Þingmenn Framsóknar telja ekki sjálfsagt að flýta kosningum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. júlí 2016 13:40 Vísir Þeir þingmenn Framsóknar sem Vísir hefur rætt við í morgun eru flestir á því máli að ekki sé sjálfsagt að flýta þingkosningum fram á haust. Þetta rímar við ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins í bréfi til Framsóknarmanna á dögunum. Kosningar í haust voru meðal annars forsenda áframhaldandi stjórnarsamstarfs Sjálfstæðis- og framsóknarflokks eftir hið svokallaða Wintris mál í apríl síðastliðnum. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokkins hefur jafnframt ítrekað í samtali við RÚV að kosið verði í haust. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar sagðist í samtali við Vísi ekki botna í því hvernig stjórnskipun landsins er túlkuð, ef vantraust á ríkisstjórn er fellt en samt sé kosningum flýtt. „Þetta er meðal annars ástæða þess að ég tók endanlega ákvörðun um að hætta. Þetta rugl sem er orðið í þinginu,“ segir Vigdís.Áhyggjur af framtíðinni og verkefnum ríkisstjórnar Silja Dögg Gunnarsdóttir segist hafa áhyggjur af því að loforð um kosningar í haust hafi verið of mikil fljótfærni. Hún telur jafnframt efast um að hægt sé að afgreiða fjárlög með góðu móti, sé stefnt á kosningar í haust. Þá telur hún nauðsynlegt að hugsa ákvörðunina til lengri tíma, þetta geti sýnt fordæmi fyrir hvernig sé tekið á ólgu í samfélaginu. „Viljum við þetta þegar eitthvað gerist? Viljum við alltaf fara í kosningar eða viljum við afgreiða málin öðruvísi?“ segir Silja Dögg í samtali við Vísi. Jafnframt segir Silja Dögg að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hafi verið mjög skýrir um að ætla að standa við kosningar. „Ég sé ekki að því verði breytt úr þessu, þó ég hefði viljað draga þær allavega fram yfir áramótin upp á fjárlögin.“ Líneik Anna Sævarsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson eru bæði á sama máli um að nauðsynlegt sé að klára þau verkefni ríkisstjórnarinnar sem liggja fyrir áður en gengið er til kosninga. „Við erum ennþá sömu skoðunar að það þurfi að klára þau mál ef að það á að kjósa í haust.“ sagði Þorsteinn í samtali við Vísi og bætti jafnframt við að ef vilji er til sé hægt að afgreiða þau mál sem brýnust eru. Aðspurð segir Líneik Anna að þau mál sem brýnast sé að klára séu umgjörð húsnæðis- og fjármálamarkaðar í landinu, sem og velferðarmál. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsætisráðherra ætlar að standa við orð sín um kosningar í haust Forsætisráðherra segist vanur að standa við orð og á von að boðað verði til Alþingiskosninga í haust. Hann segir þó skiptar skoðanir um málið innan Framsóknarflokksins. 5. júní 2016 18:30 Stóru málin fyrst, kosningar svo Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. 29. maí 2016 12:51 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira
Þeir þingmenn Framsóknar sem Vísir hefur rætt við í morgun eru flestir á því máli að ekki sé sjálfsagt að flýta þingkosningum fram á haust. Þetta rímar við ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins í bréfi til Framsóknarmanna á dögunum. Kosningar í haust voru meðal annars forsenda áframhaldandi stjórnarsamstarfs Sjálfstæðis- og framsóknarflokks eftir hið svokallaða Wintris mál í apríl síðastliðnum. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokkins hefur jafnframt ítrekað í samtali við RÚV að kosið verði í haust. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar sagðist í samtali við Vísi ekki botna í því hvernig stjórnskipun landsins er túlkuð, ef vantraust á ríkisstjórn er fellt en samt sé kosningum flýtt. „Þetta er meðal annars ástæða þess að ég tók endanlega ákvörðun um að hætta. Þetta rugl sem er orðið í þinginu,“ segir Vigdís.Áhyggjur af framtíðinni og verkefnum ríkisstjórnar Silja Dögg Gunnarsdóttir segist hafa áhyggjur af því að loforð um kosningar í haust hafi verið of mikil fljótfærni. Hún telur jafnframt efast um að hægt sé að afgreiða fjárlög með góðu móti, sé stefnt á kosningar í haust. Þá telur hún nauðsynlegt að hugsa ákvörðunina til lengri tíma, þetta geti sýnt fordæmi fyrir hvernig sé tekið á ólgu í samfélaginu. „Viljum við þetta þegar eitthvað gerist? Viljum við alltaf fara í kosningar eða viljum við afgreiða málin öðruvísi?“ segir Silja Dögg í samtali við Vísi. Jafnframt segir Silja Dögg að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hafi verið mjög skýrir um að ætla að standa við kosningar. „Ég sé ekki að því verði breytt úr þessu, þó ég hefði viljað draga þær allavega fram yfir áramótin upp á fjárlögin.“ Líneik Anna Sævarsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson eru bæði á sama máli um að nauðsynlegt sé að klára þau verkefni ríkisstjórnarinnar sem liggja fyrir áður en gengið er til kosninga. „Við erum ennþá sömu skoðunar að það þurfi að klára þau mál ef að það á að kjósa í haust.“ sagði Þorsteinn í samtali við Vísi og bætti jafnframt við að ef vilji er til sé hægt að afgreiða þau mál sem brýnust eru. Aðspurð segir Líneik Anna að þau mál sem brýnast sé að klára séu umgjörð húsnæðis- og fjármálamarkaðar í landinu, sem og velferðarmál.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsætisráðherra ætlar að standa við orð sín um kosningar í haust Forsætisráðherra segist vanur að standa við orð og á von að boðað verði til Alþingiskosninga í haust. Hann segir þó skiptar skoðanir um málið innan Framsóknarflokksins. 5. júní 2016 18:30 Stóru málin fyrst, kosningar svo Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. 29. maí 2016 12:51 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira
Forsætisráðherra ætlar að standa við orð sín um kosningar í haust Forsætisráðherra segist vanur að standa við orð og á von að boðað verði til Alþingiskosninga í haust. Hann segir þó skiptar skoðanir um málið innan Framsóknarflokksins. 5. júní 2016 18:30
Stóru málin fyrst, kosningar svo Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. 29. maí 2016 12:51