Katrín Tanja hraustasta kona heims annað árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2016 23:54 Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í crossfit í Kaliforníu í kvöld en þetta er annað árið í röð sem hún tryggir sér titilinn hraustasta kona heims. Katrín Tanja er aðeins önnur konan sem nær að vinna þennan titil tvisvar sinnum en hin er landa hennar Annie Mist Þórisdóttir. Íslenskar crossfit-konur hafa því unnið þessar krefjandi keppni fjórum sinnum sem er frábær árangur. Það var mikil spenna í lok keppninnar enda munaði litlu á milli efstu kvenna. Katrín Tanja og Tia-Clair Toomey voru að berjast um efsta sætið en Katrín náði sér ekki alveg nógu vel á strik í lokagreininni. Hún var áhyggjufull eftir keppnina og það var ekki að sjá á henni að hún væri að fara að vinna. Mótshaldarar tóku sinn tíma í að reikna út lokastigin og á meðan þurfti stelpurnar að bíða og vona það besta. Katrín Tanja fór að gráta af gleði þegar sigurinn var í höfn. Katrín Tanja var með 23 stiga forskot fyrir lokagreinina og það dugði henni því hún vann á endanum með ellefu stiga mun. Katrín Tanja fékk 984 stig á meðan Tia-Clair Toomey fékk 973 stig. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð síðan þriðja með 919 stig en þessar þrjár enduðu einmitt í sömu sætum í keppninni í fyrra. Katrín Tanja vann tvær greinar af fimmtán og var meðal sex efstu í sex greinum til viðbótar. Hún sýndi mikinn viljastyrk á lokadeginum og það er ljóst að þarna fer alvöru baráttukona. Annie Mist Þórisdóttir endaði í þrettánda sæti og Þuríður Erla Helgadóttir varð í 19. sæti. Allar íslensku stelpurnar voru því inn á topp tuttugu og Ísland á því tuttugu prósent af tuttugu hraustustu konum heims. CrossFit Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í crossfit í Kaliforníu í kvöld en þetta er annað árið í röð sem hún tryggir sér titilinn hraustasta kona heims. Katrín Tanja er aðeins önnur konan sem nær að vinna þennan titil tvisvar sinnum en hin er landa hennar Annie Mist Þórisdóttir. Íslenskar crossfit-konur hafa því unnið þessar krefjandi keppni fjórum sinnum sem er frábær árangur. Það var mikil spenna í lok keppninnar enda munaði litlu á milli efstu kvenna. Katrín Tanja og Tia-Clair Toomey voru að berjast um efsta sætið en Katrín náði sér ekki alveg nógu vel á strik í lokagreininni. Hún var áhyggjufull eftir keppnina og það var ekki að sjá á henni að hún væri að fara að vinna. Mótshaldarar tóku sinn tíma í að reikna út lokastigin og á meðan þurfti stelpurnar að bíða og vona það besta. Katrín Tanja fór að gráta af gleði þegar sigurinn var í höfn. Katrín Tanja var með 23 stiga forskot fyrir lokagreinina og það dugði henni því hún vann á endanum með ellefu stiga mun. Katrín Tanja fékk 984 stig á meðan Tia-Clair Toomey fékk 973 stig. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð síðan þriðja með 919 stig en þessar þrjár enduðu einmitt í sömu sætum í keppninni í fyrra. Katrín Tanja vann tvær greinar af fimmtán og var meðal sex efstu í sex greinum til viðbótar. Hún sýndi mikinn viljastyrk á lokadeginum og það er ljóst að þarna fer alvöru baráttukona. Annie Mist Þórisdóttir endaði í þrettánda sæti og Þuríður Erla Helgadóttir varð í 19. sæti. Allar íslensku stelpurnar voru því inn á topp tuttugu og Ísland á því tuttugu prósent af tuttugu hraustustu konum heims.
CrossFit Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira