Fyrst það má skjóta ísbirni Kári Stefánsson skrifar 25. júlí 2016 08:54 Það er stundum erfitt að átta sig á því hvers vegna undur og stórmerki gerast. Það er líka oftast ómögulegt að skilja eðli og afleiðingar undranna og stórmerkjanna nema maður fái svar við hvers vegna spurningunni. Til dæmis er erfitt að skilja þau undur og stórmerki að mönnum detti í hug að reisa 30.000 fermetra sjúkrahús í Mosfellsbæ til þess að þjónusta útlendinga án þess að vita hvers vegna: Ekki er það vegna þess að það sé til staðar á Íslandi sérþekking eða óvanaleg geta á því sviði sem sjúkrahúsinu er ætlað að starfa á vegna þess að forsvarsmenn þess eru búnir að segja okkur að allt slíkt muni koma að utan. Ekki er það vegna þess að Ísland sé staðsett nálægt þeim sjúklingum sem sjúkrahúsinu er ætlað að sinna. Það yrði að fljúga með þá til og frá landinu. Það sem meira er þá yrði að öllum líkindum að gera slíkt hið sama við sérfræðingana sem eiga að bera uppi læknisfræðina á staðnum. Það er hins vegar athyglisvert að meðal fjárhagslegra bakhjarla hugmyndarinnar um útlendingasjúkrahús í Mosfellsbæ eru aðilar sem hafa fjárfest í heilbrigðisstofnunum í þriðjaheiminum. Það kæmi mér því ekki á óvart að þeir vildu reisa sjúkrahús á Íslandi vegna þess að þeir hefðu náð sér í ástæður til þess að ætla að hér á landi þyrftu menn ekki að uppfylla eins stíf skilyrði til þess að fá að reka sjúkrahús eins og annars staðar í Evrópu; þeir kæmust upp með meira hér en annars staðar. Það ber líka að hafa í huga að þótt okkur sé sagt að sjúkrahúsinu sé fyrst og fremst ætlað að þjóna útlendingum þá hefur læknisfræðitúrismi reynst erfiður bissness og því ekki bara líklegt heldur meira en víst að það færi hægt og hægt að draga til sín fé frá heilbrigðiskerfi íslensks almennings og leggja af mörkum til þess að búa til stéttaskiptingu í heilbrigðisþjónustu í landinu sem við erum flest sammála um að sé með öllu óþolandi. Það sem alvarlegast er þó við hugmyndina um útlendingaspítalann er að honum er ætlað að ráða þúsund manns til starfa á sama tíma og okkur reynist erfitt að manna þær heilbrigðisstofnanir sem þjónusta landsmenn. Útlendingaspítalinn myndi því rústa því sem eftir er af íslensku heilbrigðiskerfi og gera endurreisn þess margfalt erfiðari en ella. Lífi og limum landsmanna steðjar því hætta af Brugada og hugmyndum hans um það hvernig hann geti gert sér fé úr heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ég veit fyrir víst að heilbrigðismálaráðherra er mjög mótfallinn hugmyndinni um útlendingaspítalann þótt einhver hafi náð mynd af honum með höfundum hennar og hvet hann til þess að sýna leiftrandi festu við að koma í veg fyrir að henni verði hrint í framkvæmd. Ég vil benda honum á að þegar ísbirnir ganga á land og lífi okkar og limum steðjar hætta af þeim leyfum við okkur að skjóta þá. Nú er ég ekki að leggja það til að við gerum hið sama við Brugada heldur að við förum að mannúðlegri tillögu Jóns Gnarr um birnina og svæfum hann og flytjum upp á Grænlandsjökul. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Tengdar fréttir Segir einkaspítala rústa heilbrigðiskerfinu "Þeir ætla sér að ráða þúsund starfsmenn. Hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, og svo framvegis. Heilbrigðiskerfið er illa statt í dag vegna þess að okkur vantar starfsfólk,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um áform félagsins MCPB um að byggja einkarekið sjúkrahús fyrir útlendinga í Mosfellsbæ. 25. júlí 2016 07:00 Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það er stundum erfitt að átta sig á því hvers vegna undur og stórmerki gerast. Það er líka oftast ómögulegt að skilja eðli og afleiðingar undranna og stórmerkjanna nema maður fái svar við hvers vegna spurningunni. Til dæmis er erfitt að skilja þau undur og stórmerki að mönnum detti í hug að reisa 30.000 fermetra sjúkrahús í Mosfellsbæ til þess að þjónusta útlendinga án þess að vita hvers vegna: Ekki er það vegna þess að það sé til staðar á Íslandi sérþekking eða óvanaleg geta á því sviði sem sjúkrahúsinu er ætlað að starfa á vegna þess að forsvarsmenn þess eru búnir að segja okkur að allt slíkt muni koma að utan. Ekki er það vegna þess að Ísland sé staðsett nálægt þeim sjúklingum sem sjúkrahúsinu er ætlað að sinna. Það yrði að fljúga með þá til og frá landinu. Það sem meira er þá yrði að öllum líkindum að gera slíkt hið sama við sérfræðingana sem eiga að bera uppi læknisfræðina á staðnum. Það er hins vegar athyglisvert að meðal fjárhagslegra bakhjarla hugmyndarinnar um útlendingasjúkrahús í Mosfellsbæ eru aðilar sem hafa fjárfest í heilbrigðisstofnunum í þriðjaheiminum. Það kæmi mér því ekki á óvart að þeir vildu reisa sjúkrahús á Íslandi vegna þess að þeir hefðu náð sér í ástæður til þess að ætla að hér á landi þyrftu menn ekki að uppfylla eins stíf skilyrði til þess að fá að reka sjúkrahús eins og annars staðar í Evrópu; þeir kæmust upp með meira hér en annars staðar. Það ber líka að hafa í huga að þótt okkur sé sagt að sjúkrahúsinu sé fyrst og fremst ætlað að þjóna útlendingum þá hefur læknisfræðitúrismi reynst erfiður bissness og því ekki bara líklegt heldur meira en víst að það færi hægt og hægt að draga til sín fé frá heilbrigðiskerfi íslensks almennings og leggja af mörkum til þess að búa til stéttaskiptingu í heilbrigðisþjónustu í landinu sem við erum flest sammála um að sé með öllu óþolandi. Það sem alvarlegast er þó við hugmyndina um útlendingaspítalann er að honum er ætlað að ráða þúsund manns til starfa á sama tíma og okkur reynist erfitt að manna þær heilbrigðisstofnanir sem þjónusta landsmenn. Útlendingaspítalinn myndi því rústa því sem eftir er af íslensku heilbrigðiskerfi og gera endurreisn þess margfalt erfiðari en ella. Lífi og limum landsmanna steðjar því hætta af Brugada og hugmyndum hans um það hvernig hann geti gert sér fé úr heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ég veit fyrir víst að heilbrigðismálaráðherra er mjög mótfallinn hugmyndinni um útlendingaspítalann þótt einhver hafi náð mynd af honum með höfundum hennar og hvet hann til þess að sýna leiftrandi festu við að koma í veg fyrir að henni verði hrint í framkvæmd. Ég vil benda honum á að þegar ísbirnir ganga á land og lífi okkar og limum steðjar hætta af þeim leyfum við okkur að skjóta þá. Nú er ég ekki að leggja það til að við gerum hið sama við Brugada heldur að við förum að mannúðlegri tillögu Jóns Gnarr um birnina og svæfum hann og flytjum upp á Grænlandsjökul.
Segir einkaspítala rústa heilbrigðiskerfinu "Þeir ætla sér að ráða þúsund starfsmenn. Hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, og svo framvegis. Heilbrigðiskerfið er illa statt í dag vegna þess að okkur vantar starfsfólk,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um áform félagsins MCPB um að byggja einkarekið sjúkrahús fyrir útlendinga í Mosfellsbæ. 25. júlí 2016 07:00
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun