Skylmingakonan Ibtihaj Muhammad: „Að klæðast hijab er stór hluti af því hver ég er“ Birta Svavarsdóttir skrifar 8. ágúst 2016 14:34 Ibtihaj Muhammad er fyrsta bandaríska íþróttakonan sem keppir á Ólympíuleikunum íklædd hijab. Vísir/Getty Skylmingakonan Ibtihaj Muhammad er fyrsta konan til að keppa á Ólympíuleikunum fyrir hönd Bandaríkjanna íklædd hijab, hefðbundinni höfuðslæðu múslimakvenna. Muhammad, sem er fædd og uppalin í New Jersey í Bandaríkjunum, hefur verið hluti af bandaríska landsliðinu í skylmingum síðan 2010 og er sem stendur í áttunda sæti yfir bestu skylmingakonur heims og í öðru sæti í Bandaríkjunum. Þá hefur hún einnig kennt forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, skylmingar. Í samtali við BBC Sport segist Muhammad vera spennt að skora á þær staðalímyndir sem fólk hefur um konur og íslam. Hún segir það vera sérstaklega mikilvægt í ljósi umræðunnar innan stjórnmálaumhverfis Bandaríkjanna í dag, en Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, hefur í kosningabaráttu sinni meðal annars sagst vilja láta reka alla múslima úr landi. Muhammad segir að það ríki mikill misskilningur í heiminum varðandi íslam. Til að mynda sé það val hvers og eins að ganga með slæðu. „Að klæðast hijab er stór hluti af því hver ég er, og minnir mig á mikilvægi þess að vera í tengslum við trú mína og uppruna. Þetta er mitt persónulega val.“ Ibtihaj Muhammad var útnefnd af tímaritinu Time sem einn af 100 áhrifamestu einstaklingum ársins 2016. Þá hefur henni einnig verið líkt við bandaríska boxarann og mannréttindatalsmanninn Muhammad Ali, en hann lést nú fyrr á árinu. Ibtihaj Muhammad keppir fyrir hönd bandaríska skylmingalandsliðsins í dag, 8. ágúst, í Ríó. Hér að neðan má sjá viðtal við Ibtihaj hjá bandaríska spjallþáttastjórnandanum og grínistanum Stephen Colbert. Þau munda einnig sverðin og takast á í bráðskemmtilegum bardaga þar sem stutt er í grínið hjá þeim báðum. Donald Trump Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Skylmingakonan Ibtihaj Muhammad er fyrsta konan til að keppa á Ólympíuleikunum fyrir hönd Bandaríkjanna íklædd hijab, hefðbundinni höfuðslæðu múslimakvenna. Muhammad, sem er fædd og uppalin í New Jersey í Bandaríkjunum, hefur verið hluti af bandaríska landsliðinu í skylmingum síðan 2010 og er sem stendur í áttunda sæti yfir bestu skylmingakonur heims og í öðru sæti í Bandaríkjunum. Þá hefur hún einnig kennt forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, skylmingar. Í samtali við BBC Sport segist Muhammad vera spennt að skora á þær staðalímyndir sem fólk hefur um konur og íslam. Hún segir það vera sérstaklega mikilvægt í ljósi umræðunnar innan stjórnmálaumhverfis Bandaríkjanna í dag, en Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, hefur í kosningabaráttu sinni meðal annars sagst vilja láta reka alla múslima úr landi. Muhammad segir að það ríki mikill misskilningur í heiminum varðandi íslam. Til að mynda sé það val hvers og eins að ganga með slæðu. „Að klæðast hijab er stór hluti af því hver ég er, og minnir mig á mikilvægi þess að vera í tengslum við trú mína og uppruna. Þetta er mitt persónulega val.“ Ibtihaj Muhammad var útnefnd af tímaritinu Time sem einn af 100 áhrifamestu einstaklingum ársins 2016. Þá hefur henni einnig verið líkt við bandaríska boxarann og mannréttindatalsmanninn Muhammad Ali, en hann lést nú fyrr á árinu. Ibtihaj Muhammad keppir fyrir hönd bandaríska skylmingalandsliðsins í dag, 8. ágúst, í Ríó. Hér að neðan má sjá viðtal við Ibtihaj hjá bandaríska spjallþáttastjórnandanum og grínistanum Stephen Colbert. Þau munda einnig sverðin og takast á í bráðskemmtilegum bardaga þar sem stutt er í grínið hjá þeim báðum.
Donald Trump Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira