Ræða Guðna Th. eftir Gleðigönguna í heild sinni: „Í raun erum við öll hinsegin á einhvern hátt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. ágúst 2016 10:18 Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, komst í sögubækurnar í gær þegar hann varð fyrsti forseti Íslands til þess að taka þátt í gleðigöngu hinsegin fólks. Ávarpaði hann hinn gríðarlega mannfjölda sem þar var samankominn. Forsetar hafa ef til vill ekki mikið svigrúm þegar kemur að klæðaburði en leyfði Guðni sér þó að bæta regnbogalituðu bindi við jakkafötin í tilefni dagsins. Í ræðu sinni vék hann sérstaklega að fordómum gegn hinsegin fólk í íþróttum og uppskar mikinn fögnuð fyrir vikið. „Ég er mikill áhugamaður um íþróttir, lifði lengi og hrærðist í heimi íþrótta. Ég vil sérstaklega hvetja alla til að taka á fordómum sem enn þarf að glíma við í heimi íþróttanna. Á Íslandi hefur lesbía orðið forsætisráðherra. Vonandi fáum við bráðum homma í eitthvert okkar ágætu karlalandsliða,“ sagði Guðni í ávarpi sínu sem sjá má í heild sinni hér að ofan.Guðni var klæddur eftir tilefni dagsins.Vísir/Hanna„Ég þekki það ekki af eigin raun, ég er ekki hommi“ Þá þakkaði hann fyrir þann heiður að fá að ávarpa gönguna en Guðni hafði áður sagt að hann hefði alltaf fylgst með göngunni og það myndi ekki breytast þó hann væri orðinn forseti. Var Guðna tíðrædd um frelsisbaráttuna og þó hann þekkti það ekki af eigin raun hvernig það væri að koma út úr skápnum gæti hann tengt við það frelsi sem fólk öðlast þegar það þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvað aðrir halda um mann. „Það þarf eflaust hugrekki til þess að koma út úr skápnum. Ég þekki það ekki af eigin raun, ég er ekki hommi, hitt get ég þó rifjað upp frá þeim árum þegar ég var frámunalega feiminn unglingur, óviss um eigið ágæti, hvað þá útlit, að dýrmætt frelsi, einstakt frelsi er fólgið í því að hafa ekki lengur áhyggur af því hvað aðrir halda um mann. Eða hvað maður haldi að aðrir haldi um hann, sagði Guðni.“ Guðni ræddi einnig um að fagna ætti frelsi og fjölbreytileika, samstöðu, umburðarlyndi og mannréttindum en bað Íslendinga að lokum að hugleiða eftirfarandi „Við erum hér öll á hátíð hinsegin fólks en í lokin bið ég ykkur um að hugleiða þetta. Í orðunum er viss þversögn en er það ekki þannig að í raun erum við öll hinsegin á einhvern hátt. Þegar vel er að gáð er bara enginn eins og fólk er flest.“ Hinsegin Tengdar fréttir Guðni Th. brýtur blað með þátttöku í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Íslands tekur þátt í dagskrá Hinsegin daga. 2. ágúst 2016 07:00 Söguleg gleðiganga en ekki bara glimmer Sá sögulegi atburður varð í gleðigöngunni í Reykjavík í dag að Guðni Th. Johannesson ávarpaði hátíð hinsegin fólks, fyrstur forseta í heiminum. Þótt gleðin hafi svifið yfir vötnum er gangan líka vettvangur til að minna á, að baráttu hinsegin fólks er ekki lokið. 6. ágúst 2016 20:30 Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, komst í sögubækurnar í gær þegar hann varð fyrsti forseti Íslands til þess að taka þátt í gleðigöngu hinsegin fólks. Ávarpaði hann hinn gríðarlega mannfjölda sem þar var samankominn. Forsetar hafa ef til vill ekki mikið svigrúm þegar kemur að klæðaburði en leyfði Guðni sér þó að bæta regnbogalituðu bindi við jakkafötin í tilefni dagsins. Í ræðu sinni vék hann sérstaklega að fordómum gegn hinsegin fólk í íþróttum og uppskar mikinn fögnuð fyrir vikið. „Ég er mikill áhugamaður um íþróttir, lifði lengi og hrærðist í heimi íþrótta. Ég vil sérstaklega hvetja alla til að taka á fordómum sem enn þarf að glíma við í heimi íþróttanna. Á Íslandi hefur lesbía orðið forsætisráðherra. Vonandi fáum við bráðum homma í eitthvert okkar ágætu karlalandsliða,“ sagði Guðni í ávarpi sínu sem sjá má í heild sinni hér að ofan.Guðni var klæddur eftir tilefni dagsins.Vísir/Hanna„Ég þekki það ekki af eigin raun, ég er ekki hommi“ Þá þakkaði hann fyrir þann heiður að fá að ávarpa gönguna en Guðni hafði áður sagt að hann hefði alltaf fylgst með göngunni og það myndi ekki breytast þó hann væri orðinn forseti. Var Guðna tíðrædd um frelsisbaráttuna og þó hann þekkti það ekki af eigin raun hvernig það væri að koma út úr skápnum gæti hann tengt við það frelsi sem fólk öðlast þegar það þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvað aðrir halda um mann. „Það þarf eflaust hugrekki til þess að koma út úr skápnum. Ég þekki það ekki af eigin raun, ég er ekki hommi, hitt get ég þó rifjað upp frá þeim árum þegar ég var frámunalega feiminn unglingur, óviss um eigið ágæti, hvað þá útlit, að dýrmætt frelsi, einstakt frelsi er fólgið í því að hafa ekki lengur áhyggur af því hvað aðrir halda um mann. Eða hvað maður haldi að aðrir haldi um hann, sagði Guðni.“ Guðni ræddi einnig um að fagna ætti frelsi og fjölbreytileika, samstöðu, umburðarlyndi og mannréttindum en bað Íslendinga að lokum að hugleiða eftirfarandi „Við erum hér öll á hátíð hinsegin fólks en í lokin bið ég ykkur um að hugleiða þetta. Í orðunum er viss þversögn en er það ekki þannig að í raun erum við öll hinsegin á einhvern hátt. Þegar vel er að gáð er bara enginn eins og fólk er flest.“
Hinsegin Tengdar fréttir Guðni Th. brýtur blað með þátttöku í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Íslands tekur þátt í dagskrá Hinsegin daga. 2. ágúst 2016 07:00 Söguleg gleðiganga en ekki bara glimmer Sá sögulegi atburður varð í gleðigöngunni í Reykjavík í dag að Guðni Th. Johannesson ávarpaði hátíð hinsegin fólks, fyrstur forseta í heiminum. Þótt gleðin hafi svifið yfir vötnum er gangan líka vettvangur til að minna á, að baráttu hinsegin fólks er ekki lokið. 6. ágúst 2016 20:30 Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Guðni Th. brýtur blað með þátttöku í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Íslands tekur þátt í dagskrá Hinsegin daga. 2. ágúst 2016 07:00
Söguleg gleðiganga en ekki bara glimmer Sá sögulegi atburður varð í gleðigöngunni í Reykjavík í dag að Guðni Th. Johannesson ávarpaði hátíð hinsegin fólks, fyrstur forseta í heiminum. Þótt gleðin hafi svifið yfir vötnum er gangan líka vettvangur til að minna á, að baráttu hinsegin fólks er ekki lokið. 6. ágúst 2016 20:30
Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20