Cristiano Ronaldo hélt ótrúlega ræðu í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 10:00 Cristiano Ronaldo var glaðasti maðurinn á svæðinu í leikslok. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo fór grátandi af velli í fyrri hálfleik úrslitaleiks EM í gærkvöldi en þátttöka hans í leiknum var þó ekki á enda. Ronaldo átti eftir að tala trú í liðsfélaga sína í hálfleik og vera besta klappstýran í seinni hálfleiknum og framlengingunni. Cedric Soares, bakvörður portúgalska liðsins, sagði fjölmiðlum og um leið heiminum frá því eftir leikinn, að ótrúleg hálfleiksræða Cristiano Ronaldo hafi gefið liðsfélögum hans mikið. Cedric Soares viðurkenndi að portúgalska liðið hafi verið í áfalli eftir að hafa horft upp á sinn besta leikmann fara útaf vellinum grátandi á börum. Ronaldo var hinsvegar ekki grátandi þegar þeir hittu hann inn í klefa í hálfleik. „Þetta var mjög erfið stund. Það voru allir í smá áfalli. Í hálfleiknum hélt Cristiano frábæra ræðu. Hann gaf okkur mikið sjálfstraust og sagði: Hlustið, ég er viss um að við munum vinna, stöndum saman og berjumst fyrir þessu," rifjaði Cedric Soares upp í viðtali við blaðamann ESPN. „Þetta var alveg ótrúlegt. Allt liðið var með frábært hugarfar. Við sýndum það líka í þessum úrslitaleik að þegar allir berjast saman sem einn maður þá er liðið miklu sterkara," sagði Cedric Soares.Sjá einnig:Ronaldo borinn grátandi af velli í París „Ronaldo var frábær og viðhorfið hans var ótrúlegt. Hann hefur alltaf komið með hvetjandi orð inn í liðið og það hefur góð áhrif á alla í liðinu. Hann var líka alltaf að koma með réttu orðin til manna á ýmsum tímapunktum í leiknum," sagði Cedric Soares. Cristiano Ronaldo leit út eins og drífandi aðstoðarþjálfari í seinni hálfleiknum þar sem hann haltraði um á öðrum fætinum. Miguel Delaney á ESPN sagði einnig frá því að Cristiano Ronaldo hafi farið fyrir kóngódansi í viðtalsherberginu eftir leikinn á milli þess að hann faðmaði liðsfélaga sína sem voru í viðtölum. Þar fór svo sannarlega hamingjusamur maður.Cristiano Ronaldo með þjálfaranum Fernando Santos á hliðarlínunni.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07 Pepe: Vildum vinna þetta fyrir Ronaldo Pepe, besti leikmaður úrslitaleik Frakklands og Portúgals, segir að leikmenn portúgalska liðsins hafi verið staðráðnir í að vinna úrslitaleikinn fyrir meiddan Ronaldo. 10. júlí 2016 22:23 Portúgal Evrópumeistari í fyrsta sinn Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. 10. júlí 2016 21:30 Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30 Hetjan Éder: Þetta var verðskuldað "Þetta var frábær stund. Okkar lið lagði virkilega mikið á sig og vissum að portúgalska fólkið væri á bakvið okkur," sagði hetja Portúgala, Eder, í úrslitaleik EM í kvöld. 10. júlí 2016 22:36 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo fór grátandi af velli í fyrri hálfleik úrslitaleiks EM í gærkvöldi en þátttöka hans í leiknum var þó ekki á enda. Ronaldo átti eftir að tala trú í liðsfélaga sína í hálfleik og vera besta klappstýran í seinni hálfleiknum og framlengingunni. Cedric Soares, bakvörður portúgalska liðsins, sagði fjölmiðlum og um leið heiminum frá því eftir leikinn, að ótrúleg hálfleiksræða Cristiano Ronaldo hafi gefið liðsfélögum hans mikið. Cedric Soares viðurkenndi að portúgalska liðið hafi verið í áfalli eftir að hafa horft upp á sinn besta leikmann fara útaf vellinum grátandi á börum. Ronaldo var hinsvegar ekki grátandi þegar þeir hittu hann inn í klefa í hálfleik. „Þetta var mjög erfið stund. Það voru allir í smá áfalli. Í hálfleiknum hélt Cristiano frábæra ræðu. Hann gaf okkur mikið sjálfstraust og sagði: Hlustið, ég er viss um að við munum vinna, stöndum saman og berjumst fyrir þessu," rifjaði Cedric Soares upp í viðtali við blaðamann ESPN. „Þetta var alveg ótrúlegt. Allt liðið var með frábært hugarfar. Við sýndum það líka í þessum úrslitaleik að þegar allir berjast saman sem einn maður þá er liðið miklu sterkara," sagði Cedric Soares.Sjá einnig:Ronaldo borinn grátandi af velli í París „Ronaldo var frábær og viðhorfið hans var ótrúlegt. Hann hefur alltaf komið með hvetjandi orð inn í liðið og það hefur góð áhrif á alla í liðinu. Hann var líka alltaf að koma með réttu orðin til manna á ýmsum tímapunktum í leiknum," sagði Cedric Soares. Cristiano Ronaldo leit út eins og drífandi aðstoðarþjálfari í seinni hálfleiknum þar sem hann haltraði um á öðrum fætinum. Miguel Delaney á ESPN sagði einnig frá því að Cristiano Ronaldo hafi farið fyrir kóngódansi í viðtalsherberginu eftir leikinn á milli þess að hann faðmaði liðsfélaga sína sem voru í viðtölum. Þar fór svo sannarlega hamingjusamur maður.Cristiano Ronaldo með þjálfaranum Fernando Santos á hliðarlínunni.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07 Pepe: Vildum vinna þetta fyrir Ronaldo Pepe, besti leikmaður úrslitaleik Frakklands og Portúgals, segir að leikmenn portúgalska liðsins hafi verið staðráðnir í að vinna úrslitaleikinn fyrir meiddan Ronaldo. 10. júlí 2016 22:23 Portúgal Evrópumeistari í fyrsta sinn Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. 10. júlí 2016 21:30 Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30 Hetjan Éder: Þetta var verðskuldað "Þetta var frábær stund. Okkar lið lagði virkilega mikið á sig og vissum að portúgalska fólkið væri á bakvið okkur," sagði hetja Portúgala, Eder, í úrslitaleik EM í kvöld. 10. júlí 2016 22:36 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07
Pepe: Vildum vinna þetta fyrir Ronaldo Pepe, besti leikmaður úrslitaleik Frakklands og Portúgals, segir að leikmenn portúgalska liðsins hafi verið staðráðnir í að vinna úrslitaleikinn fyrir meiddan Ronaldo. 10. júlí 2016 22:23
Portúgal Evrópumeistari í fyrsta sinn Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. 10. júlí 2016 21:30
Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30
Hetjan Éder: Þetta var verðskuldað "Þetta var frábær stund. Okkar lið lagði virkilega mikið á sig og vissum að portúgalska fólkið væri á bakvið okkur," sagði hetja Portúgala, Eder, í úrslitaleik EM í kvöld. 10. júlí 2016 22:36