Tónlist

Sturla Atlas kemur Íslendingum og Justin Bieber í gírinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurbjartur Sturla Atlason, Sturla Atlas, er ekki við eina fjölina felldur í listagrúski sínu en hann er ný útskrifaður úr leiklist og talsetur kvikmyndir meðfram tónlistinni.
Sigurbjartur Sturla Atlason, Sturla Atlas, er ekki við eina fjölina felldur í listagrúski sínu en hann er ný útskrifaður úr leiklist og talsetur kvikmyndir meðfram tónlistinni. Vísir/Eyþór
Tónlistarmaðurinn Sturla Atlas mun hita upp á tvennum tónleikum Justin Bieber í Kórnum þann 8. og 9. september. Auk hans mun erlendur tónlistarmaður hita upp fyrir tónleikana en tilkynnt verður á næstum dögum um hvern ræðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu þar sem segir að Sturla hafi verið valin úr hópi íslenskra tónlistarmanna sem komið hefðu til greina.

„Ég er mjög spenntur fyrir tónleikunum. Justin Bieber er í fyrsta lagi einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum og svo er ákveðið milestone í ferlinum að hita upp fyrir stærstu poppstjörnu heims,“ segir Sturla Atlas af þessu tilefni.

Sturla Atlas sló í gegn á vormánuðum 2015 þegar hann gaf út sína fyrstu plötu, Love Hurts, ásamt hljómsveit sinni. Síðan þá hafa félagarnir komið fram á öllum helstu tónlistarhátíðum landsins. Í mars var Sturla Atlas útnefndur Nýliði ársins 2015 á Íslensku tónlistarverðlaununum og í júní kom þriðja skífa hans út sem ber nafnið SEASON2.

 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×