvarps Sögu Þjóðfylkingarfólk upp til hópa Jakob Bjarnar skrifar 12. júlí 2016 10:29 Könnun Útvarps Sögu hafa Þjóðfylkingarmenn til marks um mikinn meðbyr. Útvarpsstöðin Útvarp Saga efndi til skoðanakönnunar á vef sínum um fylgi flokka dagana 8. til 11. júlí og þar var langefst á blaði Íslenska þjóðfylkingin og mældist hún með 34 prósent.Kannski ekki þverskurður þjóðarinnar en samtÁ Facebook-síðu flokksins, sem hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi kosningum, er þessu tekið sem vísbendingu um mikinn meðbyr. Jón Valur Jensson, sem hefur verið virkur meðlimur flokksins sem og virkur álitsgjafi á Sögu, segir reyndar að trauðla verði því haldið fram að skoðanakannanir á vef Útvarps Sögu gefi rétta mynd af þverskurði þjóðarinnar.Hlustendur Arnþrúðar Karlsdóttur eru, samkvæmt einum þriðja, stuðningsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar.ekg„Þessi niðurstaða endurspeglar líklega afstöðu tölvuvæddra hlustenda þessarar útvarpsstöðvar. Vitað er, að vinstri flokkarnir hafa glatað miklu trausti meðal landsmanna, þótt Vinstri græn hafi sótt nokkuð á á ný að undanförnu. En ljóst er af ofangreindu, að meðal þátttakenda í þessari nýjustu könnun Útvarps Sögu verma gömlu vinstri flokkarnir botnsætin,“ segir Jón Valur bjartsýnn.Gegn skoðanakúgun og þöggunSamkvæmt könnuninni kemur Sjálfstæðisflokkurinn næstur með tæp 18 prósent, Framsóknarflokkurinn þá með rúm 12 prósent, Píratar með 10, Flokkur fólksins með tæp sjö, Viðreisn með 6, Samfylkingin er með rúm 3, VG tæp 3 prósent og aðrir minna.Grunnstefna ÍÞ og kennir þar ýmissa grasa.Formaður flokksins, Helgi Helgason, tekur undir með Jóni Val: „Síðustu kannanir á miðlum eins og þessum og Hringbraut gefa mjög sterkar vísbendingar um ágætt fylgi og hljómgrunn við málflutning okkar sem meðal annars er gegn skoðanakúgun og þöggun.“Hert innflytjendalöggjöfÍÞ hefur gefið út grunnstefnu og þar er meðal annars hert innflytjendalöggjöf boðuð, flugvöllurinn skal vera til frambúðar í Vatnsmýrinni, búrkur skulu bannaðar og því hafnað að moskur rísi á Íslandi. Þessi netkönnun Útvarps Sögu er reyndar ekki í nokkur einasta samhengi við aðrar kannanir sem gerðar hafa verið að undanförnu um fylgi stjórnmálaflokkanna, svo sem vikugamla könnun sem MMR – market and media resarch birti fyrir um viku en þá sú könnun tekur til dagana 27. júlí til 4. júlí. Þar kemst Íslenska þjóðfylkingin ekki svo mikið sem á blað. Hins vegar mælist Sturla Jónsson forsetaframbjóðandi þar með ein tvö prósent. En, það er önnur saga. Sturla horfði að einhverju leyti til kannana Útvarps Sögu í forsetakosningunum, hvar hann fór með himinskautum, en það reyndist ávísun á vonbrigði; niðurstaða kosninga var ekki í nokkru samhengi við fyrirheitin sem þar voru gefin. Kosningar 2016 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Útvarpsstöðin Útvarp Saga efndi til skoðanakönnunar á vef sínum um fylgi flokka dagana 8. til 11. júlí og þar var langefst á blaði Íslenska þjóðfylkingin og mældist hún með 34 prósent.Kannski ekki þverskurður þjóðarinnar en samtÁ Facebook-síðu flokksins, sem hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi kosningum, er þessu tekið sem vísbendingu um mikinn meðbyr. Jón Valur Jensson, sem hefur verið virkur meðlimur flokksins sem og virkur álitsgjafi á Sögu, segir reyndar að trauðla verði því haldið fram að skoðanakannanir á vef Útvarps Sögu gefi rétta mynd af þverskurði þjóðarinnar.Hlustendur Arnþrúðar Karlsdóttur eru, samkvæmt einum þriðja, stuðningsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar.ekg„Þessi niðurstaða endurspeglar líklega afstöðu tölvuvæddra hlustenda þessarar útvarpsstöðvar. Vitað er, að vinstri flokkarnir hafa glatað miklu trausti meðal landsmanna, þótt Vinstri græn hafi sótt nokkuð á á ný að undanförnu. En ljóst er af ofangreindu, að meðal þátttakenda í þessari nýjustu könnun Útvarps Sögu verma gömlu vinstri flokkarnir botnsætin,“ segir Jón Valur bjartsýnn.Gegn skoðanakúgun og þöggunSamkvæmt könnuninni kemur Sjálfstæðisflokkurinn næstur með tæp 18 prósent, Framsóknarflokkurinn þá með rúm 12 prósent, Píratar með 10, Flokkur fólksins með tæp sjö, Viðreisn með 6, Samfylkingin er með rúm 3, VG tæp 3 prósent og aðrir minna.Grunnstefna ÍÞ og kennir þar ýmissa grasa.Formaður flokksins, Helgi Helgason, tekur undir með Jóni Val: „Síðustu kannanir á miðlum eins og þessum og Hringbraut gefa mjög sterkar vísbendingar um ágætt fylgi og hljómgrunn við málflutning okkar sem meðal annars er gegn skoðanakúgun og þöggun.“Hert innflytjendalöggjöfÍÞ hefur gefið út grunnstefnu og þar er meðal annars hert innflytjendalöggjöf boðuð, flugvöllurinn skal vera til frambúðar í Vatnsmýrinni, búrkur skulu bannaðar og því hafnað að moskur rísi á Íslandi. Þessi netkönnun Útvarps Sögu er reyndar ekki í nokkur einasta samhengi við aðrar kannanir sem gerðar hafa verið að undanförnu um fylgi stjórnmálaflokkanna, svo sem vikugamla könnun sem MMR – market and media resarch birti fyrir um viku en þá sú könnun tekur til dagana 27. júlí til 4. júlí. Þar kemst Íslenska þjóðfylkingin ekki svo mikið sem á blað. Hins vegar mælist Sturla Jónsson forsetaframbjóðandi þar með ein tvö prósent. En, það er önnur saga. Sturla horfði að einhverju leyti til kannana Útvarps Sögu í forsetakosningunum, hvar hann fór með himinskautum, en það reyndist ávísun á vonbrigði; niðurstaða kosninga var ekki í nokkru samhengi við fyrirheitin sem þar voru gefin.
Kosningar 2016 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira