Héldust í hendur og sökuð um athyglissýki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. ágúst 2016 10:30 Hér koma systurnar í mark. Vísir/Getty Þýsku hlaupararnir Anna og Lisa Hahner, sem eru tvíburar, héldust í hendur þegar þær komu í mark í maraþonhlaupi kvenna á Ólympíuleikunum á sunnudag. Atvikið hefur vakið athygli víða. Mörgum þótti Ólympíuandinn vera í fyrirrúmi en forráðamenn þýska frjálsíþróttasambandsins voru ekki hrifnir. Sjálfar sögðu systurnar að þetta hefði ekki verið undirbúið. Þær höfðu ekki hlaupið hlið við hlið allt hlaupið en 300 metrum áður en kom að marklínunni sá Anna að hún var komin upp að hlið systur sinnar. „Þetta var yndisleg stund og töfrum líkast að við gætum klárað maraþonið saman. Við vorum ekki að pæla í hvað við vorum að gera,“ sagði Anna. „Við höfum æft saman fyrir þetta hlaup í fjögur ár. Við vorum ekki ánægðar með tímann eða í hvaða sæti við lentum en við vorum ánægðir með að hafa lagt okkur allar fram,“ sagði hún enn fremur en systurnar lentu í 81. og 82. sæti í hlaupinu.„Sigrar og verðlaunapeningar eiga ekki að vera einu markmið íþróttamanna á Ólympíuleikum,“ sagði Thomas Kurschilgen, íþróttastjóri þýska frjálsíþróttasambandsins, í tölvupósti sem hann sendi vegna málsins. „Hver einasti keppandi á að gera sitt allra besta og stefna að bestu mögulegu niðurstöðunni,“ sagði hann enn fremur og sakaði tvíburana um að fara með maraþonkeppni á Ólympíuleikum eins og skemmtiskokk. „Markmið þeirra var að ná sér í athygli fjölmiðla. Það er það sem við gagnrýnum.“ Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Brjálaðist og grét er lyfta var dæmd ógild | Myndir Íranski lyftingakappinn Behdad Salimikordasiabi gerði allt vitlaust og þurfti að kalla til öryggisgæslu er lyfta hjá honum var dæmd ógild. 17. ágúst 2016 23:00 Nýjasta hlaupastjarna Jamaíka náði því sem engin hefur gert á ÓL í 28 ár Elaine Thompson frá Jamaíka fylgdi á eftir sigri sínum í 100 metra hlaupi kvenna með því að vinna einnig 200 metra hlaupið á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 18. ágúst 2016 02:07 Elda veislumáltíðir fyrir hina fátæku í Ríó úr ólympíuafgöngum Eigandi besta veitingastaðar í heiminum er mættur til Ríó og eldar veislumáltíðir fyrir hina fátæku úr matarafgöngum. 17. ágúst 2016 11:29 Bolt og De Grasse brostu til hvors annars en Gatlin komst ekki úrslit Jamaíkamaðurinn Usain Bolt komst í nótt einu skrefi nær því að vinna 200 metra hlaup karla á þriðju Ólympíuleikunum í röð þegar hann vann undanúrslitin í 200 metra hlaupinu á Ólympíuleikvanginum í Ríó. 18. ágúst 2016 01:54 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Þýsku hlaupararnir Anna og Lisa Hahner, sem eru tvíburar, héldust í hendur þegar þær komu í mark í maraþonhlaupi kvenna á Ólympíuleikunum á sunnudag. Atvikið hefur vakið athygli víða. Mörgum þótti Ólympíuandinn vera í fyrirrúmi en forráðamenn þýska frjálsíþróttasambandsins voru ekki hrifnir. Sjálfar sögðu systurnar að þetta hefði ekki verið undirbúið. Þær höfðu ekki hlaupið hlið við hlið allt hlaupið en 300 metrum áður en kom að marklínunni sá Anna að hún var komin upp að hlið systur sinnar. „Þetta var yndisleg stund og töfrum líkast að við gætum klárað maraþonið saman. Við vorum ekki að pæla í hvað við vorum að gera,“ sagði Anna. „Við höfum æft saman fyrir þetta hlaup í fjögur ár. Við vorum ekki ánægðar með tímann eða í hvaða sæti við lentum en við vorum ánægðir með að hafa lagt okkur allar fram,“ sagði hún enn fremur en systurnar lentu í 81. og 82. sæti í hlaupinu.„Sigrar og verðlaunapeningar eiga ekki að vera einu markmið íþróttamanna á Ólympíuleikum,“ sagði Thomas Kurschilgen, íþróttastjóri þýska frjálsíþróttasambandsins, í tölvupósti sem hann sendi vegna málsins. „Hver einasti keppandi á að gera sitt allra besta og stefna að bestu mögulegu niðurstöðunni,“ sagði hann enn fremur og sakaði tvíburana um að fara með maraþonkeppni á Ólympíuleikum eins og skemmtiskokk. „Markmið þeirra var að ná sér í athygli fjölmiðla. Það er það sem við gagnrýnum.“
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Brjálaðist og grét er lyfta var dæmd ógild | Myndir Íranski lyftingakappinn Behdad Salimikordasiabi gerði allt vitlaust og þurfti að kalla til öryggisgæslu er lyfta hjá honum var dæmd ógild. 17. ágúst 2016 23:00 Nýjasta hlaupastjarna Jamaíka náði því sem engin hefur gert á ÓL í 28 ár Elaine Thompson frá Jamaíka fylgdi á eftir sigri sínum í 100 metra hlaupi kvenna með því að vinna einnig 200 metra hlaupið á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 18. ágúst 2016 02:07 Elda veislumáltíðir fyrir hina fátæku í Ríó úr ólympíuafgöngum Eigandi besta veitingastaðar í heiminum er mættur til Ríó og eldar veislumáltíðir fyrir hina fátæku úr matarafgöngum. 17. ágúst 2016 11:29 Bolt og De Grasse brostu til hvors annars en Gatlin komst ekki úrslit Jamaíkamaðurinn Usain Bolt komst í nótt einu skrefi nær því að vinna 200 metra hlaup karla á þriðju Ólympíuleikunum í röð þegar hann vann undanúrslitin í 200 metra hlaupinu á Ólympíuleikvanginum í Ríó. 18. ágúst 2016 01:54 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Brjálaðist og grét er lyfta var dæmd ógild | Myndir Íranski lyftingakappinn Behdad Salimikordasiabi gerði allt vitlaust og þurfti að kalla til öryggisgæslu er lyfta hjá honum var dæmd ógild. 17. ágúst 2016 23:00
Nýjasta hlaupastjarna Jamaíka náði því sem engin hefur gert á ÓL í 28 ár Elaine Thompson frá Jamaíka fylgdi á eftir sigri sínum í 100 metra hlaupi kvenna með því að vinna einnig 200 metra hlaupið á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 18. ágúst 2016 02:07
Elda veislumáltíðir fyrir hina fátæku í Ríó úr ólympíuafgöngum Eigandi besta veitingastaðar í heiminum er mættur til Ríó og eldar veislumáltíðir fyrir hina fátæku úr matarafgöngum. 17. ágúst 2016 11:29
Bolt og De Grasse brostu til hvors annars en Gatlin komst ekki úrslit Jamaíkamaðurinn Usain Bolt komst í nótt einu skrefi nær því að vinna 200 metra hlaup karla á þriðju Ólympíuleikunum í röð þegar hann vann undanúrslitin í 200 metra hlaupinu á Ólympíuleikvanginum í Ríó. 18. ágúst 2016 01:54