Einar Kárason segir Pírata samtök um þjófnað og gripdeildir Jakob Bjarnar skrifar 26. júlí 2016 10:01 Einar Kárason vandar Pírötum ekki kveðjurnar og hann kann að kreista pennann. Einar Kárason rithöfundur vandar Deildu.net og Pírötum ekki kveðjurnar; og hann kann að koma orðum að því. „Þeir hjá deildu.is settu inn merkileg skilaboð í framhaldi af dómi í máli sem STEF og fleiri höfðuðu, því hún minnir á að Píratar eru ekki bara einhverjir góðir krakkar með áhuga á framförum og mannréttindum, heldur samtök um þjófnað og gripdeildir, sem á uppruna sinn hjá illa innrættu fólki t.d. í Þýskalandi og Svíþjóð,“ skrifar Einar á Facebook-vegg sinn. Fjölmargir listamenn hafa tekið í sama streng og Jakob Frímann Magnússon, sem löngum hefur farið fyrir tónlistarmönnum í þessum efnum hefur deilt hinum köldu kveðjum Einars. Þá vekur athygli að Sjálfstæðismennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Óli Björn Kárason gefa merki um að vera Einari hjartanlega sammála.Vísir hefur fjallað um málið en félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð (FRÍSK) hefur ásamt öðrum höfundarréttarfélögum lagt fram kæru á hendur stjórnanda skráarskiptasíðunnar Deildu.net. Þá hefur FRÍSK eitt og sér lagt fram kæru á hendur nokkrum af notendum síðunnar sem hafa hlaðið upp á hana íslenskum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.Píratar sökka Einar vitnar í orðsendingu sem finna má á Deildu. „Kæru notendur. Mig langar að biðja ykkur um að deila inn öllu íslensku efni sem þið mögulega getið. Allt sem þið finnið/eigið endilega setjið það inn á síðuna. Sýnið að við erum öll Pirates Yarr!“Þessi skilaboð á Deildu finnst Einari Kárasyni, og reyndar fjölmörgum listamönnum öðrum, fyrir neðan allar hellur.Þetta þykir hinum grama rithöfundi fyrir neðan allar hellur, hann heldur áfram og mundar penna: „Í framhaldi hafa stuðningsmenn á facebook og víðar hellt sér yfir STEF og þannig samtök, og skipað þeim að skilja að 21. öldin sé upprunnin. Íslenskt efni hefur verið búið til með vinnu og eigum íslenskra listamanna og útgefenda, og að stela því og dreifa frítt er svipað og að hnupla launaumslögum vinnandi fólks. Píratar sökka!“Ef hægt er að stela er þetta í lagi Bjarni Bernharður Bjarnason rithöfundur bendir hinum grama Einari á að hinir íslensku Píratar hafi ekkert með Deildu að gera. „Reyndu að kynna þér málin áður en þú ferð með svona vitleysu.“ En ekki sljákkar í Einari við þessa ábendingu, nema síður sé: „Píratar kenna sig við þá iðju sem hefur alþjóðlega orðið ýmsum hugsjón, að stela og deila höfundavörðu efni; það athæfi er á ensku kallað "piracy". Af rótum þeirrar hugsjónar spretta líka flokkar í ýmsum löndum sem kenna sig við þessa iðju, og sömuleiðis "deilisíður" eins og "deildu" - það er kallað "piracy webs" á ensku. Réttlætingin er þessi: ef hægt er að stela því sem aðrir eiga, og eigendurnir geta ekki varið sig gegn þjófnaðinum, þá er þetta í lagi. Og hætti menn svo að heimskast með að Pírataflokkurinn íslenski hafi ekkert með þetta að gera.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bíður ákæru fyrir að setja Sönn íslensk sakamál á Deildu Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu manns um að haldlagningu raftækja hans yrði aflétt. Maðurinn er bíður ákæru fyrir að hafa deilt myndefni ólöglega. 8. júní 2016 19:45 Kæra stjórnanda Deildu Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð (FRÍSK) hefur ásamt öðrum höfundarréttarfélögum lagt fram kæru á hendur stjórnanda skráarskiptasíðunnar Deildu.net. 25. júlí 2016 07:00 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Sjá meira
Einar Kárason rithöfundur vandar Deildu.net og Pírötum ekki kveðjurnar; og hann kann að koma orðum að því. „Þeir hjá deildu.is settu inn merkileg skilaboð í framhaldi af dómi í máli sem STEF og fleiri höfðuðu, því hún minnir á að Píratar eru ekki bara einhverjir góðir krakkar með áhuga á framförum og mannréttindum, heldur samtök um þjófnað og gripdeildir, sem á uppruna sinn hjá illa innrættu fólki t.d. í Þýskalandi og Svíþjóð,“ skrifar Einar á Facebook-vegg sinn. Fjölmargir listamenn hafa tekið í sama streng og Jakob Frímann Magnússon, sem löngum hefur farið fyrir tónlistarmönnum í þessum efnum hefur deilt hinum köldu kveðjum Einars. Þá vekur athygli að Sjálfstæðismennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Óli Björn Kárason gefa merki um að vera Einari hjartanlega sammála.Vísir hefur fjallað um málið en félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð (FRÍSK) hefur ásamt öðrum höfundarréttarfélögum lagt fram kæru á hendur stjórnanda skráarskiptasíðunnar Deildu.net. Þá hefur FRÍSK eitt og sér lagt fram kæru á hendur nokkrum af notendum síðunnar sem hafa hlaðið upp á hana íslenskum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.Píratar sökka Einar vitnar í orðsendingu sem finna má á Deildu. „Kæru notendur. Mig langar að biðja ykkur um að deila inn öllu íslensku efni sem þið mögulega getið. Allt sem þið finnið/eigið endilega setjið það inn á síðuna. Sýnið að við erum öll Pirates Yarr!“Þessi skilaboð á Deildu finnst Einari Kárasyni, og reyndar fjölmörgum listamönnum öðrum, fyrir neðan allar hellur.Þetta þykir hinum grama rithöfundi fyrir neðan allar hellur, hann heldur áfram og mundar penna: „Í framhaldi hafa stuðningsmenn á facebook og víðar hellt sér yfir STEF og þannig samtök, og skipað þeim að skilja að 21. öldin sé upprunnin. Íslenskt efni hefur verið búið til með vinnu og eigum íslenskra listamanna og útgefenda, og að stela því og dreifa frítt er svipað og að hnupla launaumslögum vinnandi fólks. Píratar sökka!“Ef hægt er að stela er þetta í lagi Bjarni Bernharður Bjarnason rithöfundur bendir hinum grama Einari á að hinir íslensku Píratar hafi ekkert með Deildu að gera. „Reyndu að kynna þér málin áður en þú ferð með svona vitleysu.“ En ekki sljákkar í Einari við þessa ábendingu, nema síður sé: „Píratar kenna sig við þá iðju sem hefur alþjóðlega orðið ýmsum hugsjón, að stela og deila höfundavörðu efni; það athæfi er á ensku kallað "piracy". Af rótum þeirrar hugsjónar spretta líka flokkar í ýmsum löndum sem kenna sig við þessa iðju, og sömuleiðis "deilisíður" eins og "deildu" - það er kallað "piracy webs" á ensku. Réttlætingin er þessi: ef hægt er að stela því sem aðrir eiga, og eigendurnir geta ekki varið sig gegn þjófnaðinum, þá er þetta í lagi. Og hætti menn svo að heimskast með að Pírataflokkurinn íslenski hafi ekkert með þetta að gera.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bíður ákæru fyrir að setja Sönn íslensk sakamál á Deildu Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu manns um að haldlagningu raftækja hans yrði aflétt. Maðurinn er bíður ákæru fyrir að hafa deilt myndefni ólöglega. 8. júní 2016 19:45 Kæra stjórnanda Deildu Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð (FRÍSK) hefur ásamt öðrum höfundarréttarfélögum lagt fram kæru á hendur stjórnanda skráarskiptasíðunnar Deildu.net. 25. júlí 2016 07:00 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Sjá meira
Bíður ákæru fyrir að setja Sönn íslensk sakamál á Deildu Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu manns um að haldlagningu raftækja hans yrði aflétt. Maðurinn er bíður ákæru fyrir að hafa deilt myndefni ólöglega. 8. júní 2016 19:45
Kæra stjórnanda Deildu Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð (FRÍSK) hefur ásamt öðrum höfundarréttarfélögum lagt fram kæru á hendur stjórnanda skráarskiptasíðunnar Deildu.net. 25. júlí 2016 07:00