Guðmundur: Okkar langbesti leikur á leikunum til þessa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2016 22:56 Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins. Vísir/AFP Danska handboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó eftir sannfærandi sjö marka sigur á Slóveníum, 37-30, í átta liða úrslitunum í kvöld. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, er þar með að koma landsliði í leiki um verðlaun á Ólympíuleikum í annað skiptið á síðustu þremur Ólympíuleikum en Ísland vann silfur undir hans stjórn á ÓL í Peking 2008. Danir voru með undirtökin frá byrjun og þriggja marka forystu í hálfleik, 16-13. Í seinni hálfleik tók þá Dani aðeins sjö mínútur að koma muninum upp í sjö mörk og eftir það var á brattann að sækja hjá slóvenska liðinu. „Ég er mjög stoltur af því hvernig við settum þetta upp. Taktíkst vorum við mjög vel undirbúnir og vorum búnir að búa okkur undir þeirra sóknarleik. Mér fannst við leysa stærsta hluta leiksins mjög vel," sagði Guðmundur. „Við fengum ekki markvörslu í byrjun og ég skipti markverðinum út. Það var rétt ákvörðun því Jannick Green kom inn og þá fór þetta að smella," sagði Guðmundur. Niklas Landin varði ekki skot á upphafsmínútum leiksins en Jannick Green kom sterkur inn. „Þetta var mjög öflugur varnarleikur hjá okkur og þeir náðu varla að skora á okkur í mjög langan tíma. Þeir voru með fimmtán mörk ég veit ekki hvað lengi," sagði Guðmundur. „Ég er líka mjög ánægður með sóknarleikinn. Við vorum búnir að undirbúa það að við myndum spila þessa vörn sem og þeir byrjuðu með. Við æfðum sóknarleik á móti henni í gær. Svo vorum við líka búnir að fara yfir 6:0 vörnina þeirra. Við leysum það þegar þeir bökkuðu niður í fyrri hálfleik líka," sagði Guðmundur. „Við vorum búnir að búast við öllu eins og þeir taki tvo úr umferð. Við leystum það en ég þurfti aðeins að hreyfa liðið og taka út menn. Ég tók leikhlé þar og það leystist líka," sagði Guðmundur. „Það er margt sem þarf að gera og þetta er ekki búið fyrr en það er búið," sagði Guðmundur sem slakaði ekkert á allan leikinn þótt danska liðið væri langt yfir. „Þetta er langbesti leikurinn okkar á leikunum. Mér fannst við spila frábæran leik. Það eru margir sem eru að skora mörkin og við erum að skora á fjölbreytilegan hátt, úr hornum, af línu, fyrir utan," sagði Guðmundur. Danir mæta annaðhvort Króatíu eða Pólland í undanúrslitunum á föstudaginn en síðasti leikur átta liða úrslitanna stendur nú yfir. Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Danska handboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó eftir sannfærandi sjö marka sigur á Slóveníum, 37-30, í átta liða úrslitunum í kvöld. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, er þar með að koma landsliði í leiki um verðlaun á Ólympíuleikum í annað skiptið á síðustu þremur Ólympíuleikum en Ísland vann silfur undir hans stjórn á ÓL í Peking 2008. Danir voru með undirtökin frá byrjun og þriggja marka forystu í hálfleik, 16-13. Í seinni hálfleik tók þá Dani aðeins sjö mínútur að koma muninum upp í sjö mörk og eftir það var á brattann að sækja hjá slóvenska liðinu. „Ég er mjög stoltur af því hvernig við settum þetta upp. Taktíkst vorum við mjög vel undirbúnir og vorum búnir að búa okkur undir þeirra sóknarleik. Mér fannst við leysa stærsta hluta leiksins mjög vel," sagði Guðmundur. „Við fengum ekki markvörslu í byrjun og ég skipti markverðinum út. Það var rétt ákvörðun því Jannick Green kom inn og þá fór þetta að smella," sagði Guðmundur. Niklas Landin varði ekki skot á upphafsmínútum leiksins en Jannick Green kom sterkur inn. „Þetta var mjög öflugur varnarleikur hjá okkur og þeir náðu varla að skora á okkur í mjög langan tíma. Þeir voru með fimmtán mörk ég veit ekki hvað lengi," sagði Guðmundur. „Ég er líka mjög ánægður með sóknarleikinn. Við vorum búnir að undirbúa það að við myndum spila þessa vörn sem og þeir byrjuðu með. Við æfðum sóknarleik á móti henni í gær. Svo vorum við líka búnir að fara yfir 6:0 vörnina þeirra. Við leysum það þegar þeir bökkuðu niður í fyrri hálfleik líka," sagði Guðmundur. „Við vorum búnir að búast við öllu eins og þeir taki tvo úr umferð. Við leystum það en ég þurfti aðeins að hreyfa liðið og taka út menn. Ég tók leikhlé þar og það leystist líka," sagði Guðmundur. „Það er margt sem þarf að gera og þetta er ekki búið fyrr en það er búið," sagði Guðmundur sem slakaði ekkert á allan leikinn þótt danska liðið væri langt yfir. „Þetta er langbesti leikurinn okkar á leikunum. Mér fannst við spila frábæran leik. Það eru margir sem eru að skora mörkin og við erum að skora á fjölbreytilegan hátt, úr hornum, af línu, fyrir utan," sagði Guðmundur. Danir mæta annaðhvort Króatíu eða Pólland í undanúrslitunum á föstudaginn en síðasti leikur átta liða úrslitanna stendur nú yfir.
Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira