Aron Einar rétt slapp við að vera mesti síbrotamaðurinn á EM 2016 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 13:15 Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Getty Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, lét vissulega finna fyrir sér á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem Íslands komst alla leið í átta liða úrslitin. Aron Einar var efsti maður á einum óvinsælum lista nær allt mótið en á endanum var íslenski landsliðsfyrirliðinni þó ekki sá leikmaður keppninnar sem braut oftast af sér á EM í Frakklandi. Íslenski víkingurinn rétt slapp við það að vera mesti síbrotamaður EM 2016. Það kom í ljós eftir úrslitaleik Portúgals og Frakklands á Stade de France í gær. Portúgalinn Joao Mário tók nefnilega efsta sætið af Aroni Einari en hann braut alls fimmtán sinnum af sér í Frakklandi eða einu sinni oftar en Aron Einar sem fékk dæmdar á sig fjórtán aukaspyrnur í fimm leikjum íslenska liðsins. Aron Einar fékk bara eitt gult spjald þrátt fyrir öll þessi brot og eina spjaldið hans kom í lok leiksins á móti Englandi í átta liða úrslitunum. Það verður nú að teljast gott hjá okkar manni að „komast upp með" svona mörg brot á EM án þess að enda í leikbanni. Aron Einar braut skynsamlega og á réttum tímum. Hann vann líka margar tæklingar og mörg návígi án þess að brjóta af sér. Aron Einar var algjör brimbrjótur á miðju íslenska liðsins og gríðarlega mikilvægur. Hann varð ennfremur heimsfrægur þegar hann fór fyrir víkingaklappinu í lok leikjanna.Þessir brutu oftast af sér á EM 2016: 1.Joao Mário, Portúgal 15 2. Aron Gunnarsson, Íslandi 14 3. Graziano Pellè, Ítalíu 13 4. Álvaro Morata, Spáni 12 5. Juraj Kucka, Slóvakíu 11 5. Shane Long, Írlandi 11 5. Birkir Bjarnason, Íslandi 11 5. Joe Allen, Wales 11 5. Paul Pogba, Frakklandi 11 5. Renato Sanches, Portúgal 11 5. Patrice Evra, Frakklandi 10Aron Einar Gunnarsson með íslenskum stuðningsmönnum eftir sigur á Englandi.Vísir/EPA EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, lét vissulega finna fyrir sér á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem Íslands komst alla leið í átta liða úrslitin. Aron Einar var efsti maður á einum óvinsælum lista nær allt mótið en á endanum var íslenski landsliðsfyrirliðinni þó ekki sá leikmaður keppninnar sem braut oftast af sér á EM í Frakklandi. Íslenski víkingurinn rétt slapp við það að vera mesti síbrotamaður EM 2016. Það kom í ljós eftir úrslitaleik Portúgals og Frakklands á Stade de France í gær. Portúgalinn Joao Mário tók nefnilega efsta sætið af Aroni Einari en hann braut alls fimmtán sinnum af sér í Frakklandi eða einu sinni oftar en Aron Einar sem fékk dæmdar á sig fjórtán aukaspyrnur í fimm leikjum íslenska liðsins. Aron Einar fékk bara eitt gult spjald þrátt fyrir öll þessi brot og eina spjaldið hans kom í lok leiksins á móti Englandi í átta liða úrslitunum. Það verður nú að teljast gott hjá okkar manni að „komast upp með" svona mörg brot á EM án þess að enda í leikbanni. Aron Einar braut skynsamlega og á réttum tímum. Hann vann líka margar tæklingar og mörg návígi án þess að brjóta af sér. Aron Einar var algjör brimbrjótur á miðju íslenska liðsins og gríðarlega mikilvægur. Hann varð ennfremur heimsfrægur þegar hann fór fyrir víkingaklappinu í lok leikjanna.Þessir brutu oftast af sér á EM 2016: 1.Joao Mário, Portúgal 15 2. Aron Gunnarsson, Íslandi 14 3. Graziano Pellè, Ítalíu 13 4. Álvaro Morata, Spáni 12 5. Juraj Kucka, Slóvakíu 11 5. Shane Long, Írlandi 11 5. Birkir Bjarnason, Íslandi 11 5. Joe Allen, Wales 11 5. Paul Pogba, Frakklandi 11 5. Renato Sanches, Portúgal 11 5. Patrice Evra, Frakklandi 10Aron Einar Gunnarsson með íslenskum stuðningsmönnum eftir sigur á Englandi.Vísir/EPA
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira