Uppbyggingu siglt í strand Sveinn Arnarsson skrifar 9. ágúst 2016 06:00 Ekki er vitað hversu mikið nýfallnir dómar tefja fyrirhugaðar línulagnir Landsnets. vísir/vilhelm Stórar framkvæmdir við uppbyggingu flutningskerfis raforku hér á landi eru margar hverjar í biðstöðu eða komnar aftur á byrjunarreit. Á sama tíma er flutningur á raforku um landið langt frá því að vera ásættanlegur í landi þar sem gnægð raforku er að finna. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets Fjórar mikilvægar línulagnir í flutningskerfinu eru nú í mikilli óvissu. Suðurnesjalína 2, frá Hraunhellu í Hafnarfirði að Rauðamel í Svartsengi, er mikilvæg vegna fyrirhugaðrar stóriðju í Helguvík. Hún er hluti af verkefninu Suðvesturlínur sem Landsnet hóf að undirbúa fyrir rúmum áratug með það að markmiði að byggja upp raforkukerfið á Suðvesturlandi. Þurfti að fara í eignarnám á jörðum sem svo var dæmt ógilt í maí síðastliðnum. Sama máli gegnir um Kröflulínu 4 í Mývatnssveit. Þar þarf að nást samkomulag við landeigendur eða krefjast eignarnáms á jörðum. Framkvæmdaleyfi Suðurnesjalínu í Vogum var síðan afturkallað vegna ágalla í undirbúningi framkvæmdar og umhverfisráðuneytið stöðvaði Blöndulínu þrjú vegna ágalla í umhverfismati. Allt eru þetta línulagnir sem skipta miklu máli í flutningskerfinu. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir ekki hægt að meta hversu miklar tafir verði á þessum framkvæmdum. „Dómarnir hafa komið okkur á óvart og við teljum að það þurfi að skoða lagaumhverfið með tilliti til skilvirkni og gagnsæis. Þetta er í takt við forgangsmál ríkisstjórnarinnar um að einfalda stjórnsýsluna og auka skilvirkni hennar,“ segir Steinunn. „Umhverfið í þessum málum er orðið mjög flókið og undirbúningur verkefnanna tekur mjög langan tíma. Á þessum langa tíma geta forsendur verkefna breyst og lagaumhverfið líka sem gerir undirbúninginn enn flóknari. Staðan er þannig að smæstu atriði geta haft mikil áhrif og oft lagatæknileg mál frekar en efnislegar niðurstöður.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, félags sem stendur vörð um íslenska náttúru og hefur náttúruvernd að leiðarljósi, segir vanda Landsnets heimatilbúinn. „Í grunninn er þetta einfalt. Landsnet hefur þverskallast við að skoða möguleika á jarðstrengjum í línulögnum sínum og ekki viljað vinna nægilega með landeigendum og hagsmunaaðilum að málum. Þannig eru flest stóru málin strand í dag,“ segir Guðmundur Ingi og segir stóriðju vera aðaldrifkraft þess að bæta þurfi raforkuflutningskerfið í landinu. „Við sjáum það að ef stóriðjan væri ekki svona aflfrek þá þyrfti lítið að laga flutningskerfið. Hún er ástæða þess að verið er að fara í allar þessar framkvæmdir.“ Steinunn segir núverandi kerfi óviðunandi og að uppbygging sé nauðsynleg til að standa við Parísarsamkomulagið. „Landsnet hefur í mörg ár bent á að uppbygging á flutningskerfi raforku sé orðin mjög brýn og meðal annars að byggðalínan sé komin að þolmörkum. Í dag tapast mikil orka úr kerfinu og takmörkuð flutningsgeta leiðir til talsverðrar olíunotkunar,“ segir Steinunn. Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. ágúst 2016. Birtist í Fréttablaðinu Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Raforkuöryggi versnar áfram á Suðurnesjum Forstjóri Landsnets segir ekki sjálfgefið að ný Suðurnesjalína verði grafin í jörð, þrátt fyrir Hæstaréttardóm í gær. 13. maí 2016 20:16 Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Stórar framkvæmdir við uppbyggingu flutningskerfis raforku hér á landi eru margar hverjar í biðstöðu eða komnar aftur á byrjunarreit. Á sama tíma er flutningur á raforku um landið langt frá því að vera ásættanlegur í landi þar sem gnægð raforku er að finna. