Ekki uppskrift íslenska þjálfarans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2016 07:00 Þórir Hergeirsson horfði upp á sínar stelpur tapa fyrir Brasilíu á laugardaginn. vísir/anton Þórir Hergeirsson hefur á síðustu tveimur árum gert norska kvennalandsliðið að bæði heims- og Evrópumeisturum og nú eiga norsku stelpurnar möguleika á því að vinna þriðja Ólympíugullið í röð. Þórir var aðstoðarþjálfari þegar fyrsta Ólympíugullið vannst í Peking 2008 en var orðinn aðalþjálfari fyrir fjórum árum í London. Norsku stelpurnar byrjuðu handboltakeppni Ólympíuleikanna í Ríó ekki vel því þær töpuðu með þriggja marka mun á móti heimakonum í Brasilíu snemma á laugardagsmorguninn. Það var mikil stemning á leiknum og miðað við frammistöðu brasilíska liðsins þá getur það farið langt á mótinu. Þórir gagnrýndi sérstaklega markverði sína fyrir frammistöðuna í leiknum á móti Brasilíu. Brasilíska liðið skoraði 31 mark og hvorugur markvörður norska liðsins fann fjölina sína. „Það vantaði mikið varnarlega og markvörslu hjá okkur í þessum leik. Það er óvenjulegt að við séum að verja aðeins 23 til 24 prósent skotanna. Það er ekki nógu gott. Vörnin var í sjálfu sér nógu góð og við eigum því að fá fleiri varða bolta því þá vex vörnin líka,“ sagði Þórir eftir leik.Þórir hefur náð frábærum árangri með norska liðið.vísir/antonBrasilíska liðið var morgunhresst og var komið með fjögurra marka forskot í fyrri hálfleik. Brasilísku áhorfendurnir settu það ekki fyrir sig að leikurinn fór fram svo snemma morguns og norska liðið spilaði ekki bara á móti sjö Brössum inn á vellinum heldur einnig þúsundum í stúkunni. Brassar hafa trú á þessu skemmtilega liði sínu sem vann gull á HM 2013 með nánast sama lið. Þeim sem þekkja til norska liðsins hafa eflaust ekki miklar áhyggjur af þeim norsku þrátt fyrir tap í fyrsta leik. Liðið tapaði fyrsta leik á ÓL í London en kom síðan til baka og vann gullið. Norska liðið varð líka heimsmeistari í desember síðastliðnum þrátt fyrir að hafa tapað fyrsta leik. Þá má einnig rifja það upp að þegar norsku stelpurnar unnu sitt fyrsta HM-gull undir stjórn Þóris þá töpuðu þær einnig sínum fyrsta leik. Sú heimsmeistarakeppni fór einmitt fram í Brasilíu fyrir tæpum fimm árum síðan. „Það er ekkert sem er planað. Brasilía er bara erfiður andstæðingur og eitt besta liðið í heiminum í dag. Þær eru með geysilega reynslu og helmingurinn af liðinu spilaði á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og næstum því allar voru með í London,“ segir Þórir og bætir við. „Þær eru búnar að vera saman lengi, eru með rosalega sterkt lið og það er engin spurning um að þetta lið er medalíukandídat. Ef þú ert ekki að spila betur varnarlega en við gerðum í dag þá vinnur þú ekki á móti svona liði,“ segir Þórir. Hann neitar því þó ekki að bæði hann og norsku stelpurnar þekki þessa stöðu og það hvað þarf til ef liðið á að vinna sig inn í mótið. „Það er gott að vita að við höfum komið til baka eftir tap í fyrsta leik. Við höfum mjög mikinn liðsanda og við eigum eftir að koma til baka. Það er samt ekki nóg að segja: „Við byrjum illa og svo bara kemur þetta.“ Þetta kemur ekki af sjálfu sér heldur er þetta mikil vinna,“ segir Þórir. Hann er heldur ekkert að hugsa um einhver verðlaun strax enda kannski engin ástæða til þegar liðið hans stendur uppi stigalaust eftir fyrsta leik. „Við ætlum fyrst að koma okkur í bikarleikina. Við þurfum að komast í átta liða úrslit og það er aðalmálið núna,“ sagði Þórir. Fyrsta skrefið er leikur á móti Spáni í dag. Spænska liðið sýndi að þar fer öflugt lið en þær spænsku unnu Svartfjallaland í fyrsta leik sínum. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Þórir Hergeirsson hefur á síðustu tveimur árum gert norska kvennalandsliðið að bæði heims- og Evrópumeisturum og nú eiga norsku stelpurnar möguleika á því að vinna þriðja Ólympíugullið í röð. Þórir var aðstoðarþjálfari þegar fyrsta Ólympíugullið vannst í Peking 2008 en var orðinn aðalþjálfari fyrir fjórum árum í London. Norsku stelpurnar byrjuðu handboltakeppni Ólympíuleikanna í Ríó ekki vel því þær töpuðu með þriggja marka mun á móti heimakonum í Brasilíu snemma á laugardagsmorguninn. Það var mikil stemning á leiknum og miðað við frammistöðu brasilíska liðsins þá getur það farið langt á mótinu. Þórir gagnrýndi sérstaklega markverði sína fyrir frammistöðuna í leiknum á móti Brasilíu. Brasilíska liðið skoraði 31 mark og hvorugur markvörður norska liðsins fann fjölina sína. „Það vantaði mikið varnarlega og markvörslu hjá okkur í þessum leik. Það er óvenjulegt að við séum að verja aðeins 23 til 24 prósent skotanna. Það er ekki nógu gott. Vörnin var í sjálfu sér nógu góð og við eigum því að fá fleiri varða bolta því þá vex vörnin líka,“ sagði Þórir eftir leik.Þórir hefur náð frábærum árangri með norska liðið.vísir/antonBrasilíska liðið var morgunhresst og var komið með fjögurra marka forskot í fyrri hálfleik. Brasilísku áhorfendurnir settu það ekki fyrir sig að leikurinn fór fram svo snemma morguns og norska liðið spilaði ekki bara á móti sjö Brössum inn á vellinum heldur einnig þúsundum í stúkunni. Brassar hafa trú á þessu skemmtilega liði sínu sem vann gull á HM 2013 með nánast sama lið. Þeim sem þekkja til norska liðsins hafa eflaust ekki miklar áhyggjur af þeim norsku þrátt fyrir tap í fyrsta leik. Liðið tapaði fyrsta leik á ÓL í London en kom síðan til baka og vann gullið. Norska liðið varð líka heimsmeistari í desember síðastliðnum þrátt fyrir að hafa tapað fyrsta leik. Þá má einnig rifja það upp að þegar norsku stelpurnar unnu sitt fyrsta HM-gull undir stjórn Þóris þá töpuðu þær einnig sínum fyrsta leik. Sú heimsmeistarakeppni fór einmitt fram í Brasilíu fyrir tæpum fimm árum síðan. „Það er ekkert sem er planað. Brasilía er bara erfiður andstæðingur og eitt besta liðið í heiminum í dag. Þær eru með geysilega reynslu og helmingurinn af liðinu spilaði á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og næstum því allar voru með í London,“ segir Þórir og bætir við. „Þær eru búnar að vera saman lengi, eru með rosalega sterkt lið og það er engin spurning um að þetta lið er medalíukandídat. Ef þú ert ekki að spila betur varnarlega en við gerðum í dag þá vinnur þú ekki á móti svona liði,“ segir Þórir. Hann neitar því þó ekki að bæði hann og norsku stelpurnar þekki þessa stöðu og það hvað þarf til ef liðið á að vinna sig inn í mótið. „Það er gott að vita að við höfum komið til baka eftir tap í fyrsta leik. Við höfum mjög mikinn liðsanda og við eigum eftir að koma til baka. Það er samt ekki nóg að segja: „Við byrjum illa og svo bara kemur þetta.“ Þetta kemur ekki af sjálfu sér heldur er þetta mikil vinna,“ segir Þórir. Hann er heldur ekkert að hugsa um einhver verðlaun strax enda kannski engin ástæða til þegar liðið hans stendur uppi stigalaust eftir fyrsta leik. „Við ætlum fyrst að koma okkur í bikarleikina. Við þurfum að komast í átta liða úrslit og það er aðalmálið núna,“ sagði Þórir. Fyrsta skrefið er leikur á móti Spáni í dag. Spænska liðið sýndi að þar fer öflugt lið en þær spænsku unnu Svartfjallaland í fyrsta leik sínum.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira