Ísland ekki bara besta lið Norðurlanda heldur það langbesta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 09:00 Vísir/EPA og Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun hoppa upp um heil tólf sæti á nýjum FIFA-lista sem verður gefinn út á fimmtudaginn en þetta kemur fram í spá spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Alexis hefur reiknað listann út og hann hefur haft rétt fyrir sér hingað til. Samkvæmt hans útreikningum mun íslenska liðið fara alla leið upp í 22. sæti listans eftir frábæran árangur sinn á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem Ísland komst í átta liða úrslitin. Ísland hefur hæst komist í 23. sæti listans og mun því bæta það met þegar listinn verður gefinn út. Íslenska liðinu vantaði heldur ekki mikið í viðbót til að vera ofar en Slóvakía sem er í næsta sætinu fyrir ofan. Ísland er áfram besta lið Norðurlanda en bætir sína stöðu talsvert gagnvart frændþjóðum sínum. Í raun má segja að Ísland sé nú orðið langbesta lið Norðurlanda ef marka má FIFA-listann. Íslenska liðið var einu sæti ofar en Svíþjóð og þremur sætum ofar en Danmörk á júnílistanum. Á sama tíma og Ísland tekur risastökk þá lækka Svíar og Danir sig á listanum samkvæmt spá Alexis Martín-Tamayo. Ísland verður því 18 sætum ofar en Svíþjóð (40. sæti) og 22 sætum ofar en Danmörk (44. sæti) á næsta FIFA-lista. Norðmenn eru síðan áfram í 51. sætinu. Ísland vann Austurríki og England á EM 2016 og bæði þau lið lækka sig. Englendingar fara reyndar bara niður um tvö sæti og niður í það þrettánda en Austurríkismenn verða hinsvegar fjórtán sætum neðar en á síðasta lista eða í 24. sætinu. Það er heldur ekki að hjálpa Portúgal að ná „bara" í jafntefli á móti Íslandi því nýkrýndir Evrópumeistarar fara aðeins upp um tvö sæti og verða í sjötta sætinu á nýja FIFA-listanum. Nýi FIFA-listinn verður formlega gefinn út á fimmtudagsmorguninn og Ísland getur því ekki formlega kallað sig langbesta lið Norðurlanda fyrr en eftir þrjá daga.Os adelanto el TOP-60 del próximo Ranking FIFA que será publicado el jueves 14-Julio. ¡¡¡Viva el fútbol!!! pic.twitter.com/CeEweKd1Ck— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 11, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun hoppa upp um heil tólf sæti á nýjum FIFA-lista sem verður gefinn út á fimmtudaginn en þetta kemur fram í spá spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Alexis hefur reiknað listann út og hann hefur haft rétt fyrir sér hingað til. Samkvæmt hans útreikningum mun íslenska liðið fara alla leið upp í 22. sæti listans eftir frábæran árangur sinn á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem Ísland komst í átta liða úrslitin. Ísland hefur hæst komist í 23. sæti listans og mun því bæta það met þegar listinn verður gefinn út. Íslenska liðinu vantaði heldur ekki mikið í viðbót til að vera ofar en Slóvakía sem er í næsta sætinu fyrir ofan. Ísland er áfram besta lið Norðurlanda en bætir sína stöðu talsvert gagnvart frændþjóðum sínum. Í raun má segja að Ísland sé nú orðið langbesta lið Norðurlanda ef marka má FIFA-listann. Íslenska liðið var einu sæti ofar en Svíþjóð og þremur sætum ofar en Danmörk á júnílistanum. Á sama tíma og Ísland tekur risastökk þá lækka Svíar og Danir sig á listanum samkvæmt spá Alexis Martín-Tamayo. Ísland verður því 18 sætum ofar en Svíþjóð (40. sæti) og 22 sætum ofar en Danmörk (44. sæti) á næsta FIFA-lista. Norðmenn eru síðan áfram í 51. sætinu. Ísland vann Austurríki og England á EM 2016 og bæði þau lið lækka sig. Englendingar fara reyndar bara niður um tvö sæti og niður í það þrettánda en Austurríkismenn verða hinsvegar fjórtán sætum neðar en á síðasta lista eða í 24. sætinu. Það er heldur ekki að hjálpa Portúgal að ná „bara" í jafntefli á móti Íslandi því nýkrýndir Evrópumeistarar fara aðeins upp um tvö sæti og verða í sjötta sætinu á nýja FIFA-listanum. Nýi FIFA-listinn verður formlega gefinn út á fimmtudagsmorguninn og Ísland getur því ekki formlega kallað sig langbesta lið Norðurlanda fyrr en eftir þrjá daga.Os adelanto el TOP-60 del próximo Ranking FIFA que será publicado el jueves 14-Julio. ¡¡¡Viva el fútbol!!! pic.twitter.com/CeEweKd1Ck— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 11, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Sjá meira