Segir það dapurlega staðreynd að honum hafi verið vikið úr stjórnmálum að ástæðulausu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 13:11 Árni Johnsen vill á þing á ný. Vísir/GVA Árni Johnsen fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það dapurlega staðreynd að honum hafi verið vikið úr stjórnmálum að ástæðulausu en á þessum nótum hefst Facebook-færsla á síðunni Árni í framboð á ný: „Það er búið að fara illa með þig Árni,“ sagði einn af elstu og reyndustu menningarfrömuðum Suðurlands við mig fyrir skömmu. „Hvað áttu við?“ spurði ég. „Þér var vikið til hliðar í stjórnmálum að ástæðulausu.“ Því miður er þetta dapurleg staðreynd, því það er ekkert grín að vera sparkaður niður á seinni hluta ævistarfsins. Ef ég hefði tapað á eðlilegan hátt í síðasta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir 3 árum hefði ég ekki tekið því illa, því eðli lífsins er tap og sigrar. Þá hefði ég þakkað fyrir mig með von um að ég hefði gert gagn,“ segir í færslunni. Árni sækist eftir einu af efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en hann sat á þingi fyrir flokkinn á árunum 1983–1987, 1991–2001 og 2007–2013. Hann var árið 2003 dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt og umboðssvik í opinberu starfi en fékk uppreist æru árið 2006, fór í kjölfarið aftur í framboði og náði kjöri í þingkosningum 2007 og 2009. Í prófkjöri flokksins fyrir kosningarnar 2013 náði Árni hins vegar ekki einu af sex efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en hann sakar þingmennina sem urðu í þremur efstu sætunum að vinna skipulega gegn sér: „Staðreyndin er hins vegar sú að þrír meðframbjóðendur mínir, sem allir lentu í þremur efstu sætum prófkjörsins unnu skipulega að því að fæla fólk frá því að kjósa mig. Þannig rottuðu þau sig saman, Ragnheiður Elín, Unnur Brá og Ásmundur og höfðu erindi sem erfiði en þessi vinnubrögð þeirra eru hins vegar einsdæmi í sögu prófkosninga Sjálfstæðisflokksins.Meginmarkmiðið í prófkjöri er að almennir kjósendur velji á lista en ekki frambjóðendurnir sjálfir. Þessi vinnubrögð eru ekki ólögleg en þau eru algjörlega siðlaus og ódrengileg á versta máta. Að loknu prófkjörinu kallaði oddvitinn 5 efstu í prófkjörinu til fundar og byrjaði fundinn svo smekklega að lýsa því yfir að nú væru spennandi tímar framundan í Suðurkjördæmi. „því við erum laus við Árna Johnsen og nú er ýmislegt hægt að gera." Blessuð konan vissi ekki og veit ekki að ég var með afkastamestu þingmönnum bæði í flutningi mála og því að ná málum í heila höfn, hvað svo sem um mig má segja,“ segir í Facebook-færslu Árna. Hann fer síðan yfir það hversu lítið umræddir þingmenn hafa, að hans mati, gert fyrir Suðurkjördæmi en færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan: Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16 Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. 4. ágúst 2016 18:09 Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Árni Johnsen fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það dapurlega staðreynd að honum hafi verið vikið úr stjórnmálum að ástæðulausu en á þessum nótum hefst Facebook-færsla á síðunni Árni í framboð á ný: „Það er búið að fara illa með þig Árni,“ sagði einn af elstu og reyndustu menningarfrömuðum Suðurlands við mig fyrir skömmu. „Hvað áttu við?“ spurði ég. „Þér var vikið til hliðar í stjórnmálum að ástæðulausu.“ Því miður er þetta dapurleg staðreynd, því það er ekkert grín að vera sparkaður niður á seinni hluta ævistarfsins. Ef ég hefði tapað á eðlilegan hátt í síðasta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir 3 árum hefði ég ekki tekið því illa, því eðli lífsins er tap og sigrar. Þá hefði ég þakkað fyrir mig með von um að ég hefði gert gagn,“ segir í færslunni. Árni sækist eftir einu af efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en hann sat á þingi fyrir flokkinn á árunum 1983–1987, 1991–2001 og 2007–2013. Hann var árið 2003 dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt og umboðssvik í opinberu starfi en fékk uppreist æru árið 2006, fór í kjölfarið aftur í framboði og náði kjöri í þingkosningum 2007 og 2009. Í prófkjöri flokksins fyrir kosningarnar 2013 náði Árni hins vegar ekki einu af sex efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en hann sakar þingmennina sem urðu í þremur efstu sætunum að vinna skipulega gegn sér: „Staðreyndin er hins vegar sú að þrír meðframbjóðendur mínir, sem allir lentu í þremur efstu sætum prófkjörsins unnu skipulega að því að fæla fólk frá því að kjósa mig. Þannig rottuðu þau sig saman, Ragnheiður Elín, Unnur Brá og Ásmundur og höfðu erindi sem erfiði en þessi vinnubrögð þeirra eru hins vegar einsdæmi í sögu prófkosninga Sjálfstæðisflokksins.Meginmarkmiðið í prófkjöri er að almennir kjósendur velji á lista en ekki frambjóðendurnir sjálfir. Þessi vinnubrögð eru ekki ólögleg en þau eru algjörlega siðlaus og ódrengileg á versta máta. Að loknu prófkjörinu kallaði oddvitinn 5 efstu í prófkjörinu til fundar og byrjaði fundinn svo smekklega að lýsa því yfir að nú væru spennandi tímar framundan í Suðurkjördæmi. „því við erum laus við Árna Johnsen og nú er ýmislegt hægt að gera." Blessuð konan vissi ekki og veit ekki að ég var með afkastamestu þingmönnum bæði í flutningi mála og því að ná málum í heila höfn, hvað svo sem um mig má segja,“ segir í Facebook-færslu Árna. Hann fer síðan yfir það hversu lítið umræddir þingmenn hafa, að hans mati, gert fyrir Suðurkjördæmi en færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan:
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16 Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. 4. ágúst 2016 18:09 Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16
Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. 4. ágúst 2016 18:09
Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10