Lilja býður sig ekki fram til formanns Framsóknarflokksins Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 10. júlí 2016 13:06 Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra gerir ráð fyrir því að boðað verði til miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins í ágúst. vísir/stefán Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra gerir ráð fyrir því að boðað verði til miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins í ágúst. Hún segir ekki koma til greina að bjóða sig fram í formann flokksins gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Lilja kom nokkuð óvænt inn í íslensk stjórnmál þegar hún tók sæti í ríkisstjórn sem utanríkisráðherra 7. apríl síðastlinn. Lilja var gestur Páls Magnússonar Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar var hún m.a. spurð hvort boðað yrði til miðstjórnarfundar í Framsóknarflokknum fyrir kosningar í haust og um stöðu Sigmundar Davíðs sem formann flokksins. „Það kæmi mér ekki á óvart ef það væri miðstjórnarfundur nú í ágúst eða svo. Það sem er að gerast núna er að Sigmundur er að tala við flokksmenn um land allt. Ég held að þau samtöl gangi bara vel fyrir sig,“ sagði Lilja.Þú reiknar með að þessi flokksþingi verði flýtt?„Ég á frekar von á því, já,“ sagði Lilja. Lilja sagði það þó ekki koma til greina að bjóða sig fram sem formann gegn Sigmundi Davíð. Hún sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hún myndi gefa kost á sér í alþingiskosningunum í haust. Það væri þó spennandi möguleiki. „Ég get sagt það að ég hef haft mjög gaman af þessu á síðustu mánuðum. Ég hef líka verið mjög ánægð á þeim vettvangi sem ég hef verið í Seðlabankanum og störfum mínum hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum,“ sagði Lilja.Hvort eru meiri líkur eða minni á því að þú farir í þingframboð í haust?„Ég hef lofað fjölskyldu minni að við munum frekar fyrst ákveða þetta í sameiningu áður en ég fer að tjá mig um það opinberlega um þetta,“ sagði Lilja. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra gerir ráð fyrir því að boðað verði til miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins í ágúst. Hún segir ekki koma til greina að bjóða sig fram í formann flokksins gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Lilja kom nokkuð óvænt inn í íslensk stjórnmál þegar hún tók sæti í ríkisstjórn sem utanríkisráðherra 7. apríl síðastlinn. Lilja var gestur Páls Magnússonar Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar var hún m.a. spurð hvort boðað yrði til miðstjórnarfundar í Framsóknarflokknum fyrir kosningar í haust og um stöðu Sigmundar Davíðs sem formann flokksins. „Það kæmi mér ekki á óvart ef það væri miðstjórnarfundur nú í ágúst eða svo. Það sem er að gerast núna er að Sigmundur er að tala við flokksmenn um land allt. Ég held að þau samtöl gangi bara vel fyrir sig,“ sagði Lilja.Þú reiknar með að þessi flokksþingi verði flýtt?„Ég á frekar von á því, já,“ sagði Lilja. Lilja sagði það þó ekki koma til greina að bjóða sig fram sem formann gegn Sigmundi Davíð. Hún sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hún myndi gefa kost á sér í alþingiskosningunum í haust. Það væri þó spennandi möguleiki. „Ég get sagt það að ég hef haft mjög gaman af þessu á síðustu mánuðum. Ég hef líka verið mjög ánægð á þeim vettvangi sem ég hef verið í Seðlabankanum og störfum mínum hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum,“ sagði Lilja.Hvort eru meiri líkur eða minni á því að þú farir í þingframboð í haust?„Ég hef lofað fjölskyldu minni að við munum frekar fyrst ákveða þetta í sameiningu áður en ég fer að tjá mig um það opinberlega um þetta,“ sagði Lilja.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira