Eiríkur Bergmann: Trump mun sækja enn harðar að Clinton sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 2. ágúst 2016 12:42 Línur farnar að skýrast eftir landsþing flokkanna tveggja, segir stjórnmálfræðingur. Clinton er með forskot á Trump. vísir/getty Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir línur farnar að skýrast í kosningabaráttunni fyrir forsetakjörið í Bandaríkjunum, nú að loknu landsþingi flokkanna tveggja. Baráttan muni harðna umtalsvert allt fram að kjördegi. „Nú er þetta baráttan í könnunum sem skiptir mestu máli. Báðir flokkar munu núna meta það hvernig stuðningurinn er að leggjast í könnunum og hvar helstu baráttusvæðin verða. Í Bandaríkjunum er ekki hefðbundið þjóðkjör heldur eru kjörnir kjörmenn í hverju fylki fyrir sig þannig að baráttan fer núna fram í þeim fylkjum þar sem mjótt er á mununum,” segir Eiríkur.Ómögulegt að spá fyrir um hvort Clinton haldi forskotinu Hillary Clinton hefur samkvæmt nýjustu skoðanakönnun CNN aukið fylgi sitt eftir landsþing Demókrataflokksins og er nú með níu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn, Donald Trump. Clinton mælist nú með 52 prósenta fylgi og Trump með 43 prósenta fylgi, en um er að ræða nokkurn viðsnúning frá síðustu könnunum CNN, þegar Trump mældist með eilítið meira fylgi en Clinton.Eiríkur Bergmann„Það hefur vakið athygli að út úr flokksþingunum að þá hefur Hillary komið út með meira forskot heldur en að Trump og hans fólk gerði ráð fyrir. Þannig að það má gera ráð fyrir því að hann muni sækja ansi hart að henni núna á næstunni,” segir Eiríkur. Aðspurður segir hann ómögulegt að spá fyrir um hvort Clinton muni halda þessu forskoti. „Við erum að sjá fyrstu kannanirnar núna í kjölfarið af flokksþingunum og við þurfum bara að sjá fleiri til þess að átta okkur á því hvernig þessi lína liggur. Trump fór upp í kjölfar síns flokksþings en síðan fór Hillary upp enn hærra, í kjölfarið af flokksþingi Demókrata. Og stóra spurningin er bara sú hvort hún muni halda því forskoti eða hvort það dragi á milli sem hlýtur að teljast líklegra.“Frambjóðendurnir óvinsælir Skoðanakannanir sýna fram á að báðir frambjóðendur eru afar óvinsælir, því um helmingur skráðra kjósenda segjast hafa neikvætt álit á Clinton, og um 36 prósent jákvætt. Þeim jákvæðu hefur fjölgað um fimm prósentustig á milli kannana. Lítil breyting hefur orðið á afstöðu fólks til Trump en um 52 prósent segjast hafa neikvætt álit á honum. „Það eru ólíkir þættir sem valda því hjá þeim tveimur. Hann er auðvitað að einhverju leiti aggressívur lýðskrumari og hann hefur haldið út sinni pólitík með þeirri aðferð að ráðast á hina og þessa hópa í samfélaginu og höfða til reiðra hvítra karlmanna sem telja sig hlunnfarna af alls konar öðrum hópum í samfélaginu. Það er mörgum sem er í nöp við slíka pólitík,“ segir Eiríkur, aðspurður hvað skýri þessar óvinsældir. „Hennar staða er allt önnur. Hún er öfugt við Trump innan úr innstu innviðum bandarískra stjórnmála. Þrátt fyrir það hefur hún frekar verið talin fara fram af kaldri skynsemi frekar heldur en heitri ástríðu. Þess vegna er mörgum ekkert sérstaklega hlýtt til hennar, þó fólk kunni að treysta henni fyrir verkunum.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir línur farnar að skýrast í kosningabaráttunni fyrir forsetakjörið í Bandaríkjunum, nú að loknu landsþingi flokkanna tveggja. Baráttan muni harðna umtalsvert allt fram að kjördegi. „Nú er þetta baráttan í könnunum sem skiptir mestu máli. Báðir flokkar munu núna meta það hvernig stuðningurinn er að leggjast í könnunum og hvar helstu baráttusvæðin verða. Í Bandaríkjunum er ekki hefðbundið þjóðkjör heldur eru kjörnir kjörmenn í hverju fylki fyrir sig þannig að baráttan fer núna fram í þeim fylkjum þar sem mjótt er á mununum,” segir Eiríkur.Ómögulegt að spá fyrir um hvort Clinton haldi forskotinu Hillary Clinton hefur samkvæmt nýjustu skoðanakönnun CNN aukið fylgi sitt eftir landsþing Demókrataflokksins og er nú með níu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn, Donald Trump. Clinton mælist nú með 52 prósenta fylgi og Trump með 43 prósenta fylgi, en um er að ræða nokkurn viðsnúning frá síðustu könnunum CNN, þegar Trump mældist með eilítið meira fylgi en Clinton.Eiríkur Bergmann„Það hefur vakið athygli að út úr flokksþingunum að þá hefur Hillary komið út með meira forskot heldur en að Trump og hans fólk gerði ráð fyrir. Þannig að það má gera ráð fyrir því að hann muni sækja ansi hart að henni núna á næstunni,” segir Eiríkur. Aðspurður segir hann ómögulegt að spá fyrir um hvort Clinton muni halda þessu forskoti. „Við erum að sjá fyrstu kannanirnar núna í kjölfarið af flokksþingunum og við þurfum bara að sjá fleiri til þess að átta okkur á því hvernig þessi lína liggur. Trump fór upp í kjölfar síns flokksþings en síðan fór Hillary upp enn hærra, í kjölfarið af flokksþingi Demókrata. Og stóra spurningin er bara sú hvort hún muni halda því forskoti eða hvort það dragi á milli sem hlýtur að teljast líklegra.“Frambjóðendurnir óvinsælir Skoðanakannanir sýna fram á að báðir frambjóðendur eru afar óvinsælir, því um helmingur skráðra kjósenda segjast hafa neikvætt álit á Clinton, og um 36 prósent jákvætt. Þeim jákvæðu hefur fjölgað um fimm prósentustig á milli kannana. Lítil breyting hefur orðið á afstöðu fólks til Trump en um 52 prósent segjast hafa neikvætt álit á honum. „Það eru ólíkir þættir sem valda því hjá þeim tveimur. Hann er auðvitað að einhverju leiti aggressívur lýðskrumari og hann hefur haldið út sinni pólitík með þeirri aðferð að ráðast á hina og þessa hópa í samfélaginu og höfða til reiðra hvítra karlmanna sem telja sig hlunnfarna af alls konar öðrum hópum í samfélaginu. Það er mörgum sem er í nöp við slíka pólitík,“ segir Eiríkur, aðspurður hvað skýri þessar óvinsældir. „Hennar staða er allt önnur. Hún er öfugt við Trump innan úr innstu innviðum bandarískra stjórnmála. Þrátt fyrir það hefur hún frekar verið talin fara fram af kaldri skynsemi frekar heldur en heitri ástríðu. Þess vegna er mörgum ekkert sérstaklega hlýtt til hennar, þó fólk kunni að treysta henni fyrir verkunum.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira