Ásdís eftir klúðrið á ÓL í Ríó: Þetta er bara mót eins og hvert annað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2016 06:00 Ásdís Hjálmsdóttir endaði í 30. og næstsíðasta sæti í undankeppninni í spjótkasti á Ólympíuleikunum í Ríó og olli árangur hennar miklum vonbrigðum. Það var vitað að það yrði erfitt fyrir Ásdísi að komast í úrslit eins og í London fyrir fjórum árum en svo slök frammistaða ætti að vera mikið áfall fyrir þessa reynslumiklu íþróttakonu. Ásdís gerði tvö algjörlega misheppnuð köst ógild og kastaði síðan lengst bara 54,92 metra sem er það stysta sem hún hefur kastað á stórmóti í sex ár eða síðan á EM í Barcelona 2010. Ásdís mætti yfirveguð í viðtöl eftir keppni og það var ekki að sjá að þar færi íþróttakona í sínu allra besta formi sem hafði klúðrað frábæru tækifæri til að gera mjög flotta hluti á Ólympíuleikum. „Auðvitað eru þetta Ólympíuleikar og þeir eru bara fjórða hvert ár. Það breytir engu að svekkja sig á þessu. Þetta er bara mót eins og hvert annað. Það kemur mót eftir þetta mót,“ segir Ásdís. Hún kenndi atrennu sinni um það hvernig fór því henni leið vel og upphitunin gekk mjög vel. „Ég er með mælda atrennu en það var bara eitthvað. Um leið og adrenalínið var komið og keppnin þá flaut ég á brautinni og var alltof hröð,“ segir Ásdís og ekki var taugspennan að trufla hana ef marka má hana sjálfa. „Ég var ekkert stressuð og var einmitt svo afslöppuð að ég flaut áfram. Það var það mikill kraftur í mér og ég var fersk og hröð. Atrennan sem ég hef verið að keppa með í sumar og sú sem ég hef verið að æfa með var bara alltof stutt fyrir mig í dag,“ segir Ásdís. „Ég reyndi að bregðast við þessu, reyndi að lengja atrennuna fáránlega mikið, en það var bara ekki nóg. Því miður, eins ótrúlega sorglegt og það er,“ segir Ásdís. Hún kennir heldur ekki andlega hlutanum um hvernig fór. „Þetta er ekki bara spurning um að kasta, æfa og lyfta því þú þarft líka að æfa hausinn. Ég er búin að gera það og undirbúa mig fyrir þetta allt saman. Ég veit nákvæmlega á hverju ég á von hérna og er ekki að gera þetta í fyrsta skiptið. Ég var búin að undirbúa mig fyrir allt sem gat komið upp á.“ En hvað með næstu skref? „Ég veit ekki hvort ég fái annað mót það sem eftir er af sumrinu en ég vona það. Ég vona að ég geti endað á einhverju betra en þetta, vegna þess að ég á svo miklu, miklu, miklu meira inni. Sumarið er búið að vera frábært, áttunda sætið á EM og 61 og hálfur næstum því. Þetta breytir því ekkert,“ segir hún. Ásdís er ekki búin að loka á neitt, ekki einu sinni næstu Ólympíuleika eftir fjögur ár þegar hún verður á 35. aldursári. „Ég er ekki að segja að ég verði ekki í Tókýó en ég ætla ekki að lofa því heldur. Þetta er allavega ekki mitt síðasta stórmót.“ Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir endaði í 30. og næstsíðasta sæti í undankeppninni í spjótkasti á Ólympíuleikunum í Ríó og olli árangur hennar miklum vonbrigðum. Það var vitað að það yrði erfitt fyrir Ásdísi að komast í úrslit eins og í London fyrir fjórum árum en svo slök frammistaða ætti að vera mikið áfall fyrir þessa reynslumiklu íþróttakonu. Ásdís gerði tvö algjörlega misheppnuð köst ógild og kastaði síðan lengst bara 54,92 metra sem er það stysta sem hún hefur kastað á stórmóti í sex ár eða síðan á EM í Barcelona 2010. Ásdís mætti yfirveguð í viðtöl eftir keppni og það var ekki að sjá að þar færi íþróttakona í sínu allra besta formi sem hafði klúðrað frábæru tækifæri til að gera mjög flotta hluti á Ólympíuleikum. „Auðvitað eru þetta Ólympíuleikar og þeir eru bara fjórða hvert ár. Það breytir engu að svekkja sig á þessu. Þetta er bara mót eins og hvert annað. Það kemur mót eftir þetta mót,“ segir Ásdís. Hún kenndi atrennu sinni um það hvernig fór því henni leið vel og upphitunin gekk mjög vel. „Ég er með mælda atrennu en það var bara eitthvað. Um leið og adrenalínið var komið og keppnin þá flaut ég á brautinni og var alltof hröð,“ segir Ásdís og ekki var taugspennan að trufla hana ef marka má hana sjálfa. „Ég var ekkert stressuð og var einmitt svo afslöppuð að ég flaut áfram. Það var það mikill kraftur í mér og ég var fersk og hröð. Atrennan sem ég hef verið að keppa með í sumar og sú sem ég hef verið að æfa með var bara alltof stutt fyrir mig í dag,“ segir Ásdís. „Ég reyndi að bregðast við þessu, reyndi að lengja atrennuna fáránlega mikið, en það var bara ekki nóg. Því miður, eins ótrúlega sorglegt og það er,“ segir Ásdís. Hún kennir heldur ekki andlega hlutanum um hvernig fór. „Þetta er ekki bara spurning um að kasta, æfa og lyfta því þú þarft líka að æfa hausinn. Ég er búin að gera það og undirbúa mig fyrir þetta allt saman. Ég veit nákvæmlega á hverju ég á von hérna og er ekki að gera þetta í fyrsta skiptið. Ég var búin að undirbúa mig fyrir allt sem gat komið upp á.“ En hvað með næstu skref? „Ég veit ekki hvort ég fái annað mót það sem eftir er af sumrinu en ég vona það. Ég vona að ég geti endað á einhverju betra en þetta, vegna þess að ég á svo miklu, miklu, miklu meira inni. Sumarið er búið að vera frábært, áttunda sætið á EM og 61 og hálfur næstum því. Þetta breytir því ekkert,“ segir hún. Ásdís er ekki búin að loka á neitt, ekki einu sinni næstu Ólympíuleika eftir fjögur ár þegar hún verður á 35. aldursári. „Ég er ekki að segja að ég verði ekki í Tókýó en ég ætla ekki að lofa því heldur. Þetta er allavega ekki mitt síðasta stórmót.“
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sjá meira