Skiptar skoðanir um stutt kjörtímabil Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 5. ágúst 2016 16:15 Forystufólk stjórnarandstöðuflokkanna auk Viðreisnar eru ekki á einu máli um hugmyndir Birgittu. Mynd/samsett Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, hefur viðrað þær skoðanir að eftir kosningar eigi að mynda ríkisstjórn utan um innleiðingu á nýrri stjórnarskrá og að kjörtímabilið ætti að vera styttra en hin hefðbundnu fjögur ár. Þá hefur hún einnig sagt að stjórnmálaflokkarnir ættu að gera með sér sáttmála fyrir kosningar um samstarfsgrundvöll til að skýra valið fyrir kjósendum. Í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í gær sagði hún að slíkt kæmi í veg fyrir að sú ríkisstjórn sem tæki til starfa myndi útvatna þau kosningaloforð flokkanna sem kjósendur veittu umboð sitt. Píratar mælast vel í skoðanakönnunum og mælast ítrekað stærsti stjórnmálaflokkur landsins til skiptis við Sjálfstæðisflokkinn. Ef að niðurstöður skoðanakannana endurspeglast í niðurstöðum kosninga er líklegt að Píratar standi uppi með pálmann í höndunum við myndun ríkisstjórnar og hugmyndir Birgittu gætu hugsanlega verið hafðar að leiðarljósi. Í Fréttablaðinu í morgun sagði Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, að slíkar hugmyndir gætu verið Pírötum fjötur um fót í stjórnarmyndunarviðræðum enda hafa leiðtogar Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna tekið fálega í hugmyndir um stutt kjörtímabil.Oddný: Reynsla síðustu ríkisstjórnar víti til varnaðarOddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að hægt væri að gera breytingar á stjórnarskrá án þess að hafa stutt kjörtímabil.Oddný Harðardóttir.visir/anton brink„Okkur í Samfylkingunni finnst mikilvægt að endurskoða stjórnarskrána og halda áfram með þá vinnu sem fór af stað á síðasta kjörtímabili en við viljum ekki setja okkur tímamörk einmitt út frá reynslunni af síðasta kjörtímabili,“ segir Oddný en vinna við nýja stjórnarskrá hófst í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur en ekki náðist að afgreiða hana fyrir Alþingiskosningar árið 2013. „Það eru líka mörg önnur mikilvæg mál sem þarf að klára þannig að við erum ekki hlynnt því að setja okkur tímamörk þegar kemur að afgreiðslu stjórnarskrár.“ Hvað hugmyndina um sáttmála stjórnmálaflokka fyrir kosningar segir Oddný að sú hugmynd hafi ekki verið rædd innan Samfylkingarinnar. „Við munum ræða það með opnum huga þegar þar að kemur,“ segir hún.Katrín: Sé ekki rökin fyrir stuttu kjörtímabili Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, segir flokkinn setja vinnu við nýja stjórnarskrá í forgang en hún sjái ekki hversvegna þurfi að stytta kjörtímabilið til þess. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna.Vísir/Anton„Það er ýmislegt annað sem þarf að gera. Okkar stefnumál eru þau að snúa við þeirri þróun sem við erum að sjá í átt til ójafnaðar í samfélaginu í samfélaginu. Bæta kjör eldri borgara og öryrkja auk þeirra lægst launuðustu og í raun millistéttarinnar líka, ég held að það kalli á langtímaáætlanir,“ segir Katrín. „Við viljum horfa til lengri tíma og fjölþættari verkefna.“ Hvað varðar hugmyndir Birgittu um samstarfssáttmála fyrir kosningar segist Katrín hafa viðrað álíka skoðanir áður. „Ég hef talað fyrir því að þeir flokkar sem standa fyrir málefnum á sviði félagshyggju og umhverfisverndar. Þeir sem vilja mynda stjórnarsáttmála sem tryggir aukinn jöfnuð og atvinnustefnu í sátt við umhverfið eiga auðvitað að tala skýrt fyrir kosningar um hvað þeir vilja gera og með hverjum þeir vilja gera það,“ segir hún.Óttarr: Kosið um meira en bara stjórnarskrána Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn ekki hafa rætt hugmyndir um stutt kjörtímabil.Óttarr Proppé.Vísir/Stefán„Við höfum litið á þetta sem hugleiðingar sem hafa verið viðraðar og settar fram í fjölmiðlum en við erum ekki komin á þann stað að við séum farin að bregðast við þeim,“ segir Óttarr. „Ég held að það þurfi að taka tillit til þess að það er verið að kjósa um meira um eitt mál eða fá mál. Þó að endurskoðun stjórnarskrárinnar og áframhald þeirrar vinnu sé mikilvæg er það ekki eina málið og mér þykir erfitt að láta allt snúast um það.“ Honum hugnast síður hugmyndir um sáttmála fyrir kosningar. „Kannski aðallega vegna þess að við höfum ekki sterka hefð fyrir því á Íslandi en við auðvitað höfum við vísi að því í því hvernig málin hafa þróast á kjörtímabilinu. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa staðið um margt og unnið vel saman. Það er samt mikilvægt að horfa til þess að það eru margir stjórnmálaflokkar að bjóða fram og hafa mismunandi stefnur fram að færa,“ segir Óttarr.Benedikt: Gætu eins sameinast heldur en að mynda sáttmála fyrir kosningarBenedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar sem nú mælist sæmilega í skoðanakönnunum, segir að hugmyndir um stutt kjörtímabil þurfi að ráðast eftir kosningar.Benedikt Jóhannesson.Vísir/Stefán„Það yrðu nú að vera mjög góð rök fyrir slíku að men yrðu að færa sterk rök fyrir því og ég vil ekki útiloka að menn færi þau rök. En fyrst þurfum við nú að kjósa áður en það er ákveðið hvernig kjörtímabilið verður,“ segir Benedikt. Honum þykir það vera langsótt hugmynd að mynda sáttmála um samstarf með öðrum flokkum fyrir kosningar. „Ef að menn vilja gera svoleiðis sáttmála fyrir kosningar væri bara einfaldara að flokkarnir sameinuðust um ákveðna stefnu eða bara sameinuðust alveg og það er væntanlega ástæða fyrir því að það eru sex flokkar á þingi en ekki bara tveir, stjórn og stjórnarandstaða.“ Kosningar 2016 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, hefur viðrað þær skoðanir að eftir kosningar eigi að mynda ríkisstjórn utan um innleiðingu á nýrri stjórnarskrá og að kjörtímabilið ætti að vera styttra en hin hefðbundnu fjögur ár. Þá hefur hún einnig sagt að stjórnmálaflokkarnir ættu að gera með sér sáttmála fyrir kosningar um samstarfsgrundvöll til að skýra valið fyrir kjósendum. Í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í gær sagði hún að slíkt kæmi í veg fyrir að sú ríkisstjórn sem tæki til starfa myndi útvatna þau kosningaloforð flokkanna sem kjósendur veittu umboð sitt. Píratar mælast vel í skoðanakönnunum og mælast ítrekað stærsti stjórnmálaflokkur landsins til skiptis við Sjálfstæðisflokkinn. Ef að niðurstöður skoðanakannana endurspeglast í niðurstöðum kosninga er líklegt að Píratar standi uppi með pálmann í höndunum við myndun ríkisstjórnar og hugmyndir Birgittu gætu hugsanlega verið hafðar að leiðarljósi. Í Fréttablaðinu í morgun sagði Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, að slíkar hugmyndir gætu verið Pírötum fjötur um fót í stjórnarmyndunarviðræðum enda hafa leiðtogar Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna tekið fálega í hugmyndir um stutt kjörtímabil.Oddný: Reynsla síðustu ríkisstjórnar víti til varnaðarOddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að hægt væri að gera breytingar á stjórnarskrá án þess að hafa stutt kjörtímabil.Oddný Harðardóttir.visir/anton brink„Okkur í Samfylkingunni finnst mikilvægt að endurskoða stjórnarskrána og halda áfram með þá vinnu sem fór af stað á síðasta kjörtímabili en við viljum ekki setja okkur tímamörk einmitt út frá reynslunni af síðasta kjörtímabili,“ segir Oddný en vinna við nýja stjórnarskrá hófst í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur en ekki náðist að afgreiða hana fyrir Alþingiskosningar árið 2013. „Það eru líka mörg önnur mikilvæg mál sem þarf að klára þannig að við erum ekki hlynnt því að setja okkur tímamörk þegar kemur að afgreiðslu stjórnarskrár.“ Hvað hugmyndina um sáttmála stjórnmálaflokka fyrir kosningar segir Oddný að sú hugmynd hafi ekki verið rædd innan Samfylkingarinnar. „Við munum ræða það með opnum huga þegar þar að kemur,“ segir hún.Katrín: Sé ekki rökin fyrir stuttu kjörtímabili Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, segir flokkinn setja vinnu við nýja stjórnarskrá í forgang en hún sjái ekki hversvegna þurfi að stytta kjörtímabilið til þess. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna.Vísir/Anton„Það er ýmislegt annað sem þarf að gera. Okkar stefnumál eru þau að snúa við þeirri þróun sem við erum að sjá í átt til ójafnaðar í samfélaginu í samfélaginu. Bæta kjör eldri borgara og öryrkja auk þeirra lægst launuðustu og í raun millistéttarinnar líka, ég held að það kalli á langtímaáætlanir,“ segir Katrín. „Við viljum horfa til lengri tíma og fjölþættari verkefna.“ Hvað varðar hugmyndir Birgittu um samstarfssáttmála fyrir kosningar segist Katrín hafa viðrað álíka skoðanir áður. „Ég hef talað fyrir því að þeir flokkar sem standa fyrir málefnum á sviði félagshyggju og umhverfisverndar. Þeir sem vilja mynda stjórnarsáttmála sem tryggir aukinn jöfnuð og atvinnustefnu í sátt við umhverfið eiga auðvitað að tala skýrt fyrir kosningar um hvað þeir vilja gera og með hverjum þeir vilja gera það,“ segir hún.Óttarr: Kosið um meira en bara stjórnarskrána Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn ekki hafa rætt hugmyndir um stutt kjörtímabil.Óttarr Proppé.Vísir/Stefán„Við höfum litið á þetta sem hugleiðingar sem hafa verið viðraðar og settar fram í fjölmiðlum en við erum ekki komin á þann stað að við séum farin að bregðast við þeim,“ segir Óttarr. „Ég held að það þurfi að taka tillit til þess að það er verið að kjósa um meira um eitt mál eða fá mál. Þó að endurskoðun stjórnarskrárinnar og áframhald þeirrar vinnu sé mikilvæg er það ekki eina málið og mér þykir erfitt að láta allt snúast um það.“ Honum hugnast síður hugmyndir um sáttmála fyrir kosningar. „Kannski aðallega vegna þess að við höfum ekki sterka hefð fyrir því á Íslandi en við auðvitað höfum við vísi að því í því hvernig málin hafa þróast á kjörtímabilinu. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa staðið um margt og unnið vel saman. Það er samt mikilvægt að horfa til þess að það eru margir stjórnmálaflokkar að bjóða fram og hafa mismunandi stefnur fram að færa,“ segir Óttarr.Benedikt: Gætu eins sameinast heldur en að mynda sáttmála fyrir kosningarBenedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar sem nú mælist sæmilega í skoðanakönnunum, segir að hugmyndir um stutt kjörtímabil þurfi að ráðast eftir kosningar.Benedikt Jóhannesson.Vísir/Stefán„Það yrðu nú að vera mjög góð rök fyrir slíku að men yrðu að færa sterk rök fyrir því og ég vil ekki útiloka að menn færi þau rök. En fyrst þurfum við nú að kjósa áður en það er ákveðið hvernig kjörtímabilið verður,“ segir Benedikt. Honum þykir það vera langsótt hugmynd að mynda sáttmála um samstarf með öðrum flokkum fyrir kosningar. „Ef að menn vilja gera svoleiðis sáttmála fyrir kosningar væri bara einfaldara að flokkarnir sameinuðust um ákveðna stefnu eða bara sameinuðust alveg og það er væntanlega ástæða fyrir því að það eru sex flokkar á þingi en ekki bara tveir, stjórn og stjórnarandstaða.“
Kosningar 2016 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Sjá meira