Eiríkur Bergmann: Trump mun sækja enn harðar að Clinton sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 2. ágúst 2016 12:42 Línur farnar að skýrast eftir landsþing flokkanna tveggja, segir stjórnmálfræðingur. Clinton er með forskot á Trump. vísir/getty Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir línur farnar að skýrast í kosningabaráttunni fyrir forsetakjörið í Bandaríkjunum, nú að loknu landsþingi flokkanna tveggja. Baráttan muni harðna umtalsvert allt fram að kjördegi. „Nú er þetta baráttan í könnunum sem skiptir mestu máli. Báðir flokkar munu núna meta það hvernig stuðningurinn er að leggjast í könnunum og hvar helstu baráttusvæðin verða. Í Bandaríkjunum er ekki hefðbundið þjóðkjör heldur eru kjörnir kjörmenn í hverju fylki fyrir sig þannig að baráttan fer núna fram í þeim fylkjum þar sem mjótt er á mununum,” segir Eiríkur.Ómögulegt að spá fyrir um hvort Clinton haldi forskotinu Hillary Clinton hefur samkvæmt nýjustu skoðanakönnun CNN aukið fylgi sitt eftir landsþing Demókrataflokksins og er nú með níu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn, Donald Trump. Clinton mælist nú með 52 prósenta fylgi og Trump með 43 prósenta fylgi, en um er að ræða nokkurn viðsnúning frá síðustu könnunum CNN, þegar Trump mældist með eilítið meira fylgi en Clinton.Eiríkur Bergmann„Það hefur vakið athygli að út úr flokksþingunum að þá hefur Hillary komið út með meira forskot heldur en að Trump og hans fólk gerði ráð fyrir. Þannig að það má gera ráð fyrir því að hann muni sækja ansi hart að henni núna á næstunni,” segir Eiríkur. Aðspurður segir hann ómögulegt að spá fyrir um hvort Clinton muni halda þessu forskoti. „Við erum að sjá fyrstu kannanirnar núna í kjölfarið af flokksþingunum og við þurfum bara að sjá fleiri til þess að átta okkur á því hvernig þessi lína liggur. Trump fór upp í kjölfar síns flokksþings en síðan fór Hillary upp enn hærra, í kjölfarið af flokksþingi Demókrata. Og stóra spurningin er bara sú hvort hún muni halda því forskoti eða hvort það dragi á milli sem hlýtur að teljast líklegra.“Frambjóðendurnir óvinsælir Skoðanakannanir sýna fram á að báðir frambjóðendur eru afar óvinsælir, því um helmingur skráðra kjósenda segjast hafa neikvætt álit á Clinton, og um 36 prósent jákvætt. Þeim jákvæðu hefur fjölgað um fimm prósentustig á milli kannana. Lítil breyting hefur orðið á afstöðu fólks til Trump en um 52 prósent segjast hafa neikvætt álit á honum. „Það eru ólíkir þættir sem valda því hjá þeim tveimur. Hann er auðvitað að einhverju leiti aggressívur lýðskrumari og hann hefur haldið út sinni pólitík með þeirri aðferð að ráðast á hina og þessa hópa í samfélaginu og höfða til reiðra hvítra karlmanna sem telja sig hlunnfarna af alls konar öðrum hópum í samfélaginu. Það er mörgum sem er í nöp við slíka pólitík,“ segir Eiríkur, aðspurður hvað skýri þessar óvinsældir. „Hennar staða er allt önnur. Hún er öfugt við Trump innan úr innstu innviðum bandarískra stjórnmála. Þrátt fyrir það hefur hún frekar verið talin fara fram af kaldri skynsemi frekar heldur en heitri ástríðu. Þess vegna er mörgum ekkert sérstaklega hlýtt til hennar, þó fólk kunni að treysta henni fyrir verkunum.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir línur farnar að skýrast í kosningabaráttunni fyrir forsetakjörið í Bandaríkjunum, nú að loknu landsþingi flokkanna tveggja. Baráttan muni harðna umtalsvert allt fram að kjördegi. „Nú er þetta baráttan í könnunum sem skiptir mestu máli. Báðir flokkar munu núna meta það hvernig stuðningurinn er að leggjast í könnunum og hvar helstu baráttusvæðin verða. Í Bandaríkjunum er ekki hefðbundið þjóðkjör heldur eru kjörnir kjörmenn í hverju fylki fyrir sig þannig að baráttan fer núna fram í þeim fylkjum þar sem mjótt er á mununum,” segir Eiríkur.Ómögulegt að spá fyrir um hvort Clinton haldi forskotinu Hillary Clinton hefur samkvæmt nýjustu skoðanakönnun CNN aukið fylgi sitt eftir landsþing Demókrataflokksins og er nú með níu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn, Donald Trump. Clinton mælist nú með 52 prósenta fylgi og Trump með 43 prósenta fylgi, en um er að ræða nokkurn viðsnúning frá síðustu könnunum CNN, þegar Trump mældist með eilítið meira fylgi en Clinton.Eiríkur Bergmann„Það hefur vakið athygli að út úr flokksþingunum að þá hefur Hillary komið út með meira forskot heldur en að Trump og hans fólk gerði ráð fyrir. Þannig að það má gera ráð fyrir því að hann muni sækja ansi hart að henni núna á næstunni,” segir Eiríkur. Aðspurður segir hann ómögulegt að spá fyrir um hvort Clinton muni halda þessu forskoti. „Við erum að sjá fyrstu kannanirnar núna í kjölfarið af flokksþingunum og við þurfum bara að sjá fleiri til þess að átta okkur á því hvernig þessi lína liggur. Trump fór upp í kjölfar síns flokksþings en síðan fór Hillary upp enn hærra, í kjölfarið af flokksþingi Demókrata. Og stóra spurningin er bara sú hvort hún muni halda því forskoti eða hvort það dragi á milli sem hlýtur að teljast líklegra.“Frambjóðendurnir óvinsælir Skoðanakannanir sýna fram á að báðir frambjóðendur eru afar óvinsælir, því um helmingur skráðra kjósenda segjast hafa neikvætt álit á Clinton, og um 36 prósent jákvætt. Þeim jákvæðu hefur fjölgað um fimm prósentustig á milli kannana. Lítil breyting hefur orðið á afstöðu fólks til Trump en um 52 prósent segjast hafa neikvætt álit á honum. „Það eru ólíkir þættir sem valda því hjá þeim tveimur. Hann er auðvitað að einhverju leiti aggressívur lýðskrumari og hann hefur haldið út sinni pólitík með þeirri aðferð að ráðast á hina og þessa hópa í samfélaginu og höfða til reiðra hvítra karlmanna sem telja sig hlunnfarna af alls konar öðrum hópum í samfélaginu. Það er mörgum sem er í nöp við slíka pólitík,“ segir Eiríkur, aðspurður hvað skýri þessar óvinsældir. „Hennar staða er allt önnur. Hún er öfugt við Trump innan úr innstu innviðum bandarískra stjórnmála. Þrátt fyrir það hefur hún frekar verið talin fara fram af kaldri skynsemi frekar heldur en heitri ástríðu. Þess vegna er mörgum ekkert sérstaklega hlýtt til hennar, þó fólk kunni að treysta henni fyrir verkunum.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Sjá meira