Hver var Humayun Khan? Atli Ísleifsson skrifar 2. ágúst 2016 14:54 Foreldrar Humayun Khan ávörpuðu flokksþing demókrata á dögunum. Vísir/AFP Bandaríski hermaðurinn Humayun Khan, sem fórst í sprengingu í Írak árið 2004, hefur óvænt orðið að leikanda í baráttunni fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember. Foreldrar Khan ávörpuðu flokksþing Demókrataflokksins sem fram fór í Fíladelfíu á dögunum þar sem þau gagnrýndu Donald Trump, frambjóðanda repúlikana, og drógu í efa að hann hafi nokkurn tímann lesið stjórnarskrá Bandaríkjanna og spurðu hverju hann hefði fórnað fyrir Bandaríkin. Trump skaut síðar á móður Khan fyrir að hafa þagað á meðan á ræðu eiginmanns hennar stóð, og spurði spyrilinn hvort hún hefði mögulega ekki mátt taka til máls. Aðspurður um hverju hann hafi fórnað fyrir Bandaríkin svaraði Trump því meðal annars að hann hafi skapað mörg störf. Repúblikanar hafa margir harðlega gagnrýnt Trump fyrir viðbröðin.En hver var Humayun Khan? Humayun Khan var fæddur árið 1976 í Pakistan en fjölskylda hans fluttist til Bandaríkjanna tveimur árum eftir að hann kom í heiminn. Þau settust að í bænum Silver Spring í Maryland-ríki þar sem Humayun ólst upp ásamt tveimur bræðrum sínum.Mynd/BandaríkjaherÍ frétt BBC kemur fram að faðir hans, Khizr Khan, hafi lýst syni sínum sem barni með mikla föðurlandsást og að hann hefði dáðst að Thomas Jefferson. Á meðan hann hafi verið í gagnfræðiskóla hafi hann starfað sem sjálfboðaliði til að kenna fötluðum börnum að synda. Khan skráði sig í herinn eftir að hafa stundað nám í Virginíuháskóla, en faðir hans, sem starfar sem lögfræðingur, lagðist gegn áformunum. „Hann vildi gefa til baka. Það er það sem hann vildi gera,“ sagði faðir hans í samtali við Washington Post árið 2005. Khan útskrifaðist úr háskóla árið 2000 og starfaði svo innan hersins í fjögur ár. Var hann skipaður í stöðu kafteins (e. captain) innan hersins.Breytt áform eftir 11. september BBC greinir frá því að Khan hafi ætlað sér að fara í frekara laganám upp úr aldamótum, en hann hafi breytt áformum sínum eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Hann ákvað að starfa áfram innan hersins og var sendur til Íraks árið 2004.Khan er jarðaður í Arlington-kirkjugarði.Vísir/AFPÞar segir frá símtali í maí 2004 þar sem móðir hans minnist þess að hafa biðlað til hans að snúa aftur örugglega heim. „Auðvitað geri ég það. En mamma, þú verður að vita að ég hef skyldum að gegna gagnvart þessum hermönnum og ég get ekki skilið þá eftir varnarlausa,“ en hinn 27 ára Khan féll í sjálfsvígssprengjuárás manns um mánuði síðar. Humayun var staðsettur á Baqubah-herstöðinni, norðaustur af írösku höfuðborginni Bagdad, og eitt af verkefnum hans var hafa eftirlit með hermönnum við inngang herstöðvarinnar.Fórst í sprengjuárás Þann 8. júní 2004 var leigubíl keyrt á miklum hraða í átt að Khan og sveit hans. Khan fyrirskipaði sínum mönnum að hörfa og gekk sjálfur með hendurnar út í átt að leigubílnum, en skömmu áður en bíllinn náði Khan var bíllinn sprengdur í loft upp. BBC segir að Khan hafi með gjörðum sínum náð að bjarga lífi fjölda hermanna og hlaut hann viðurkenningarnar Purple Heart og Bronsstjörnu að sér gengnum. Hann er jarðaður í Arlington kirkjugarðinum, nærri Washington, en Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata, var ein þeirra sem sóttu útför Khan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Bandaríski hermaðurinn Humayun Khan, sem fórst í sprengingu í Írak árið 2004, hefur óvænt orðið að leikanda í baráttunni fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember. Foreldrar Khan ávörpuðu flokksþing Demókrataflokksins sem fram fór í Fíladelfíu á dögunum þar sem þau gagnrýndu Donald Trump, frambjóðanda repúlikana, og drógu í efa að hann hafi nokkurn tímann lesið stjórnarskrá Bandaríkjanna og spurðu hverju hann hefði fórnað fyrir Bandaríkin. Trump skaut síðar á móður Khan fyrir að hafa þagað á meðan á ræðu eiginmanns hennar stóð, og spurði spyrilinn hvort hún hefði mögulega ekki mátt taka til máls. Aðspurður um hverju hann hafi fórnað fyrir Bandaríkin svaraði Trump því meðal annars að hann hafi skapað mörg störf. Repúblikanar hafa margir harðlega gagnrýnt Trump fyrir viðbröðin.En hver var Humayun Khan? Humayun Khan var fæddur árið 1976 í Pakistan en fjölskylda hans fluttist til Bandaríkjanna tveimur árum eftir að hann kom í heiminn. Þau settust að í bænum Silver Spring í Maryland-ríki þar sem Humayun ólst upp ásamt tveimur bræðrum sínum.Mynd/BandaríkjaherÍ frétt BBC kemur fram að faðir hans, Khizr Khan, hafi lýst syni sínum sem barni með mikla föðurlandsást og að hann hefði dáðst að Thomas Jefferson. Á meðan hann hafi verið í gagnfræðiskóla hafi hann starfað sem sjálfboðaliði til að kenna fötluðum börnum að synda. Khan skráði sig í herinn eftir að hafa stundað nám í Virginíuháskóla, en faðir hans, sem starfar sem lögfræðingur, lagðist gegn áformunum. „Hann vildi gefa til baka. Það er það sem hann vildi gera,“ sagði faðir hans í samtali við Washington Post árið 2005. Khan útskrifaðist úr háskóla árið 2000 og starfaði svo innan hersins í fjögur ár. Var hann skipaður í stöðu kafteins (e. captain) innan hersins.Breytt áform eftir 11. september BBC greinir frá því að Khan hafi ætlað sér að fara í frekara laganám upp úr aldamótum, en hann hafi breytt áformum sínum eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Hann ákvað að starfa áfram innan hersins og var sendur til Íraks árið 2004.Khan er jarðaður í Arlington-kirkjugarði.Vísir/AFPÞar segir frá símtali í maí 2004 þar sem móðir hans minnist þess að hafa biðlað til hans að snúa aftur örugglega heim. „Auðvitað geri ég það. En mamma, þú verður að vita að ég hef skyldum að gegna gagnvart þessum hermönnum og ég get ekki skilið þá eftir varnarlausa,“ en hinn 27 ára Khan féll í sjálfsvígssprengjuárás manns um mánuði síðar. Humayun var staðsettur á Baqubah-herstöðinni, norðaustur af írösku höfuðborginni Bagdad, og eitt af verkefnum hans var hafa eftirlit með hermönnum við inngang herstöðvarinnar.Fórst í sprengjuárás Þann 8. júní 2004 var leigubíl keyrt á miklum hraða í átt að Khan og sveit hans. Khan fyrirskipaði sínum mönnum að hörfa og gekk sjálfur með hendurnar út í átt að leigubílnum, en skömmu áður en bíllinn náði Khan var bíllinn sprengdur í loft upp. BBC segir að Khan hafi með gjörðum sínum náð að bjarga lífi fjölda hermanna og hlaut hann viðurkenningarnar Purple Heart og Bronsstjörnu að sér gengnum. Hann er jarðaður í Arlington kirkjugarðinum, nærri Washington, en Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata, var ein þeirra sem sóttu útför Khan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07