Skoðun eða trúboð Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 19. ágúst 2016 00:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti áhyggjum af stöðu íslenskra fjölmiðla á Facebook-síðu sinni á dögunum. Hann hefur áhyggjur af því að fjölmiðla skorti stefnu, markmið eða skilaboð. Þeir hefðu því nánast ekki annan tilgang en að vera til staðar fyrir þá sem þar vinna. Tilefni skrifa Bjarna er að í ritstjórnarskrifum Fréttablaðsins hafi undanfarið birst mismunandi skoðanir á framtíð Íslands í gjaldeyrismálum. Þennan blæbrigðamun túlkar Bjarni sem vísbendingu um að Fréttablaðið skorti „stefnu, markmið eða skilaboð“. Rétt er hjá Bjarna að starfsmenn Fréttablaðsins hafa ekki sérstök markmið í leiðaraskrifum. Við stundum ekki trúboð. Við lýsum okkar skoðunum undir fullu nafni og höfum frelsi til að tjá þær eftir því sem formið leyfir ef þær stríða ekki gegn almennum ritstjórnarlínum, meðal annars um athafnafrelsi einstaklinga og fyrirtækja. Línan útilokar til dæmis kynþáttaníð, en skoðanir á gjaldeyrismálum eru frjálsar. Þess vegna ber leiðarasíðan titilinn „Skoðun“. Það er fullkomlega eðlilegt að skoðanir sem birtast í leiðurum stangist á frá degi til dags. Hugsandi fólk kemst að niðurstöðu og myndar sér skoðun, en ekki dauðir hlutir eins og dagblöð – nema útgáfan þjóni duldum sérhagsmunum. Stundum skiptir fólk um skoðun. Bjarni gerði það í afstöðu sinni til Evrópusambandsins. Haustið 2008 vildi hann aðildarviðræður enda væri krónan „fjötur um fót“ Íslendinga. Ef sinnaskipti í stjórnmálum byggjast á nýjum upplýsingum og breyttum forsendum eru þau lofsverð. Ef þjónkun við sérhagsmuni ræður för eru sinnaskipti ámælisverð. Ummæli Bjarna benda til að hann sakni tíma flokksblaðanna þegar Morgunblaðið var í yfirburðastöðu, fór inn á flest heimili og hafði dagskrárvald stjórnmálanna í hendi sér. Það væri vissulega þægilegra fyrir Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn, en ekki gott fyrir þjóðlífið. Stundum saka pólitískir keppinautar Bjarna Fréttablaðið um að draga taum hans í ritstjórnarskrifum. Það er ekki rétt. En leiðarahöfundar hafa oft hrósað ráðherranum fyrir stjórn efnahagsmála. Hann fær hrós ef hann er talinn verðskulda hrósið. Ekki hefur Bjarni kvartað yfir því. Bjarni hlýtur að taka undir þá skoðun að frjáls skoðanaskipti séu mikilvæg þjóðlífinu þó að einstök skrif hugnist honum ekki. Vonandi fellur hann ekki í þá gryfju að gruna fjölmiðla sýknt og heilagt um að sitja um sig, eins og dæmi eru um. Fjölmiðlar eiga ekki að hafa markmið önnur en þau að segja fréttir og vera farvegur fyrir skoðanir og upplýsingar á ábyrgan og sanngjarnan hátt. Það er ekki keppikefli Fréttablaðsins að Ísland taki upp evru eða annan gjaldmiðil. Kannski hafa einhverjir leiðarahöfundar blaðsins þá skoðun, kannski ekki. Þeim er algerlega frjálst að tjá skoðunina á hvorn veginn sem er. Hvað sem Bjarni kann að hafa um málið að segja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti áhyggjum af stöðu íslenskra fjölmiðla á Facebook-síðu sinni á dögunum. Hann hefur áhyggjur af því að fjölmiðla skorti stefnu, markmið eða skilaboð. Þeir hefðu því nánast ekki annan tilgang en að vera til staðar fyrir þá sem þar vinna. Tilefni skrifa Bjarna er að í ritstjórnarskrifum Fréttablaðsins hafi undanfarið birst mismunandi skoðanir á framtíð Íslands í gjaldeyrismálum. Þennan blæbrigðamun túlkar Bjarni sem vísbendingu um að Fréttablaðið skorti „stefnu, markmið eða skilaboð“. Rétt er hjá Bjarna að starfsmenn Fréttablaðsins hafa ekki sérstök markmið í leiðaraskrifum. Við stundum ekki trúboð. Við lýsum okkar skoðunum undir fullu nafni og höfum frelsi til að tjá þær eftir því sem formið leyfir ef þær stríða ekki gegn almennum ritstjórnarlínum, meðal annars um athafnafrelsi einstaklinga og fyrirtækja. Línan útilokar til dæmis kynþáttaníð, en skoðanir á gjaldeyrismálum eru frjálsar. Þess vegna ber leiðarasíðan titilinn „Skoðun“. Það er fullkomlega eðlilegt að skoðanir sem birtast í leiðurum stangist á frá degi til dags. Hugsandi fólk kemst að niðurstöðu og myndar sér skoðun, en ekki dauðir hlutir eins og dagblöð – nema útgáfan þjóni duldum sérhagsmunum. Stundum skiptir fólk um skoðun. Bjarni gerði það í afstöðu sinni til Evrópusambandsins. Haustið 2008 vildi hann aðildarviðræður enda væri krónan „fjötur um fót“ Íslendinga. Ef sinnaskipti í stjórnmálum byggjast á nýjum upplýsingum og breyttum forsendum eru þau lofsverð. Ef þjónkun við sérhagsmuni ræður för eru sinnaskipti ámælisverð. Ummæli Bjarna benda til að hann sakni tíma flokksblaðanna þegar Morgunblaðið var í yfirburðastöðu, fór inn á flest heimili og hafði dagskrárvald stjórnmálanna í hendi sér. Það væri vissulega þægilegra fyrir Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn, en ekki gott fyrir þjóðlífið. Stundum saka pólitískir keppinautar Bjarna Fréttablaðið um að draga taum hans í ritstjórnarskrifum. Það er ekki rétt. En leiðarahöfundar hafa oft hrósað ráðherranum fyrir stjórn efnahagsmála. Hann fær hrós ef hann er talinn verðskulda hrósið. Ekki hefur Bjarni kvartað yfir því. Bjarni hlýtur að taka undir þá skoðun að frjáls skoðanaskipti séu mikilvæg þjóðlífinu þó að einstök skrif hugnist honum ekki. Vonandi fellur hann ekki í þá gryfju að gruna fjölmiðla sýknt og heilagt um að sitja um sig, eins og dæmi eru um. Fjölmiðlar eiga ekki að hafa markmið önnur en þau að segja fréttir og vera farvegur fyrir skoðanir og upplýsingar á ábyrgan og sanngjarnan hátt. Það er ekki keppikefli Fréttablaðsins að Ísland taki upp evru eða annan gjaldmiðil. Kannski hafa einhverjir leiðarahöfundar blaðsins þá skoðun, kannski ekki. Þeim er algerlega frjálst að tjá skoðunina á hvorn veginn sem er. Hvað sem Bjarni kann að hafa um málið að segja.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun