Fyrst það má skjóta ísbirni Kári Stefánsson skrifar 25. júlí 2016 08:54 Það er stundum erfitt að átta sig á því hvers vegna undur og stórmerki gerast. Það er líka oftast ómögulegt að skilja eðli og afleiðingar undranna og stórmerkjanna nema maður fái svar við hvers vegna spurningunni. Til dæmis er erfitt að skilja þau undur og stórmerki að mönnum detti í hug að reisa 30.000 fermetra sjúkrahús í Mosfellsbæ til þess að þjónusta útlendinga án þess að vita hvers vegna: Ekki er það vegna þess að það sé til staðar á Íslandi sérþekking eða óvanaleg geta á því sviði sem sjúkrahúsinu er ætlað að starfa á vegna þess að forsvarsmenn þess eru búnir að segja okkur að allt slíkt muni koma að utan. Ekki er það vegna þess að Ísland sé staðsett nálægt þeim sjúklingum sem sjúkrahúsinu er ætlað að sinna. Það yrði að fljúga með þá til og frá landinu. Það sem meira er þá yrði að öllum líkindum að gera slíkt hið sama við sérfræðingana sem eiga að bera uppi læknisfræðina á staðnum. Það er hins vegar athyglisvert að meðal fjárhagslegra bakhjarla hugmyndarinnar um útlendingasjúkrahús í Mosfellsbæ eru aðilar sem hafa fjárfest í heilbrigðisstofnunum í þriðjaheiminum. Það kæmi mér því ekki á óvart að þeir vildu reisa sjúkrahús á Íslandi vegna þess að þeir hefðu náð sér í ástæður til þess að ætla að hér á landi þyrftu menn ekki að uppfylla eins stíf skilyrði til þess að fá að reka sjúkrahús eins og annars staðar í Evrópu; þeir kæmust upp með meira hér en annars staðar. Það ber líka að hafa í huga að þótt okkur sé sagt að sjúkrahúsinu sé fyrst og fremst ætlað að þjóna útlendingum þá hefur læknisfræðitúrismi reynst erfiður bissness og því ekki bara líklegt heldur meira en víst að það færi hægt og hægt að draga til sín fé frá heilbrigðiskerfi íslensks almennings og leggja af mörkum til þess að búa til stéttaskiptingu í heilbrigðisþjónustu í landinu sem við erum flest sammála um að sé með öllu óþolandi. Það sem alvarlegast er þó við hugmyndina um útlendingaspítalann er að honum er ætlað að ráða þúsund manns til starfa á sama tíma og okkur reynist erfitt að manna þær heilbrigðisstofnanir sem þjónusta landsmenn. Útlendingaspítalinn myndi því rústa því sem eftir er af íslensku heilbrigðiskerfi og gera endurreisn þess margfalt erfiðari en ella. Lífi og limum landsmanna steðjar því hætta af Brugada og hugmyndum hans um það hvernig hann geti gert sér fé úr heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ég veit fyrir víst að heilbrigðismálaráðherra er mjög mótfallinn hugmyndinni um útlendingaspítalann þótt einhver hafi náð mynd af honum með höfundum hennar og hvet hann til þess að sýna leiftrandi festu við að koma í veg fyrir að henni verði hrint í framkvæmd. Ég vil benda honum á að þegar ísbirnir ganga á land og lífi okkar og limum steðjar hætta af þeim leyfum við okkur að skjóta þá. Nú er ég ekki að leggja það til að við gerum hið sama við Brugada heldur að við förum að mannúðlegri tillögu Jóns Gnarr um birnina og svæfum hann og flytjum upp á Grænlandsjökul. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Tengdar fréttir Segir einkaspítala rústa heilbrigðiskerfinu "Þeir ætla sér að ráða þúsund starfsmenn. Hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, og svo framvegis. Heilbrigðiskerfið er illa statt í dag vegna þess að okkur vantar starfsfólk,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um áform félagsins MCPB um að byggja einkarekið sjúkrahús fyrir útlendinga í Mosfellsbæ. 25. júlí 2016 07:00 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er stundum erfitt að átta sig á því hvers vegna undur og stórmerki gerast. Það er líka oftast ómögulegt að skilja eðli og afleiðingar undranna og stórmerkjanna nema maður fái svar við hvers vegna spurningunni. Til dæmis er erfitt að skilja þau undur og stórmerki að mönnum detti í hug að reisa 30.000 fermetra sjúkrahús í Mosfellsbæ til þess að þjónusta útlendinga án þess að vita hvers vegna: Ekki er það vegna þess að það sé til staðar á Íslandi sérþekking eða óvanaleg geta á því sviði sem sjúkrahúsinu er ætlað að starfa á vegna þess að forsvarsmenn þess eru búnir að segja okkur að allt slíkt muni koma að utan. Ekki er það vegna þess að Ísland sé staðsett nálægt þeim sjúklingum sem sjúkrahúsinu er ætlað að sinna. Það yrði að fljúga með þá til og frá landinu. Það sem meira er þá yrði að öllum líkindum að gera slíkt hið sama við sérfræðingana sem eiga að bera uppi læknisfræðina á staðnum. Það er hins vegar athyglisvert að meðal fjárhagslegra bakhjarla hugmyndarinnar um útlendingasjúkrahús í Mosfellsbæ eru aðilar sem hafa fjárfest í heilbrigðisstofnunum í þriðjaheiminum. Það kæmi mér því ekki á óvart að þeir vildu reisa sjúkrahús á Íslandi vegna þess að þeir hefðu náð sér í ástæður til þess að ætla að hér á landi þyrftu menn ekki að uppfylla eins stíf skilyrði til þess að fá að reka sjúkrahús eins og annars staðar í Evrópu; þeir kæmust upp með meira hér en annars staðar. Það ber líka að hafa í huga að þótt okkur sé sagt að sjúkrahúsinu sé fyrst og fremst ætlað að þjóna útlendingum þá hefur læknisfræðitúrismi reynst erfiður bissness og því ekki bara líklegt heldur meira en víst að það færi hægt og hægt að draga til sín fé frá heilbrigðiskerfi íslensks almennings og leggja af mörkum til þess að búa til stéttaskiptingu í heilbrigðisþjónustu í landinu sem við erum flest sammála um að sé með öllu óþolandi. Það sem alvarlegast er þó við hugmyndina um útlendingaspítalann er að honum er ætlað að ráða þúsund manns til starfa á sama tíma og okkur reynist erfitt að manna þær heilbrigðisstofnanir sem þjónusta landsmenn. Útlendingaspítalinn myndi því rústa því sem eftir er af íslensku heilbrigðiskerfi og gera endurreisn þess margfalt erfiðari en ella. Lífi og limum landsmanna steðjar því hætta af Brugada og hugmyndum hans um það hvernig hann geti gert sér fé úr heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ég veit fyrir víst að heilbrigðismálaráðherra er mjög mótfallinn hugmyndinni um útlendingaspítalann þótt einhver hafi náð mynd af honum með höfundum hennar og hvet hann til þess að sýna leiftrandi festu við að koma í veg fyrir að henni verði hrint í framkvæmd. Ég vil benda honum á að þegar ísbirnir ganga á land og lífi okkar og limum steðjar hætta af þeim leyfum við okkur að skjóta þá. Nú er ég ekki að leggja það til að við gerum hið sama við Brugada heldur að við förum að mannúðlegri tillögu Jóns Gnarr um birnina og svæfum hann og flytjum upp á Grænlandsjökul.
Segir einkaspítala rústa heilbrigðiskerfinu "Þeir ætla sér að ráða þúsund starfsmenn. Hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, og svo framvegis. Heilbrigðiskerfið er illa statt í dag vegna þess að okkur vantar starfsfólk,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um áform félagsins MCPB um að byggja einkarekið sjúkrahús fyrir útlendinga í Mosfellsbæ. 25. júlí 2016 07:00
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun