Óhjákvæmilegt að fjölga þingfundardögum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. júlí 2016 19:28 Óhjákvæmilegt er að bæta við þingfundardögum í haust til að klára öll mál ríkisstjórnarinnar. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Samkomulag um að flýta kosningum hafi verið viðleitni til að ná saman við stjórnarandstöðuna en vantrauststillaga hennar hefði haft áhrif á þau áform.Sjálfstæðismenn áhugasamir um kosningar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi bréf til flokksmanna í gær þar sem fram kemur að hann muni á næstunni hefja fulla þátttöku í stjórnmálabaráttunni. Þá tjáir Sigmundur sig einnig um boðaðar alþingiskosningar í haust en í bréfinu segir: „Einhverra hluta vegna hefur hluti samstarfsmanna okkar í Sjálfstæðisflokknum verið áhugasamur um að flýta alþingiskosningum.” Það hafa þó fleiri en sjálfstæðismenn talað í þá veru að flýta kosningum en Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, var spurður um málið á Alþingi 28. apríl síðastliðinn af Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingmanni Pírata. „Ætlar forsætisráðherra hæstvirtur að boða til kosninga í haust,“ spurði Ásta Guðrún. Og svar Sigurður Inga var eftirfarandi: „Virðulegur forseti. Stutta svarið er náttúrulega já, eins og fram hefur komið í mörgum samtölum og samræðum hér bæði við minnihlutann og í yfirlýsingum forystumanna flokkanna,“ sagði Sigurður Ingi.„Fullkomlega skýrt“ Er þetta ekki afskaplega skýrt Sigmundur. Að það verði boðað til alþingiskosninga í haust? „Það er bara mjög skýrt og fullkomlega skýrt, vegna þess að ég tók þátt í þessu á sínum tíma þegar að verið var að ganga frá þessu, að þetta væri háð því að við kláruðum fyrst þessi mál sem við ætluðum okkur að klára. Í því felst hugmyndin. Til hvers að bjóða upp á það að flýta kosningum ef að það á ekkert að koma á móti. Hugmyndin væri að með því væri verið að koma til móts við stjórnarandstöðuna meðal annars, ef að hún þá féllist á að vinna þetta með okkur,“ segir Sigmundur Davíð. Þetta hefði því verið viðleitni til að ná saman við stjórnarandstöðuna um að láta málin ganga hratt fyrir sig. „Það næsta sem gerðist hins vegar var að það var lýst yfir vantrausti á ríkisstjórnina. Menn héldu sig við það. Sú tillaga var felld.“ Hafði þessi vantrauststillaga áhrif á þessi áform ykkar (að flýta kosningum, innsk. blm.)? „Já, það segir sig eiginlega sjálft þegar að stjórnarandstaðan hélt sig við að lýsa yfir vantrausti á ríkisstjórnina, þá var hún ekki á því að semja um að menn afgreiddu málin,“ segir Sigmundur. Á starfsáætlun Alþingis er gert ráð fyrir 12 þingfundardögum í ágúst og september áður en þingi verður frestað þann 2. september.Óhjákvæmilegt að fjölga þingfundardögumTelur þú raunhæft að klára þessi mál á þessum tíma? „Ég held að það sé orðið ljóst og hljóti að vera óhjákvæmilegt að það þurfi að bæta þarna við einhverjum tíma. Kannski talsverðum tíma. En sá tími sem er til stefnu, það er að segja þeir mánuðir sem enn eru fram að kosningum á tilsettum tíma, hann er nægur. Svo er bara spurning hvort og hversu vel mönnum tekst að flýta þessu starfi, langi menn að flýta kosningum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð ætlar ekki að hætta í stjórnmálum Sendi félögum sínum bréf í gær þess efnis að hann myndi snúa aftur úr leyfi þegar þing kæmi aftur saman í ágúst. 26. júlí 2016 07:00 Blendin viðbrögð á Facebook við endurkomu Sigmundar Davíðs Háðsglósur fremur en húrrahróp vegna hinna pólitísku tíðinda dagsins. 25. júlí 2016 16:22 Sigmundur Davíð boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna Sigmundur Davíð býst við heiftarlegum viðbrögðum og hann telur kosningar óþarfar. 25. júlí 2016 14:32 Birgitta segir Framsóknarflokkinn halda þjóð og þingi í óvissu Þingmaður Pírata vill fá skýrari svör við því frá Framsókn um hvenær kosningar eigi að vera. 26. júlí 2016 11:43 Allar áætlanir þingsins gera ráð fyrir kosningum í haust Einar K. Guðfinnsson segir að stefnt sé að kosningum í haust. 26. júlí 2016 13:15 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Óhjákvæmilegt er að bæta við þingfundardögum í haust til að klára öll mál ríkisstjórnarinnar. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Samkomulag um að flýta kosningum hafi verið viðleitni til að ná saman við stjórnarandstöðuna en vantrauststillaga hennar hefði haft áhrif á þau áform.Sjálfstæðismenn áhugasamir um kosningar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi bréf til flokksmanna í gær þar sem fram kemur að hann muni á næstunni hefja fulla þátttöku í stjórnmálabaráttunni. Þá tjáir Sigmundur sig einnig um boðaðar alþingiskosningar í haust en í bréfinu segir: „Einhverra hluta vegna hefur hluti samstarfsmanna okkar í Sjálfstæðisflokknum verið áhugasamur um að flýta alþingiskosningum.” Það hafa þó fleiri en sjálfstæðismenn talað í þá veru að flýta kosningum en Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, var spurður um málið á Alþingi 28. apríl síðastliðinn af Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingmanni Pírata. „Ætlar forsætisráðherra hæstvirtur að boða til kosninga í haust,“ spurði Ásta Guðrún. Og svar Sigurður Inga var eftirfarandi: „Virðulegur forseti. Stutta svarið er náttúrulega já, eins og fram hefur komið í mörgum samtölum og samræðum hér bæði við minnihlutann og í yfirlýsingum forystumanna flokkanna,“ sagði Sigurður Ingi.„Fullkomlega skýrt“ Er þetta ekki afskaplega skýrt Sigmundur. Að það verði boðað til alþingiskosninga í haust? „Það er bara mjög skýrt og fullkomlega skýrt, vegna þess að ég tók þátt í þessu á sínum tíma þegar að verið var að ganga frá þessu, að þetta væri háð því að við kláruðum fyrst þessi mál sem við ætluðum okkur að klára. Í því felst hugmyndin. Til hvers að bjóða upp á það að flýta kosningum ef að það á ekkert að koma á móti. Hugmyndin væri að með því væri verið að koma til móts við stjórnarandstöðuna meðal annars, ef að hún þá féllist á að vinna þetta með okkur,“ segir Sigmundur Davíð. Þetta hefði því verið viðleitni til að ná saman við stjórnarandstöðuna um að láta málin ganga hratt fyrir sig. „Það næsta sem gerðist hins vegar var að það var lýst yfir vantrausti á ríkisstjórnina. Menn héldu sig við það. Sú tillaga var felld.“ Hafði þessi vantrauststillaga áhrif á þessi áform ykkar (að flýta kosningum, innsk. blm.)? „Já, það segir sig eiginlega sjálft þegar að stjórnarandstaðan hélt sig við að lýsa yfir vantrausti á ríkisstjórnina, þá var hún ekki á því að semja um að menn afgreiddu málin,“ segir Sigmundur. Á starfsáætlun Alþingis er gert ráð fyrir 12 þingfundardögum í ágúst og september áður en þingi verður frestað þann 2. september.Óhjákvæmilegt að fjölga þingfundardögumTelur þú raunhæft að klára þessi mál á þessum tíma? „Ég held að það sé orðið ljóst og hljóti að vera óhjákvæmilegt að það þurfi að bæta þarna við einhverjum tíma. Kannski talsverðum tíma. En sá tími sem er til stefnu, það er að segja þeir mánuðir sem enn eru fram að kosningum á tilsettum tíma, hann er nægur. Svo er bara spurning hvort og hversu vel mönnum tekst að flýta þessu starfi, langi menn að flýta kosningum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð ætlar ekki að hætta í stjórnmálum Sendi félögum sínum bréf í gær þess efnis að hann myndi snúa aftur úr leyfi þegar þing kæmi aftur saman í ágúst. 26. júlí 2016 07:00 Blendin viðbrögð á Facebook við endurkomu Sigmundar Davíðs Háðsglósur fremur en húrrahróp vegna hinna pólitísku tíðinda dagsins. 25. júlí 2016 16:22 Sigmundur Davíð boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna Sigmundur Davíð býst við heiftarlegum viðbrögðum og hann telur kosningar óþarfar. 25. júlí 2016 14:32 Birgitta segir Framsóknarflokkinn halda þjóð og þingi í óvissu Þingmaður Pírata vill fá skýrari svör við því frá Framsókn um hvenær kosningar eigi að vera. 26. júlí 2016 11:43 Allar áætlanir þingsins gera ráð fyrir kosningum í haust Einar K. Guðfinnsson segir að stefnt sé að kosningum í haust. 26. júlí 2016 13:15 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sigmundur Davíð ætlar ekki að hætta í stjórnmálum Sendi félögum sínum bréf í gær þess efnis að hann myndi snúa aftur úr leyfi þegar þing kæmi aftur saman í ágúst. 26. júlí 2016 07:00
Blendin viðbrögð á Facebook við endurkomu Sigmundar Davíðs Háðsglósur fremur en húrrahróp vegna hinna pólitísku tíðinda dagsins. 25. júlí 2016 16:22
Sigmundur Davíð boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna Sigmundur Davíð býst við heiftarlegum viðbrögðum og hann telur kosningar óþarfar. 25. júlí 2016 14:32
Birgitta segir Framsóknarflokkinn halda þjóð og þingi í óvissu Þingmaður Pírata vill fá skýrari svör við því frá Framsókn um hvenær kosningar eigi að vera. 26. júlí 2016 11:43
Allar áætlanir þingsins gera ráð fyrir kosningum í haust Einar K. Guðfinnsson segir að stefnt sé að kosningum í haust. 26. júlí 2016 13:15