Ögurstund Svandís Svavarsdóttir skrifar 28. júlí 2016 06:00 Ísland er um margt einstaklega gott samfélag. Í slíku samfélagi ríkja velferð, lýðræði og mannsæmandi kjör. En ekkert varir án þess að að því sé hlúð. Í markaðssamfélagi, kapítalismanum, sækja peningaöflin inn á öll svið samfélagsins til að ávaxta sitt pund, ota sínum tota, viðhalda forréttindum hinna ríku og auka mismunun. Pólitísk öfl taka sér stöðu með forréttindum, með hinum ríku beita sér í þágu peningaafla og sérhagsmuna. Við höfum séð mýmörg dæmi um slíkt á þessu kjörtímabili. Innlend og erlend peningaöfl sækja inn á svið velferðar og auðlinda, ekki síst inn í heilbrigðiskerfið og menntakerfið. Pólitísk velvild greiðir götu slíkrar viðleitni með ófyrirséðum afleiðingum. Mennta- og heilbrigðiskerfi fyrir alla er nefnilega líka lýðræðismál því öflugir innviðir af því tagi styrkja verulega möguleika fólks til þátttöku í lýðræðissamfélagi. Ekki bara á kjördag heldur alltaf. Réttlátt skattkerfi er hornsteinn velferðarsamfélaga. Þeir sem nóg hafa og meira en nóg borga meira til samneyslunnar sem er hugsuð til þess að jafna kjör og tryggja velferð allra án tillits til efnahags. Núverandi stjórnvöld hafa ítrekað lýst afstöðu sinni gegn auðlegðarskatti og þrepaskiptu skattkerfi að norrænni fyrirmynd. Á Íslandi hafa forystumenn beggja stjórnarflokkanna sýslað með sitt persónulega fé í gegnum aflandsfélög í skattaskjólum og styðja þar með starfsemi sem grefur undan velferðarsamfélögum um heim allan. Hvorugur telur nokkuð athugavert við slíkan veruleika og flokkarnir báðir hafa leynt og ljóst varið starfsemi af þessu tagi. Forystumenn stjórnarflokkanna eru augljóslega ekki hluti af samfélaginu. Þeir deila ekki kjörum með öllum almenningi. Þeir tala eins og 300.000 krónur í mánaðarlaun, fyrir fullan vinnudag, setji hér allt á hliðina en segjast gleyma tugum og hundruðum milljóna í sínum eigin fjárhag. Boðaðar kosningar í haust fara fram á ögurstundu í tilveru þjóðar. Aldrei hefur verið jafnskýrt að ráðamenn tilheyra forréttindastétt fárra og ríkra í samfélaginu. Að þeir draga taum sérhagsmuna á kostnað almannahagsmuna. Um þetta verður kosið í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Ísland er um margt einstaklega gott samfélag. Í slíku samfélagi ríkja velferð, lýðræði og mannsæmandi kjör. En ekkert varir án þess að að því sé hlúð. Í markaðssamfélagi, kapítalismanum, sækja peningaöflin inn á öll svið samfélagsins til að ávaxta sitt pund, ota sínum tota, viðhalda forréttindum hinna ríku og auka mismunun. Pólitísk öfl taka sér stöðu með forréttindum, með hinum ríku beita sér í þágu peningaafla og sérhagsmuna. Við höfum séð mýmörg dæmi um slíkt á þessu kjörtímabili. Innlend og erlend peningaöfl sækja inn á svið velferðar og auðlinda, ekki síst inn í heilbrigðiskerfið og menntakerfið. Pólitísk velvild greiðir götu slíkrar viðleitni með ófyrirséðum afleiðingum. Mennta- og heilbrigðiskerfi fyrir alla er nefnilega líka lýðræðismál því öflugir innviðir af því tagi styrkja verulega möguleika fólks til þátttöku í lýðræðissamfélagi. Ekki bara á kjördag heldur alltaf. Réttlátt skattkerfi er hornsteinn velferðarsamfélaga. Þeir sem nóg hafa og meira en nóg borga meira til samneyslunnar sem er hugsuð til þess að jafna kjör og tryggja velferð allra án tillits til efnahags. Núverandi stjórnvöld hafa ítrekað lýst afstöðu sinni gegn auðlegðarskatti og þrepaskiptu skattkerfi að norrænni fyrirmynd. Á Íslandi hafa forystumenn beggja stjórnarflokkanna sýslað með sitt persónulega fé í gegnum aflandsfélög í skattaskjólum og styðja þar með starfsemi sem grefur undan velferðarsamfélögum um heim allan. Hvorugur telur nokkuð athugavert við slíkan veruleika og flokkarnir báðir hafa leynt og ljóst varið starfsemi af þessu tagi. Forystumenn stjórnarflokkanna eru augljóslega ekki hluti af samfélaginu. Þeir deila ekki kjörum með öllum almenningi. Þeir tala eins og 300.000 krónur í mánaðarlaun, fyrir fullan vinnudag, setji hér allt á hliðina en segjast gleyma tugum og hundruðum milljóna í sínum eigin fjárhag. Boðaðar kosningar í haust fara fram á ögurstundu í tilveru þjóðar. Aldrei hefur verið jafnskýrt að ráðamenn tilheyra forréttindastétt fárra og ríkra í samfélaginu. Að þeir draga taum sérhagsmuna á kostnað almannahagsmuna. Um þetta verður kosið í haust.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun