Írak og Danmörk gerðu markalaust jafntefli í upphafsleiknum og sömu úrslit urðu í leik Brasilíu og Suður-Afríku.
Brassar sóttu án afláts í leiknum en tókst ekki að skora, þrátt fyrir að vera einum fleiri síðasta hálftímann.
Gabriel Jesus, nýjasti liðsmaður Manchester City, fékk besta færið á 69. mínútu en skaut á einhvern ótrúlegan hátt í stöngina eins og sjá má hér að neðan.
Lokatölur 0-0 sem eru mikil vonbrigði fyrir Brasilíumenn sem ætla sér Ólympíugull á heimavelli.