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets Fjórar mikilvægar línulagnir í flutningskerfinu eru nú í mikilli óvissu. Suðurnesjalína 2, frá Hraunhellu í Hafnarfirði að Rauðamel í Svartsengi, er mikilvæg vegna fyrirhugaðrar stóriðju í Helguvík. Hún er hluti af verkefninu Suðvesturlínur sem Landsnet hóf að undirbúa fyrir rúmum áratug með það að markmiði að byggja upp raforkukerfið á Suðvesturlandi. Þurfti að fara í eignarnám á jörðum sem svo var dæmt ógilt í maí síðastliðnum. Sama máli gegnir um Kröflulínu 4 í Mývatnssveit. Þar þarf að nást samkomulag við landeigendur eða krefjast eignarnáms á jörðum. Framkvæmdaleyfi Suðurnesjalínu í Vogum var síðan afturkallað vegna ágalla í undirbúningi framkvæmdar og umhverfisráðuneytið stöðvaði Blöndulínu þrjú vegna ágalla í umhverfismati. Allt eru þetta línulagnir sem skipta miklu máli í flutningskerfinu. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir ekki hægt að meta hversu miklar tafir verði á þessum framkvæmdum. „Dómarnir hafa komið okkur á óvart og við teljum að það þurfi að skoða lagaumhverfið með tilliti til skilvirkni og gagnsæis. Þetta er í takt við forgangsmál ríkisstjórnarinnar um að einfalda stjórnsýsluna og auka skilvirkni hennar,“ segir Steinunn. „Umhverfið í þessum málum er orðið mjög flókið og undirbúningur verkefnanna tekur mjög langan tíma. Á þessum langa tíma geta forsendur verkefna breyst og lagaumhverfið líka sem gerir undirbúninginn enn flóknari. Staðan er þannig að smæstu atriði geta haft mikil áhrif og oft lagatæknileg mál frekar en efnislegar niðurstöður.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, félags sem stendur vörð um íslenska náttúru og hefur náttúruvernd að leiðarljósi, segir vanda Landsnets heimatilbúinn. „Í grunninn er þetta einfalt. Landsnet hefur þverskallast við að skoða möguleika á jarðstrengjum í línulögnum sínum og ekki viljað vinna nægilega með landeigendum og hagsmunaaðilum að málum. Þannig eru flest stóru málin strand í dag,“ segir Guðmundur Ingi og segir stóriðju vera aðaldrifkraft þess að bæta þurfi raforkuflutningskerfið í landinu. „Við sjáum það að ef stóriðjan væri ekki svona aflfrek þá þyrfti lítið að laga flutningskerfið. Hún er ástæða þess að verið er að fara í allar þessar framkvæmdir.“ Steinunn segir núverandi kerfi óviðunandi og að uppbygging sé nauðsynleg til að standa við Parísarsamkomulagið. „Landsnet hefur í mörg ár bent á að uppbygging á flutningskerfi raforku sé orðin mjög brýn og meðal annars að byggðalínan sé komin að þolmörkum. Í dag tapast mikil orka úr kerfinu og takmörkuð flutningsgeta leiðir til talsverðrar olíunotkunar,“ segir Steinunn. Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. ágúst 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Raforkuöryggi versnar áfram á Suðurnesjum Forstjóri Landsnets segir ekki sjálfgefið að ný Suðurnesjalína verði grafin í jörð, þrátt fyrir Hæstaréttardóm í gær. 13. maí 2016 20:16 Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Raforkuöryggi versnar áfram á Suðurnesjum Forstjóri Landsnets segir ekki sjálfgefið að ný Suðurnesjalína verði grafin í jörð, þrátt fyrir Hæstaréttardóm í gær. 13. maí 2016 20:16
Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00