Húh-ið okkar Íslendinga í stóru hlutverki í uppgjörsmyndbandi Guardian Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 11:30 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, fagnar vel heppnuðu víkingaklappi eftir sigurinn á Austurríki. Vísir/EPA Evrópumótinu í fótbolta lauk í gær eftir mánaðarfótboltaveislu í Frakklandi. Ísland átti sviðsljósið um tíma á mótinu og verður eflaust alltaf með í umræðunni þegar EM í Frakklandi 2016 verður rifjað upp. Enski miðillinn Guardian ákvað að setja saman teiknimynd til að gera upp Evrópumótið í heimasíðu sinni. Þar má sjá enn eitt dæmi um að íslenski andinn hafi fangað athygli heimsins á meðan Evrópumótinu stóð. Íslensku strákarnir og íslenska stuðningsfólkið fær að sjálfsögðu stóran sess í þessu flotta myndbandi. Það má sjá strákana taka víkingaklappið en eins teiknimyndaútgáfu af sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar á móti Austurríki. Það var einmitt markið hans Arnórs á fjórðu mínútu í uppbótartíma sem tryggði íslenska liðinu 2-1 sigur á Austurríki, annað sætið í riðlinum og leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Þar hafði íslenska liðið síðan betur 2-1 og komst í átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti hjá íslensku karlalandsliði í fótbolta. Frábært sigurmark Frakkans Dimitri Payet í fyrsta leik, óeirðir ensku stuðningsmannanna, sigur Íra á Ítölum, frammistaða Frakkans Antoine Griezmann og Portúgalans Cristiano Ronaldo koma líka við sögu í þessari athyglisverðu teiknimynd en myndbandið endar síðan að sjálfsögðu á sigurmarki Eder og fögnuðu Portúgala eftir að þeir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn. Það eru Bandaríkjamennirnir Case Jernigan og Josh Giunta sem búa til svona myndbönd fyrir Guardian undir nafninu Make Savvy. Case Jernigan teiknar en Josh Giunta sér um tónlistina. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira
Evrópumótinu í fótbolta lauk í gær eftir mánaðarfótboltaveislu í Frakklandi. Ísland átti sviðsljósið um tíma á mótinu og verður eflaust alltaf með í umræðunni þegar EM í Frakklandi 2016 verður rifjað upp. Enski miðillinn Guardian ákvað að setja saman teiknimynd til að gera upp Evrópumótið í heimasíðu sinni. Þar má sjá enn eitt dæmi um að íslenski andinn hafi fangað athygli heimsins á meðan Evrópumótinu stóð. Íslensku strákarnir og íslenska stuðningsfólkið fær að sjálfsögðu stóran sess í þessu flotta myndbandi. Það má sjá strákana taka víkingaklappið en eins teiknimyndaútgáfu af sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar á móti Austurríki. Það var einmitt markið hans Arnórs á fjórðu mínútu í uppbótartíma sem tryggði íslenska liðinu 2-1 sigur á Austurríki, annað sætið í riðlinum og leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Þar hafði íslenska liðið síðan betur 2-1 og komst í átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti hjá íslensku karlalandsliði í fótbolta. Frábært sigurmark Frakkans Dimitri Payet í fyrsta leik, óeirðir ensku stuðningsmannanna, sigur Íra á Ítölum, frammistaða Frakkans Antoine Griezmann og Portúgalans Cristiano Ronaldo koma líka við sögu í þessari athyglisverðu teiknimynd en myndbandið endar síðan að sjálfsögðu á sigurmarki Eder og fögnuðu Portúgala eftir að þeir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn. Það eru Bandaríkjamennirnir Case Jernigan og Josh Giunta sem búa til svona myndbönd fyrir Guardian undir nafninu Make Savvy. Case Jernigan teiknar en Josh Giunta sér um tónlistina. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira