Endurkoma Brasilíu snýst um peningamálastefnuna í Kína Lars Christensen skrifar 17. ágúst 2016 09:00 Ólympíuleikarnir eru löngu byrjaðir og af brasilísku verðbréfamörkuðunum að dæma er góð ástæða til að fagna. Þannig hefur brasilíska Bovespa-vísitalan hækkað um meira en 65% á þessu ári og er á meðal þeirra verðbréfamarkaða sem standa sig best í heiminum. Þetta kemur í kjölfar nokkurra frekar dapurlegra ára fyrir bæði brasilískan efnahag og brasilísku fjármálamarkaðina. Þannig hefur hagvöxtur í Brasilíu algerlega stöðvast á síðustu árum, gjaldmiðillinn hefur veikst verulega, sem aftur hefur þrýst verðbólgu upp. Til að auka á ógæfuna hefur stjórnmálaástandið orðið æ ruglingslegra og í maí síðastliðnum var Dilma Rousseff forseti í raun rekin af neðri deild brasilíska þingsins og undirbúningur lögsóknar var hafinn.Fjárfestar geta þakkað Alþýðubankanum í KínaAð gefnum þessum bakgrunni gæti batinn á brasilísku mörkuðunum á þessu ári virst nokkur ráðgáta. En hvað þetta varðar er mjög mikilvægt að hafa í huga að peningamálastefna Kínverja er að mörgu leyti mun mikilvægari fyrir brasilísku markaðina en brasilísk stjórnmál. Ef við lítum á þróunina á brasilísku verðbréfamörkuðunum síðustu ár þá hafa verið mjög náin tengsl við breytingar á peningamálastefnunni í Kína. Til að sýna þetta er hægt að líta á gengisþróun hins kínverska renminbi og brasilísku Bovespa-verðbréfavísitöluna. Ef við byrjum á árinu 2009, þá slakaði kínverski Alþýðubankinn (PBoC) verulega á peningamálastefnunni til að bregðast við því þegar alþjóðlega kreppan skall á og afleiðing þess var að renminbi veiktist. Á sama tíma varð uppgangur á brasilísku verðbréfamörkuðunum. En þessi uppgangur varð skammlífur því snemma árs 2010 byrjaði PBoC að herða peningamarkaðsskilyrði í Kína og renminbi byrjaði að styrkjast. Þetta gerðist aftur á sama tíma og meiriháttar viðsnúningur – að þessu sinni til hins verra – átti sér stað á brasilísku verðbréfamörkuðunum. Samdrátturinn á brasilísku verðbréfamörkuðunum jókst enn 2011 um leið og renminbi styrktist enn frekar og þetta hélt áfram til ársloka 2015. En síðan í janúar höfum við séð stórfelldan bata á brasilísku verðbréfamörkuðunum. Ástæðan? Enn virðist drifkrafturinn vera peningamálastefna Kínverja því PBoC hefur unnið að því að fella gengi renminbi til að örva hagvöxt í Kína.PBoC er peningalegt heimsveldiÞað má segja að PBoC sé peningalegt heimsveldi sem á margan hátt ákveður hvort það er mótbyr eða meðbyr í brasilíska hagkerfinu. Í grundvallaratriðum virkar þetta með þrennum hætti. Í fyrsta lagi er Kína stærsti útflutningsmarkaður Brasilíu. Svo slakari peningamálastefna Kínverja styrkir brasilískan útflutning til Kína. Í öðru lagi hækkar slakari peningamálastefna Kínverja heimsmarkaðsverð á hrávörum og þar sem Brasilía er hrávöruútflytjandi fæst betra verð fyrir brasilískar útflutningsvörur til annarra landa. Loks hefur þetta þau áhrif að hækka gengi brasilíska gjaldmiðilsins, real, og það lækkar verð á innflutningsvörum til Brasilíu og dregur þannig úr verðbólgu, sem aftur gerir brasilíska seðlabankanum kleift að slaka á peningamálastefnunni, sem hjálpar brasilískum hagvexti. Niðurstaðan er sú að hafi maður áhuga á horfunum í brasilísku efnahagslífi ætti maður að fylgjast með aðgerðum kínverska seðlabankans frekar en að einbeita sér að brasilískum stjórnmálum eða Ólympíuleikunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Sjá meira
Ólympíuleikarnir eru löngu byrjaðir og af brasilísku verðbréfamörkuðunum að dæma er góð ástæða til að fagna. Þannig hefur brasilíska Bovespa-vísitalan hækkað um meira en 65% á þessu ári og er á meðal þeirra verðbréfamarkaða sem standa sig best í heiminum. Þetta kemur í kjölfar nokkurra frekar dapurlegra ára fyrir bæði brasilískan efnahag og brasilísku fjármálamarkaðina. Þannig hefur hagvöxtur í Brasilíu algerlega stöðvast á síðustu árum, gjaldmiðillinn hefur veikst verulega, sem aftur hefur þrýst verðbólgu upp. Til að auka á ógæfuna hefur stjórnmálaástandið orðið æ ruglingslegra og í maí síðastliðnum var Dilma Rousseff forseti í raun rekin af neðri deild brasilíska þingsins og undirbúningur lögsóknar var hafinn.Fjárfestar geta þakkað Alþýðubankanum í KínaAð gefnum þessum bakgrunni gæti batinn á brasilísku mörkuðunum á þessu ári virst nokkur ráðgáta. En hvað þetta varðar er mjög mikilvægt að hafa í huga að peningamálastefna Kínverja er að mörgu leyti mun mikilvægari fyrir brasilísku markaðina en brasilísk stjórnmál. Ef við lítum á þróunina á brasilísku verðbréfamörkuðunum síðustu ár þá hafa verið mjög náin tengsl við breytingar á peningamálastefnunni í Kína. Til að sýna þetta er hægt að líta á gengisþróun hins kínverska renminbi og brasilísku Bovespa-verðbréfavísitöluna. Ef við byrjum á árinu 2009, þá slakaði kínverski Alþýðubankinn (PBoC) verulega á peningamálastefnunni til að bregðast við því þegar alþjóðlega kreppan skall á og afleiðing þess var að renminbi veiktist. Á sama tíma varð uppgangur á brasilísku verðbréfamörkuðunum. En þessi uppgangur varð skammlífur því snemma árs 2010 byrjaði PBoC að herða peningamarkaðsskilyrði í Kína og renminbi byrjaði að styrkjast. Þetta gerðist aftur á sama tíma og meiriháttar viðsnúningur – að þessu sinni til hins verra – átti sér stað á brasilísku verðbréfamörkuðunum. Samdrátturinn á brasilísku verðbréfamörkuðunum jókst enn 2011 um leið og renminbi styrktist enn frekar og þetta hélt áfram til ársloka 2015. En síðan í janúar höfum við séð stórfelldan bata á brasilísku verðbréfamörkuðunum. Ástæðan? Enn virðist drifkrafturinn vera peningamálastefna Kínverja því PBoC hefur unnið að því að fella gengi renminbi til að örva hagvöxt í Kína.PBoC er peningalegt heimsveldiÞað má segja að PBoC sé peningalegt heimsveldi sem á margan hátt ákveður hvort það er mótbyr eða meðbyr í brasilíska hagkerfinu. Í grundvallaratriðum virkar þetta með þrennum hætti. Í fyrsta lagi er Kína stærsti útflutningsmarkaður Brasilíu. Svo slakari peningamálastefna Kínverja styrkir brasilískan útflutning til Kína. Í öðru lagi hækkar slakari peningamálastefna Kínverja heimsmarkaðsverð á hrávörum og þar sem Brasilía er hrávöruútflytjandi fæst betra verð fyrir brasilískar útflutningsvörur til annarra landa. Loks hefur þetta þau áhrif að hækka gengi brasilíska gjaldmiðilsins, real, og það lækkar verð á innflutningsvörum til Brasilíu og dregur þannig úr verðbólgu, sem aftur gerir brasilíska seðlabankanum kleift að slaka á peningamálastefnunni, sem hjálpar brasilískum hagvexti. Niðurstaðan er sú að hafi maður áhuga á horfunum í brasilísku efnahagslífi ætti maður að fylgjast með aðgerðum kínverska seðlabankans frekar en að einbeita sér að brasilískum stjórnmálum eða Ólympíuleikunum.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun