Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. ágúst 2016 07:00 Donald Trump hefur með framferði sínu vakið bæði reiði og ugg meðal áhrifamanna í Repúblikanaflokknum. Vísir/EPA Donald Trump lætur allt flakka eins og enginn sé morgundagurinn, þótt hann sé formlega orðinn forsetaefni Repúblikanaflokksins og þyrfti kannski að haga orðum sínum í samræmi við það. Til dæmis vakti hann hneyksli með ummælum um móður ungs hermanns, múslima, sem lét lífið í Írak. Faðir piltsins hafði flutt ræðu á flokksþingi demókrata, meðan móðirin stóð þögul við hlið hans. Áhrifin láta ekki á sér standa: Fylgi hans hefur dalað verulega og líkurnar á sigri í forsetakosningunum í nóvember minnka hratt. Bandaríska ABC-sjónvarpsstöðin segir að áhrifamenn innan flokksins séu farnir að hafa áhyggjur af því að mótlætið verði til þess að hann muni hætta við framboðið. Þá þyrftu þeir í snatri að finna einhvern í staðinn. Algerlega óljóst er hver það ætti að verða. Ekki er sjálfgefið að það verði varaforsetaefnið Mike Pence. Ekki er heldur sjálfgefið að það verði einhver þeirra repúblikana sem hafa sóst eftir að verða forsetaefni flokksins. Það mætti hins vegar ekki dragast mjög því að með tímanum verður æ flóknara að setja annað nafn á kjörseðlana. Fylgi Trumps hefur fallið hratt á síðustu dögum. Líkurnar á að hann sigri eru nú komnar niður í 22 til 27 prósent samkvæmt kosningavefnum fivethirtyeight.com. Ef kosið væri strax reiknast líkurnar 9 prósent. Kosningafræðingar eru einnig farnir að velta því fyrir sér hvort neikvæð áhrif Trumps á Repúblikanaflokkinn geti smitað frá sér yfir á þingkosningarnar, þannig að þingmeirihluti flokksins í öldungadeildinni verði úr sögunni þegar nýtt þing kemur saman í janúar. Harry Enten, stjórnmálaskýrandi á kosningavefnum fivethirtyeight.com, bendir á að í flestum svonefndum lykilríkjum kosninganna sé Trump nú með minna fylgi en frambjóðandi repúblikana til öldungadeildarinnar: „Ef staða Trumps skánar ekki þá munu repúblikanar því aðeins geta haldið meirihluta í öldungadeildinni að nógu margir kjósendur skipti atkvæðum sínum og kjósi repúblikana í öldungadeildina en ekki í forsetakjörinu,“ skrifar Enten. Barack Obama Bandaríkjaforseti.Vísir/EPAÁnægjan með Obama eykstAlmenningur í Bandaríkjunum er ánægðari með frammistöðu Baracks Obama forseta nú en mælst hefur síðan í byrjun seinna kjörtímabil hans í janúar 2013. Samkvæmt skoðanakönnun CNN-stöðvarinnar segjast 54 prósent Bandaríkjamanna ánægð með forsetann, en 45 prósent eru óánægð. Ánægjan er meiri meðal yngra fólks en eldra. Hún mælist líka meiri meðal þéttbýlisbúa en dreifbýlisbúa. Einnig mælist hún meiri meðal þeirra sem hafa meiri menntun en minni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fordæmir Trump en styður hann samt áfram Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur ekki dregið til baka stuðning sinn við Donald Trump, en fordæmir engu að síður orð Trumps í garð bandarískra múslimahjóna sem stigu á svið á landsþingi Demókrataflokksins í síðustu viku. 2. ágúst 2016 07:00 Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10 Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Donald Trump lætur allt flakka eins og enginn sé morgundagurinn, þótt hann sé formlega orðinn forsetaefni Repúblikanaflokksins og þyrfti kannski að haga orðum sínum í samræmi við það. Til dæmis vakti hann hneyksli með ummælum um móður ungs hermanns, múslima, sem lét lífið í Írak. Faðir piltsins hafði flutt ræðu á flokksþingi demókrata, meðan móðirin stóð þögul við hlið hans. Áhrifin láta ekki á sér standa: Fylgi hans hefur dalað verulega og líkurnar á sigri í forsetakosningunum í nóvember minnka hratt. Bandaríska ABC-sjónvarpsstöðin segir að áhrifamenn innan flokksins séu farnir að hafa áhyggjur af því að mótlætið verði til þess að hann muni hætta við framboðið. Þá þyrftu þeir í snatri að finna einhvern í staðinn. Algerlega óljóst er hver það ætti að verða. Ekki er sjálfgefið að það verði varaforsetaefnið Mike Pence. Ekki er heldur sjálfgefið að það verði einhver þeirra repúblikana sem hafa sóst eftir að verða forsetaefni flokksins. Það mætti hins vegar ekki dragast mjög því að með tímanum verður æ flóknara að setja annað nafn á kjörseðlana. Fylgi Trumps hefur fallið hratt á síðustu dögum. Líkurnar á að hann sigri eru nú komnar niður í 22 til 27 prósent samkvæmt kosningavefnum fivethirtyeight.com. Ef kosið væri strax reiknast líkurnar 9 prósent. Kosningafræðingar eru einnig farnir að velta því fyrir sér hvort neikvæð áhrif Trumps á Repúblikanaflokkinn geti smitað frá sér yfir á þingkosningarnar, þannig að þingmeirihluti flokksins í öldungadeildinni verði úr sögunni þegar nýtt þing kemur saman í janúar. Harry Enten, stjórnmálaskýrandi á kosningavefnum fivethirtyeight.com, bendir á að í flestum svonefndum lykilríkjum kosninganna sé Trump nú með minna fylgi en frambjóðandi repúblikana til öldungadeildarinnar: „Ef staða Trumps skánar ekki þá munu repúblikanar því aðeins geta haldið meirihluta í öldungadeildinni að nógu margir kjósendur skipti atkvæðum sínum og kjósi repúblikana í öldungadeildina en ekki í forsetakjörinu,“ skrifar Enten. Barack Obama Bandaríkjaforseti.Vísir/EPAÁnægjan með Obama eykstAlmenningur í Bandaríkjunum er ánægðari með frammistöðu Baracks Obama forseta nú en mælst hefur síðan í byrjun seinna kjörtímabil hans í janúar 2013. Samkvæmt skoðanakönnun CNN-stöðvarinnar segjast 54 prósent Bandaríkjamanna ánægð með forsetann, en 45 prósent eru óánægð. Ánægjan er meiri meðal yngra fólks en eldra. Hún mælist líka meiri meðal þéttbýlisbúa en dreifbýlisbúa. Einnig mælist hún meiri meðal þeirra sem hafa meiri menntun en minni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fordæmir Trump en styður hann samt áfram Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur ekki dregið til baka stuðning sinn við Donald Trump, en fordæmir engu að síður orð Trumps í garð bandarískra múslimahjóna sem stigu á svið á landsþingi Demókrataflokksins í síðustu viku. 2. ágúst 2016 07:00 Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10 Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Fordæmir Trump en styður hann samt áfram Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur ekki dregið til baka stuðning sinn við Donald Trump, en fordæmir engu að síður orð Trumps í garð bandarískra múslimahjóna sem stigu á svið á landsþingi Demókrataflokksins í síðustu viku. 2. ágúst 2016 07:00
Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10
Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24