Ísland ekki bara besta lið Norðurlanda heldur það langbesta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 09:00 Vísir/EPA og Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun hoppa upp um heil tólf sæti á nýjum FIFA-lista sem verður gefinn út á fimmtudaginn en þetta kemur fram í spá spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Alexis hefur reiknað listann út og hann hefur haft rétt fyrir sér hingað til. Samkvæmt hans útreikningum mun íslenska liðið fara alla leið upp í 22. sæti listans eftir frábæran árangur sinn á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem Ísland komst í átta liða úrslitin. Ísland hefur hæst komist í 23. sæti listans og mun því bæta það met þegar listinn verður gefinn út. Íslenska liðinu vantaði heldur ekki mikið í viðbót til að vera ofar en Slóvakía sem er í næsta sætinu fyrir ofan. Ísland er áfram besta lið Norðurlanda en bætir sína stöðu talsvert gagnvart frændþjóðum sínum. Í raun má segja að Ísland sé nú orðið langbesta lið Norðurlanda ef marka má FIFA-listann. Íslenska liðið var einu sæti ofar en Svíþjóð og þremur sætum ofar en Danmörk á júnílistanum. Á sama tíma og Ísland tekur risastökk þá lækka Svíar og Danir sig á listanum samkvæmt spá Alexis Martín-Tamayo. Ísland verður því 18 sætum ofar en Svíþjóð (40. sæti) og 22 sætum ofar en Danmörk (44. sæti) á næsta FIFA-lista. Norðmenn eru síðan áfram í 51. sætinu. Ísland vann Austurríki og England á EM 2016 og bæði þau lið lækka sig. Englendingar fara reyndar bara niður um tvö sæti og niður í það þrettánda en Austurríkismenn verða hinsvegar fjórtán sætum neðar en á síðasta lista eða í 24. sætinu. Það er heldur ekki að hjálpa Portúgal að ná „bara" í jafntefli á móti Íslandi því nýkrýndir Evrópumeistarar fara aðeins upp um tvö sæti og verða í sjötta sætinu á nýja FIFA-listanum. Nýi FIFA-listinn verður formlega gefinn út á fimmtudagsmorguninn og Ísland getur því ekki formlega kallað sig langbesta lið Norðurlanda fyrr en eftir þrjá daga.Os adelanto el TOP-60 del próximo Ranking FIFA que será publicado el jueves 14-Julio. ¡¡¡Viva el fútbol!!! pic.twitter.com/CeEweKd1Ck— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 11, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun hoppa upp um heil tólf sæti á nýjum FIFA-lista sem verður gefinn út á fimmtudaginn en þetta kemur fram í spá spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Alexis hefur reiknað listann út og hann hefur haft rétt fyrir sér hingað til. Samkvæmt hans útreikningum mun íslenska liðið fara alla leið upp í 22. sæti listans eftir frábæran árangur sinn á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem Ísland komst í átta liða úrslitin. Ísland hefur hæst komist í 23. sæti listans og mun því bæta það met þegar listinn verður gefinn út. Íslenska liðinu vantaði heldur ekki mikið í viðbót til að vera ofar en Slóvakía sem er í næsta sætinu fyrir ofan. Ísland er áfram besta lið Norðurlanda en bætir sína stöðu talsvert gagnvart frændþjóðum sínum. Í raun má segja að Ísland sé nú orðið langbesta lið Norðurlanda ef marka má FIFA-listann. Íslenska liðið var einu sæti ofar en Svíþjóð og þremur sætum ofar en Danmörk á júnílistanum. Á sama tíma og Ísland tekur risastökk þá lækka Svíar og Danir sig á listanum samkvæmt spá Alexis Martín-Tamayo. Ísland verður því 18 sætum ofar en Svíþjóð (40. sæti) og 22 sætum ofar en Danmörk (44. sæti) á næsta FIFA-lista. Norðmenn eru síðan áfram í 51. sætinu. Ísland vann Austurríki og England á EM 2016 og bæði þau lið lækka sig. Englendingar fara reyndar bara niður um tvö sæti og niður í það þrettánda en Austurríkismenn verða hinsvegar fjórtán sætum neðar en á síðasta lista eða í 24. sætinu. Það er heldur ekki að hjálpa Portúgal að ná „bara" í jafntefli á móti Íslandi því nýkrýndir Evrópumeistarar fara aðeins upp um tvö sæti og verða í sjötta sætinu á nýja FIFA-listanum. Nýi FIFA-listinn verður formlega gefinn út á fimmtudagsmorguninn og Ísland getur því ekki formlega kallað sig langbesta lið Norðurlanda fyrr en eftir þrjá daga.Os adelanto el TOP-60 del próximo Ranking FIFA que será publicado el jueves 14-Julio. ¡¡¡Viva el fútbol!!! pic.twitter.com/CeEweKd1Ck— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 11, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira