Stjórnarstefna skiptir máli Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Jafnaðarmenn vilja eitt samfélag fyrir alla, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, auðlindir í þjóðareign, betra fiskveiðistjórnunarkerfi, menntun fyrir alla, jöfnuð og samábyrgð. Eins og nú er háttað búum við Íslendingar við annan veruleika. Hér gilda ekki sömu reglur fyrir alla, spilling hefur grafið um sig og góðærið er fyrir hina ríku. Undanfarin ár höfum við orðið vitni að auðmannadekri og einkavinavæðingu samhliða niðurbroti mikilvægra samfélagsstoða og velferðargilda sem sem gengnar kynslóðir strituðu við að byggja upp til að skapa hér gott samfélag. Fátæktin sem við töldum okkur hafa útrýmt um miðbik síðustu aldar hefur aftur lætt sér inn í samfélag okkar eins og lúsin. Nú búa um 9 þúsund börn á heimilum undir lágtekjumörkum. Ungt fólk er fast í fátæktargildru á leigumarkaði og fátækt aldraðra hefur aukist. Fólk flytur frá landinu og skuldugur almenningur berst í bökkum. Þó fljóta milljarðarnir yfir barma ríkissjóðs. Sjávarútvegur og ferðaþjónusta mala gull og hafa aldrei staðið betur. Í góðæri mundu siðuð stjórnvöld jafna lífskjör og gefa öllum tækifæri til menntunar. Þess í stað er búið í haginn fyrir auðmenn en tækifærum hinna efnaminni fækkað. Verið er að skerða aðgengi fólks að námi. Velferðarkerfið er í miklum vanda og engin menntastefna sjáanleg. Nú væri lag að koma á gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu til að leysa sjúklinga undan óheyrilegum heilbrigðiskostnaði. En hægt og bítandi er verið að ýta fólki inn í einkarekin heilbrigðis- og menntakerfi með því að fjársvelta svo hið opinbera kerfi að það rís ekki undir hlutverki sínu. Nú væri lag að beita jöfnunaraðgerðum í skattkerfinu, fjölga skattþrepum og lyfta skattleysismörkum í stað þess að lækka skatta á auðmenn og hlífa stórgróðaatvinnuvegum við eðlilegri gjaldtöku. Nú mætti rétta við og jafna stöðu byggðanna í landinu með byggðatengdum skattaívilnunum, grænum greiðslum, góðum samgöngum og öflugum nettengingum. Þess í stað liggur vegakerfið undir skemmdum. Nú væri lag að koma á heilbrigðum leikreglum í sjávarútvegi og afnema hið óréttláta kvótakerfi. Það skiptir máli hverjir stjórna. Þess vegna er lífsspursmál fyrir samfélag okkar að koma nýjum stjórnvöldum að í næstu kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Jafnaðarmenn vilja eitt samfélag fyrir alla, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, auðlindir í þjóðareign, betra fiskveiðistjórnunarkerfi, menntun fyrir alla, jöfnuð og samábyrgð. Eins og nú er háttað búum við Íslendingar við annan veruleika. Hér gilda ekki sömu reglur fyrir alla, spilling hefur grafið um sig og góðærið er fyrir hina ríku. Undanfarin ár höfum við orðið vitni að auðmannadekri og einkavinavæðingu samhliða niðurbroti mikilvægra samfélagsstoða og velferðargilda sem sem gengnar kynslóðir strituðu við að byggja upp til að skapa hér gott samfélag. Fátæktin sem við töldum okkur hafa útrýmt um miðbik síðustu aldar hefur aftur lætt sér inn í samfélag okkar eins og lúsin. Nú búa um 9 þúsund börn á heimilum undir lágtekjumörkum. Ungt fólk er fast í fátæktargildru á leigumarkaði og fátækt aldraðra hefur aukist. Fólk flytur frá landinu og skuldugur almenningur berst í bökkum. Þó fljóta milljarðarnir yfir barma ríkissjóðs. Sjávarútvegur og ferðaþjónusta mala gull og hafa aldrei staðið betur. Í góðæri mundu siðuð stjórnvöld jafna lífskjör og gefa öllum tækifæri til menntunar. Þess í stað er búið í haginn fyrir auðmenn en tækifærum hinna efnaminni fækkað. Verið er að skerða aðgengi fólks að námi. Velferðarkerfið er í miklum vanda og engin menntastefna sjáanleg. Nú væri lag að koma á gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu til að leysa sjúklinga undan óheyrilegum heilbrigðiskostnaði. En hægt og bítandi er verið að ýta fólki inn í einkarekin heilbrigðis- og menntakerfi með því að fjársvelta svo hið opinbera kerfi að það rís ekki undir hlutverki sínu. Nú væri lag að beita jöfnunaraðgerðum í skattkerfinu, fjölga skattþrepum og lyfta skattleysismörkum í stað þess að lækka skatta á auðmenn og hlífa stórgróðaatvinnuvegum við eðlilegri gjaldtöku. Nú mætti rétta við og jafna stöðu byggðanna í landinu með byggðatengdum skattaívilnunum, grænum greiðslum, góðum samgöngum og öflugum nettengingum. Þess í stað liggur vegakerfið undir skemmdum. Nú væri lag að koma á heilbrigðum leikreglum í sjávarútvegi og afnema hið óréttláta kvótakerfi. Það skiptir máli hverjir stjórna. Þess vegna er lífsspursmál fyrir samfélag okkar að koma nýjum stjórnvöldum að í næstu kosningum.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun